Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Side 50
Aðalfundir opinberra slofnana voru eftir venju, t.d.
prestastefna i Rvk. 25.—27. júni, kennaraþing á Akur-
eyri 1.—7. júlí, en af fundum annarra samtaka mætti
minna á: fyrsta sambandsþing Iðnaðarsambands bj^gg-
ingamanna í marz i Rvk. (70 fulltrúar frá 11 félögum);
— verzlunarþing, er lauk le/e í Rvk; — aukaþing (auk
venjul. vetrarþings) Rúnaðarfélags íslands 9/o til að
mótmæla jarðræktarlagabreytingum, sem meiri hluti
einstakra félagsdeilda féllst síðan á; — aðalfund S.Í.S.
á Akureyri ,8—24'e, og voru félög þess 40 með hátt á
9. þús. meðlima; — miðstjórnarfund Framsóknar-
flokksins í Rvk. i byrjun Alþingis og landsfund Sjálf-
stæðisflokksins 17.—19. júní.
Fiskveiðar sjá Útvegsmál.
Fjárhagur þjóðarinnar í heild liefur tæplega batnað
á árinu; aflaleysið varð þungbært víða um land. En
móti þvi hefur vegið viðreisn á ýmsum sviðum. Til
marks um það er einkum þrennt: vaxandi innanlands-
markaður (kaupgeta), minna atvinnuleysi en vænta
mátti og hagstæðari greiðslujöfnuður við útlönd. —
Greiðslujöfnuður, sem var óhagstæður 1933 um
ca. 4 millj. og 1934 um ca. 10 millj. og 1935 um
3—3‘/2 millj. króna, varð loks hagstæður 1936 um ca.
2 millj. kr. (að frádregnum rafveitukostnaði, sem var
tekinn að láni). Útflutningur 1936 nam ca. 48,3 millj.
kr. og innflutningur ca. 39,6 millj. eða 9 millj. kr.
minna en 1934. Af mismuninum 48,3 h- 39,6 — 8,7 millj.
eru6—7 millj. »duldar« greiðslur en afgangur, ca. 2 millj.,
er greiðsluhagnaðurinn. — Versnandi hagur margra
fiskiþorpa og flestra, sem fást við útgerð, veldur hnign-
un á skipastól. Flest skip eru orðin úrelt. — Minnkandi
innflutningur veldur lækkun á tolltekjum ríkissjóðs.
Einkasölur rikisins hafa gefið því mikinn tekjuauka.
Verklegar framkvæmdir þess hafa vaxið sem því nem-
ur. Heildarútgjöld ríkisins urðu 700 þús. kr. hærri en
1935. og rekstrarafgangur ca. 80 þús. kr. Greiðslur um-
fram fjárlög voru 14,5°/o, og er það minna en nokkru
(46)