Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Qupperneq 35
hins vegar. Það stjórnast af lögmáluni skynseminnar
og spyr að afleiðingum athafnanna. Sjálfshugsjónin
(Das Úberich) er vohlugt afl i sálarlífinu. Hcr er nán-
ast tiltekið átt við hið sama, sem í daglegu málí er
kallað samvizka. Hún er miskunnarlaus vörður og
verndari siðferðisins. Aðalinntak hennar er framhald
peirra siðferðisreglna, sem innrœttar voru í bernsku.
Boð hennar eru að miklu leyti boð foreldranna og
bönn hennar bönn þeirra. Hún getur verið að mestu
leyti óafvituð. Þessi boð og bönn geta verið algjör-
lega óskynsamleg og þá að sama skapi liættuleg. Einn
þáttur enn er forvitundin (das vorbewuszte). Pað,
sem hún geymir, er að jafnaði óafvitað, en getur
komið til vitundarinnar án mikilla erfiðleika. — Mér
liggur við að biðja afsökunar á þeirri ófullkomnu
mynd, sem ég hefi brugðið hér upp af sálarfræði
Freuds, en ég hefi ekki getað betur gert á þessum
fáu síðum, sem mér voru ætlaðar. Til úrbóta á þessu
ætla ég að tilgreina nokkur orð eftir meístarann sjálf-
an, þar sem hann lýsir sambandi hvatanna (des Eses
= þaðsins) og sjálfsins. Honum farast svo orð: »Pað
mætti líkja sambandi sjálfsins og »þaðsins« við sam-
band reiðmannsins og hestsins. Hesturinn leggur til
hreyfikraftinn. Hlutverk reiðmannsins er að ákveða,
hvert stefnt skuli. í sambandinu milli sjálfsins og
»þaðsins« vill þó of oft verða svo, að maðurinn verði
að leyfa hestinum að halda þangað, sem hann vill.«
Eg get ekki skilizt svo við sálarfræði Freuds, að
ég útskýri ekki nokkur hugtök til viðbótar. Pessi hug-
tök eru: flóki (Komplex), bæling (Verdrangung) og
göfgun (Sublimierung). Með flóka er átt við hvirfingu
tilfinninga, sem flykkist utan um ákveðna hugmynd
eða hlut. T. d. er Ödipusar-flókinn allar þær tilfinn-
ingar, sem sonur hefir gagnvart móður. Oft eru þessir
flókar svo sárs eðlis, að vitundinni eru þeir óbæri-
legir, þá er þeim, eins og kallað er, þrýst niður í
undirvitundina. Sú sálarstarfsemi nefnist bæling. En
(31)