Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Page 41
En þetta voru nú smámunir hjá því sem síðar kom
á daginn. Stjórnin gaf út þrjú lög, sem liafa fengið
stórfellda þýðingu, og skal þeirra hér að nokkru getið.
Frakklandsbanki hafði um langt skeið verið stjórn-
inni ofjarl. Að vísu skipaði hún æðsta bankastjórann,
en annars endurnýjaði bankastjórnin sig sjálf, án þess
að stjórn eða þing, hefði nokkuð um það að segja.
Hin nýju lög sviftu bankastjórnina þessum í'éttindum
að mestu, og komið var svipuðu sniði á stjórn Frakk-
landsbanka og tíðkast við flesta þjóðbanka í Norður-
álfunni. Pessi lög voru samþykkt með miklum at-
kvæðamun.
Frakkar eiga mestu og beztu vopna- og skotfæra-
verksmiðjur i heimi, en þær voru flestar, en þó ekki
allar, í höndum einstakra manna eða fclaga. Blum
hélt þvi fram að þetta væri stórhættulegt fyrir þjóð-
félagið. Verksmiðjurnar mundu selja vopn í stórum
stíl til útlendinga, og ekki síður þeim þjóðum, sem
gætu verið Frakklandi óvinveittar. í öðru lagi væri
rikisstjórninni nauðsjmlegt að trjrggja sér g'óð og
nægileg vopn. Hann lagði því til að ríkið tæki að sér
allar hergagnaverksmiðjur í landinu. Var þetta sam-
þjk k t í þínginu með 484 atkv. gegn 85.
En þetta var dýrt spaug fyrir ríkið. Verksmiðjueig-
endum þurfti að borga, og margskonar útgjöld önnur
útgjöld komu til greina. Bj’rjunarkostnaðurinn var á-
ætlaður þúsund miljónir franka, fyrir utan allar þær
stórkostlegu upphæðir, sem rekstur verksmiðjanna
mundi kosta árlega. Þetta óx Frökkum í augum, svo
lögin hal'a ekki enn komist i fulla framkvæmd, en
þau urðu síðar Blum sjálfum að falli.
Eins og nærri má geta átti Blum við mikla mót-
spyrnu að eiga, ekki sist meðal Fasista. En hann lét
hart mæta hörðu, og' er hann liafði orðið fyrir árás,
sem kennd var Fasistum, fékk hann samþykkt lög,
sem bönnuðu félagsskap Fasista og fleiri andstæðinga
stjórnarinnar. Margir Frakkar undu þessu illa, og
(37)