Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Qupperneq 123
ull, kemur ekki af mismunandi gæöum ullarinnar,
heldur af meðferðinni, og meiri óhreinindum í sunn-
ienzku ullinni. Ennfremur sést af henni, að mest
af íslenzku ullinni er unnið í Bandaríkjunum, eink-
um í Boston og þess vegna bezt að senda hana heint
þangað. Bangað var keypt íslenzk ull 1908 212,139 pd.
(ensk), 1909 1626,589 pd. og 1910 260/f63 pd. En héð-
an frá Iandinu voru alls flutt árið 1908 1,377,958 pd.
og árið 1909 1,962,600 pd.
Ollum ullarnotendunum bar saman um það, að
óráðlegt væri að senda vorullina óþvegna, og sömu-
leiðis, að meira mundi fást tiltölulega fyrir haustull
væri hún vel þvegin, í stað þess, að nú er mest af
henni selt og keypt óþvegið. í Bandaríkjunum er
tollur á innfluttri ull, og þarf því að greiða tollinn
bæði af hreinni og óhreinni ull, sem lækkar verðið
fyrir innflytjendum hennar,
Begar Vesturheims-kaupandinn gerir boð í is-
lenzku ullina, gengur hann út frá reynslunni, að í
norðlenzlui ullinni séu 12—18°/o óhreinindi, en í sunn-
lenzku ullinni 16—25°/o, svo þar eftir hagar hann
verðinu, sem hann býður í vöruna.
Skemd er það talin á ullinni, ef hún er þvegin
úr heitara vatni eða legi en 43—57 gr. á Celsíus. Sé
vatnið heitara fer sauðíitan úr og ullin skemmist.
Niðurlagsorð skýrslunnar eru þessi:
1. Að komið sé upp þvottahúsum og ullinjþvegin þar svo
vel, að í henni verði ekki meiri óhreinindi en 10°/o.
2. Að þvottahús þessi starfi undir opinberu eflirliti.
3. Að ullin sé flokkuð í 3 flokka.
4. Að haustull sé aðskilin frá vorull.
5. Að ullin verði flutt héðan beina leið til Boston.
Eftir minni reynslu, á ullarverkun og ullarsölu,
álit eg öll þessi 5 atriði skynsamleg og nauðsynleg.
Tr. G.
(109)