Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Page 48
eskjur aðrar í sekt fyrir misnotkun andlegra lækn-
inga. — Smáskammtalæknir í Reykjavík var dæmdur
sama dag til 8 mán. betrunarhússvinnu fyrir tilraun
til fósturej'ðingar. — Eyfirzkur bílstjóri var dæmdur til
8517 kr. skaðabóta handa dreng, sem fótbrotnað hafði
af bíl hans. — Alþýðusamband íslands var sýknað í
Hæstarétti 26/n af kröfu frá eigendum e/s Ölvers um
bætur fyrir tjón, sem hlauzt af verkfalli.
Embætti og sýslanir. Lausn frá embætti fengu m.
a.: Asmundur Gíslason prófastur á Hálsi., eítir 41 árs
prestskap, Guðmundur Hannesson prófessor, Guð-
mundur Sveinbjörnsson skrifststj. Dómsmrn., Magnús
Torfason sýslum. Árn., eftir 42 ára sýslumannsstörf,
Steingrímur Matthíasson læknir Akureyri, Thorvald
Krabbe vitamálastj. (frá ‘/e 1937) — í embætti og
stöður voru m. a. skipaðir, settir eða ráðnir: a. lækn-
ar: Jón Steffenssen prófessor við Háskólann, Árni
Guðmundsson héraðslæknir á Akureyri og' Guðm.
Karl Pétursson sjúkrahússl. par; b. lögfræðingar:
Gústaf A. Jónasson lögrstj. varð skrifstofustjóri í
Dómsmrn., en Jónatan Hallvarðsson lögreglustjóri í
Reykjavík, Isleifur Árnason varð próf. við Háskólann,
Hjálmar Vilhjálmsson sýslum. í Rangárvallasýslu,
Páll Hallgrímsson sýslum. í Árnessýslu; c. prestar:
Helgi Sveinsson að Hálsi, S.-Ping., Hólmgrímur Jós-
efsson að Skeggjastöðum, N.-Múl., Marínó Kristinsson
að Vallanesi, S.-Múl., Porsteinn Björnsson aðstoðar-
prestur að Árnesi, Strandas. (allir.vigðir 16/s í Rvík);
d. skólamenn: Björn Guðfinnsson og Ólafur Hansson
kennarar við Menntaskólann í Reykjavík, Ilallgrímur
Jónsson skólastj. Miðbæjar-barnaskólans í Rvík., Run-
ólfur Sveinsson skólastj. á Hvannej'ri og Haukur Jör-
undsson kennari par.
Ferðamenn erlendir voru fleiri en áður. Ferða-
skrifstofa ríkisins var sett á laggir V2; Eggert P.
Briem skrifstofustjóri, Ragnar E. Kvaran landkynnir.
— Helztu skemmtiskip, sem gistu Reykjavik: Reliance
(44)