Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Qupperneq 43
Hann unni mjög leiklist og skrifaði í mörg ár leik-
dóma i ýms af helztu blöðum Parísar, til dæmis Matin.
Þá er hann einnig kunnur fyrir ást sína á höggmynd-
um, og er sagt, að þegar hann kom til London á ráð-
herrafund, þá notaði hann fyrstu frístund sína til þess
að fara-í British Museum og skoða marmaralíkneskin
frá Akroþolis. Pað má segja, að hann standi á há-
tindi franskrar menningar nútímans. Eins er sag't að
einkalíf hans sé flekklaust og hefur honum aldrei
verið brugðið um fjárdrátt eða annað þessháttar, sem
svo oft liefur borið mikið á í lífi franskra stjórn-
málamanna.
Pað sem lióf Blum til valda, var mælska, ritsnild
og iðjusemi, en eru nokkrar líkur til þess að liann
verði forsætisráðherra aftur? Um það er ekki gott að
segja. Hann er nú liniginn á efra aldur og Frakkar
eru fljótir til að skifta um leiðtoga. En vist er það,
að á þessu eina ári, er liann fór með æðstu völdin,
fékk hann afkastað nægilega miklu til þess að verða
jafnan talinn meðal helztu stjórnmálamanna franska
lýðveldisins.
Árbólc íslands 1936.
Alþingi stóð 16/s—6/ö. Árið 1935 liafði það staðið
tvisvar (15/2—5,ú og 10/io—og átti það þátt í, að
engin straumbreyting né stórtíðindi verða kennd við
Alþingi 1936. Með atkvæðum stjórnarflokkanna sam-
einaðra (26—27 atkv.) voru forsetar allir endurkosnir
og sameiginleg áhugamál flokkanna knúin fram, en
stjórnarandstæðingar (22) áttu þó sterka aðstöðu í
hlutfallskosningum og nefndum. I bankaráð Lands-
bankans kusu stærstu fiokkarnir 27/a formenn sína,
Ólaf Thors og Jónas Jónsson. — Löggjöf þingsins
var allmerk, svo sem brej'tingar á fræðslulögum, lög-
um um Menningarsjóð, jarðræktarlögum (deilur),
(39)