Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Page 32
sálkönnuða, sem síðan liefir verið haldið annað hvort
ár. Tveimur árum síðar stofnuðu þeir með sér al-
þjóðlegan félagsskaþ, sem hefir deildir i flestum lönd-
um hins menntaða heims. (iefur þessi félagsskaþur út
3 tímarit. Hið þekktasta þeirra er Imago, sem flytur
aðallega greinar um bókmenntir, heimsþeki og listir
frá sjónarmiði sálkönnunarinnar. Og 1918 stofnuðu
þeir sérstakt bókaforlag. — Mikla athygli vakti það
einnig, er hinn þekkti, ameríski sálfræðingur, Stanley
Hall, gekkst fyrir þvi, að Freud var boðið til Amer-
iku 1909 til að flytja fyrirlestra við Clark-háskólann.
Einnig liefir Freud hlotið margs konar viðurkenningu
aðra, t. d. var hann gerður prófessor við háskólann
í Vín og heiðursborgari sömu borgai'. — Hann er nú
orðinn 81 árs, en er ennþá fullur áhuga og dirfsku.
Hann gengur ótrauður um götur hinnar fasistisku
borgar og hefir leyft sér að segja stjórnendum henn-
ar til syndanna.
Sigmund Freud er of fjölþættur maður til þess,
að honum verði lýst í fám oi'ðum. En ég ætla
að nefna nokkra eðlisþætti hans, sem mér virð-
ast einkenna liann sérstaklega og það eru: óbilandi
kjarkur, fágætt stai'fsþrek, einlæg sannleiksást og mér
liggur við að segja: yfirnáttúrleg hugkvæmni. A kjark
hans og starfsþrek liefir verið litillega drepið áður.
Sannleiksástin er eig'i síður áberandi. Fjtíi' sannleik-
anum vikja öll önnur sjónarmið hjá Freud. Hann er
hatrammur andstæðingur þess, að menn huggi sig við
ýmsar skýringar á lífinu og tilverunni, af því að þær
veiti fróun. Kemur þetta mjög greinilega fram
í ti'úmálaskoðunum hans. Hann hefir líka gert það,
sem fiestum vísindamönnum hefir reynzt ofvaxið: að
skipta um skoðun, þegar ný þekking hefir afsannað
fyrri kenningar hans. — Hugkvæmnin er þó hið dá-
samlegasta. 1 ritum hans úir og grúir af nýjum liug-
myndum og skýringum af hinu snjallasta tagi. Gætir
þeirra þó sérstaklega í draumatúlkunum lians. I'að
(28)