Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Qupperneq 88
sækir stein og mölvar flöskuna, til þess að ná í nýju
skóna, sem móðir hans sagði honum frá, en þegar
hann var búinn að mölva flöskuna, fann hann enga
skó milli flöskubrotanna, og skildi ekkert í því. En
jafnframt varð hann hræddur um það, að faðir sinn
mundi berja sig fyrir flösku brotið, svo hann lagðist
á grúfu milli glerbrotanna og fór að gráta. Rétt á
eftir kemur faðir Friðriks og segir byrstur: »Hvað
gengur hér á, hvaða læti eru þetta, hver hefir mölv-
að ílöskuna mína?« Friðrik litli lítur upp dauð-
hræddur og skælandi. »Eg gerði það, pabbi minn,
eg ætlaði að taka nýja skó út úr flöskunni, svo eg
þyrfti ekki að ganga berfættur, þegar hitt fólkið hefir
skó«. »Hvernig fór þér að detta það i hug drengur,
að nýir skór væru i flöskunni?« sagði faðirinn.
»Jú, hún mamma mín sagði mér, að eg yrði, að
ganga berfættur, af því að nýu skórnir mínir, fötin
sem eg ætti að klæðast og brauðið og kjötið, sem eg
ætti að borða, væri komið í flöskuna, og margt ann-
að, sem heimilið þarfnaðist, og svo braut eg flöskuna
til þess að reyna að finna skóna og ef til vill fleira*.
Þegar faðirinn heyrir þetta, reisir hann drenginn
á fætur, klappar á litla glóbjarta kollinn og segir:
»Hættu að gráta, barnið mitt, þú máttir brjóta flösk-
una«. — Tveim dögum síðar fær faðirinn Friðrik litla
dálítinn böggul og segir: »Skoðaðu þetta«. Þegar
hann var að rífa umbúðirnar kallar hann upp með
fögnuði: »Ó-hó! nýir skór — nýir skór! — Hefirðu
pabbi keypt nýa flösku með skóm í?«
»Nei«, segir faðirinn, »eg hefi enga flösku keypt.
Móðir þin sagði satt, alt of margar krónur
hafa farið í flöskuna hjá mér, en það er oft seinlegt
að ná þeim úr henni aftur, svo nú hefi eg ásett mér,
að hér eftir skal engin króna þangað fara framar,
svo að ef þið börnin min neyðist til aö ganga klæð-
lítil og svöng, þá skal það ekki verða flöskunnar
v e g n a «. ----------
(74)