Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Síða 49
2/7, Milwaukee 4/r, Kungsholm eh, Charinthia 6/», Ar-
randora Star, v. Steuben ,0h, Atlantis so/r, Columbia
,4/«, Rosaura 27/s. — Fæstir gestir dvöldu lengi, nema
þá þeir, sem komu til rannsókna, t.d. félagar tveir^
sem korriu í marz, Georgi Bini prófessor við rann-
sóknarstofu ítalska ríkisins í vatnalíífræði — kom til
að athuga liferni fiska og fleiri lagardýra — og dr. de
la Villerabet greifi, franskur útgerðarforstjóri, sem
vildi m. a. kynnast íslenzkri fiskþurrkun. — Til minn-
ingar um William Morris og íslandsför hans forðum
gaf May Morris dóttir hans bókasafni Ringeyinga 400
úrvalsbækur. — Norðurlönd juku kynni sín á milli.
Noi-ræna félagið kom á »norrænum degi« um löndin
öll 27. okt. Þá var hér staddur próf. Haakon Schetelig
og hélt fyrirlestra um forsögu Noregs. Áður, seint í
júní, hafði félagið haldið mót norrænu-stúdenta í
Reykholti og á Laugarvatni. »Sænsk vika« var lialdin
í Reykjavik 30/e—eh- Sænsk listsýning fylgdi. Til móts-
ins og vikunnar sendu frændþjóðirnar hingað úrvals-
lið og ágæta fyrirlesara. — Forsætisráðherra Dana,
Th. Stauning, kom '°h og hélt norður um land. —
Loks má telja tignasta gestinn, konung vorn og drottn-
ingu með fríðu föruneyti, 18—27/e.
Félög og stofnanir. - Afmœli áttu: Háskóli íslands,
25 ára 17/e; — Landsími Islands, 30 ára 29/e; — Reykja-
víkurkaupstaður, 150 ára 18/»; — Stórstúka íslands, 50
ára 24/e; — íþróttafélagið Ármann, 30 ára 7/i, félagar
1280; Valur, 25 ára "h; — Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur, 45 ára 27/i, félagar um 500; — Kaupfélag Ey-
firðinga, 50 ára 'dh og veitti i því tilefni 50 þús. kr. til
byggingar heimavistarskóla kringum Eyjafjörð; —
Verkamannafélag Akuresrar, 30 ára 6h; — Verka-
mannafélög Húsavikur og ísafjarðar, 25 ára 10—12/s;
— Dagsbrún í Rvk., 30 ára 26/i, með 1943 félaga; —■
Alþýðusamband íslands, 20 ára "h, en hélt 13. þing
sitt 19/i0—10/n, og urðu félög þess litlu eftir þingið
rétt 100 með ca. 13.000 félaga.
(45)