Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 101
Hvalaveiðar Norðmanna.
Margir taka til þess, að Norðmönnura er bannað
með lögum að drepa hvali við Noregsstrendur, af
þvi pað er álitið skaðlegt fyrir land þeirra. En svo
fá þeir leyfi hjá öðrum þjóðum til að veiða hvalina
í þeirra höfum og að byggja hús á Iandi, til þess að
koma afurðunum í verð. Engin þjóð i heimi drepur
jafnmikið af hvölum og Norðmenn.
A íslandi höfðu þeir árið 1909 25 hvalveiðabáta,
sem öfluðu að meðaltali 1050 föt af lýsi, eða samtals
26500 föt.
A Færeyjum voru þeir sama ár með 17 hvalveiða-
báta, sem að meðaltali öfluðu 815 fötaflýsi. Pað er
samtals 13855 föt. Árið 1902 var aflinn á hvern bát
þar að meðaltali 1150 föt.
Við New Foundland reka þeir einnig livalaveiðar,
þó í minni stíl sé en annarstaðar, því þar er þeim
bannað að hafa meira en einn hvalveíðabát við
hverja hvalveiðistöð.
í suðurhöfum hafa Norðmenn nýlega byrjað
hvaladráp. Árið 1908 höfðu þeir 1 hvalveiðastöð á
landi, og 6 skip, sem þeir bræddu á hvalspikið. Með
14 hvalveiðabátum fengu þeir það ár 58000 föt af
lýsi, en 1909 voru þeir búnir að koma á stofn 6 hval-
veiðastöðvum á landi (þar ai flestar i Suður-Georgíu)
og 8 bræðsluskipum. Til hvaladrápsins höfðu þeir
25 gufubáta, sem fengu samtals 112000 föt lýsis. Pað
er ferfalt meira á hvern bát en Norðmenn fengu
sama ár á íslandi. Þó nú sé ógrynni af hvölum í
suðurhöfunum, þá fækka þeir sjálfsagt fljótlega með
sliku hlífðarlausu drápi.
í aflaskýrslum Norðmanna er talið að árið 1909
hafi þeir fengið i norðurhöfunum af hvallýsi 64900
föt, og i suðurhöfunum 112000 föt. Það eru samtals
176900 föt. 100 föt lýsis gera 16 smálestir, og sé hver
smálest reiknuð á 400 krónur, þá hafa hvalaveiðar
(87)