Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Qupperneq 46
inga og annarra varna, sem koma til framkvæmda 1937.
(Bráðabirgðalög 2l/12). En Borgfirðingar förguðu svo
fé, auk pess sem drapst, að í Reyklioltsdal og Bæjar-
sveit hefur fjárstofninn minnkað um helming á árinu.
Iívillasamt var fé um allt land. í árslok drap lungna-
bólga mörg hundruð fjár í Norður-I’ingeyjarsýslu.
Frá því 1933, þegar fullorðið fé náði hámarkstölu,
720 þús., hefur því fældcað um nálega 100 þús.
í staðinn liefur gripum fjölgað og fjölhreytni
aukizt í búnaði. Refarœkt hefur breiðzt mjög út og
tala silfurrefa komizt nokkuð á annað þúsund.
Refasýningar, sem norskur refaræktarmaður var
fenginn til, voru haldnar víða um land liaustið 1936,
siðast 17/n í Reykjavík. — Jarðrœkt fór vaxandi. Kart-
öfluuppskera óx um 80°/o á árinu og varð um 75 þús.
tunnur, en fullnægir þó ekki neyzluþörfinni enn. —
Kornrœkt var stunduð 1935 á 30 ha. landi á 216
stöðum, en 1936 á 60 ha. landi á 330 stöðum víða um
land. Bygg og hafrar þroskuðust vel, en uppskeran
ódrýgðist í septemberrosunum. I Eyjafirði stofnaði
K. E. A. til mikillar kornræktar og kom upp gróður-
skála, fyrir heitfengar nytjajurtir, við Brúnhúsalaug
12 km. innan við Akureyri. (Starfræksla hafin 16. des.)
Hlunnindum hrakar ekki. Laxaklak óx. Við Breiða-
fjörð minnkar kópaveiði (vegna hákarla?) og dúntekja
(vegna svartbaks?) Trjáreki varð feiknamikill í árs-
byrjun á Ströndum og mikill í Grímsey og Norður-
Ringeyjarsýslu.
/Húsabœtur i sveitum, sjá: Byggingar). Nýbtjlasjóður
hóf starfsemi sína og styrkti 70 býli, en 355 sóttu um
nýbýlisstyrk. Flestum býlunum er skipt úr stærri
jörðum. í »Siberíu,« landi ríkisins í Flóa, var unnið
að framræslu fyrir væntanlega samvinnubyggð.
Byggingar voru meiri en flest kreppuárin, þó að
innflutningur á efni væri tregur. í Reykjavík var
byggt fyrir hátt á 5. milljón króna, alls 166 hús, þar
af 107 ibúðarhús með 279 ibúðum; mörg eldri hús
(42)