Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Síða 51
sinni síðustu 10 ár og þrisvar sinnum minna cn árin
1930 og 1934.
Flugmál sjá Samgöngur.
Heiðursmerki. 1. des. fengu: Stórriddarakross með
stjörnu: Björn Kristjánsson fv. bankastj.; — stórridd-
arakross án stjörnu: Einar H. Kvaran ritliöfundur^
Einar Jónsson myndhöggvari, Georg Olafsson banka-
stjóri, dr. Skúli Guðjónsson yfirlæknir Khöfn, Por-
leifur Jónsson fv. þm. Hólum, Hornafirði, — riddara-
kross: Ari Hálfdanarson fv. hrepþstjóri, Fagurhóls-
mýri, Öræfum, Einar M. Einarsson skipstjóri, prófessor
Guðjón Samúelsson, Gunnþórunn Halldórsdóttir leik-
kona, Hallgrímur Bcnediktsson lieildsali, Helgi Guð-
mundsson bankastjóri, Helgi Jónsson hreppstjóri,
Grænavatni, Mývatnssveit, Kolbeinn Sigurðsson skip-
stjóri, prófessor Magnús Jónsson, Magnús Ólafsson út-
vegsbóndi, Höskuldarkoti, Ólafur Ólafsson fv. hrepp-
stjóri, Lindarbæ, Rang., Páll Jónsson fv. vegaverkstj.,
Holtastöðum, Pétur Björnsson skipstjóri, Sigurður
Níelsson verkamaður, Sigurður Sigurðsson hreppstjóri,
Halldórsstöðum, Kinn, S.-Ping., Stefán Porvarðsson
stjórnarráðsfulltrúi, prófessor Pórður Sveinsson,
Kleppi, Pormóður Eyjólfsson konsúll, Siglufirði.
(Heimili er í Reykjavík, nema annars sé getið).
Heilbrigði var sæmileg, farsóttir vægar. Mislingar
breiddust út í marz og fram á sumar, en seinni hluta
árs voru peir aðeins á fáum stöðum. Skarlatssótt fór
um, fáir sýktust. — Af nýjum heilbrigðisstofnunum
má nefna spítala á Húsavík og lyfjabúð K. E. A. á
Akureyri. Heilsuverndarstöð félagsins Líknar í Reykja-
vík fékk aukið fé (30 pús. til rekstrar) og jók fram-
kvæmdir. Sama má segja um hliðstæð fyrirtæki. —
Fæðingum fækkar nokkuð. — Príbura átti 7/« Sigurást
Friðgeirsdóttir, Hellissandi, og heilsaðist öllum vel.
Iðnaður hefur aukizt og veitt mikla atvinnu, sér-
staklega í Reykjavik. Akureyri er fremur orðin iðn-
aðarbær en útgerðar. Innflutningur á efnivörum til
(47)