Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Side 125
að vera svo lftil, að flest nöfn eru ill-Iesandi, nema með
sjónauka.
Landsbókasafns-byggingin er veglegt hús, alt bygt úr
steini, eldtraust og með tvöföldum veggjum. Það er 57
álna langt, 30 álna breitt og 20 álnir á hæð frá kjallara-
gólfi upp á efstu bita. Lestrarsalurinn er 27 álna langur
og 15 álna breiður á miðlofti. Á sama lofti er bókasafn-
ið, sem nú er nálægt 80 þúsund bindi, og landsskjalasafn-
ið. I stofunni þar undir, er í bráðina, náttúrugripasafnið,
og á efsta lofti er forngripasafnið.
Húsið sjálft kostaði nálægt 185 þús. krónur, en með
innanstokksmunum 222,600 kr. 28. Marz 1909 var lestrar-
salurinn opnaður fyrir almenning.
Heilsuhœlid d Vífilsst'ódum er bygt af samskotafé lands-
manna. Þegar holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var bygð-
ur, voru það danskir Oddfellowar, sem höfðu upptökin,
bygðu hann og gáfu svo landinu. Nú eru það innlendir
Oddfellowar, sem höfðu upptökin að því, að byggja heilsu-
hæli fyrir tæringarveika menn. Heilsuhælisfélagið var
stofnað 13. nóv. 1906, og hornsteinninn að byggingunni
lagður 31. maí 1909, með hátíðahaldi, en 1. sept. 1910
var byrjað að taka á móti sjúklingum.
Húsið er alt úr steinsteypu, með tvöföldum veggjum,
64 álnir á lengd og 15 álnir á breidd. Álmur ganga út
frá báðum endum hússins, frá bakhlið, sem eru 20 álna
langar og 16 álna breiðar. Húsið sjálft er þríloftað, og
kjallari undir því öllu. I því er dagstofa fyrir sjúkling-
ana, 9—14V4 álnir, og tvær borðstofur, 9—icpfi álnir hver.
Lofthæðir í kjallara eru 4J/2 ál. en í stofunum 5V4 og 5 ál.
Ut frá vesturenda hússins gengur opinn skúr, sem
sést á myndinni. í honum liggja margir af sjúklingunum
á daginn, enda þótt kalt veður sé. Lengst af hafa verið
á heilsuhælinu, stðan það tók til starfa, nálægt 80 sjúklingar.
Á 10. bls. eru 2 myndir. Sú efri sýnir framleiðslu
sykurs, en sú neðri eyðing skóganna til pafpírsgerðar.
(111)