Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Síða 58
ríkisstjórnina um sérleyfi fyrir Pan-American-Airways
til flugferða til íslands og annarra landa. Samningar
tókust. — b. Hafnarbœtur voru flestar framhald eldri
mannvirkja, en 1935—36 var aðallega unnið að þeim
á þessum stöðum: Akranesi, víða á Snæfellsnesi, Flatey,
Bolungavík (öldubrjótur, Óshólaviti), Hnífsdal, ísa-
firði, Hólmavík, Skagaströnd, Sauðárkróki (Hegraness-
viti), Iíofsósi, Húsavík, Höfn i Hornafirði, Vestmanna-
eyjum, Stokkseyri, Eyrarbakka, Porlákshöfn, Grinda-
vík, Kirkjuvogi í Höfnum, Keflavík. Merkir nýir
vitar eru radíovitinn á Reykjanesi (1934 í Vestmeyj.)
og ljós- og liljóðviti á Sauðanesi við Eyjafjörð. —
c. Vegir voru auknir uin allt land. Byrjað var á
Krýsuvíkurvegi úr Hafnarfirði í Ölfus, fjallveg úr Mý-
vatnssveit til Hólsfjalla, gert bílfært inn að Hvitár-
vatni, lokið vegi frá ísafirði að Gemlufalli við Dýra-
fjörð o. s. frv. Brýr settar á Vesturdalsá í Miðfirði,
Grafará (Hofsós), Selfljót á Fljótsdalshéraði, Sauða-
nessós á Langanesi.
Skiptjón urðu mörg og mannskæð. Alls fórust 72
menn íslenzkir hér við land, 5 norskir og 39 franskir.
a. Innlend skip: Togarinn Andri strandaði við Whit-
by 2S/i; mannbjörg. Vélbátarnir Brúni og Einar sukku
16/9 út af Siglufirði, annar af árekstri við Dr. Alexan-
drine; 2 m. fórust. Vélb. Eggert Ólafsson, Ilnífsdal,
söklc 26/2 á Stapavík; 1 m. fórst. Vélb. Kári, Fáskrúðs-
firði, fórst með 4 m. og 5. maður af öðrum báti UU.
Vélb. Laxfoss brann 2/9 á Faxaflóa; mannbjörg. Tog-
arinn Leiknir sökk 2/io á Patreksfirði; mannbjörg. Vélb.
Sæbjörn, Stykkishólmi, sökk el» af árekstri við ensk-
an togara; mannbjörg. Vélb. Porkell máni frá Ólafs-
firði fórst með 6 m. 16/g. Síldveiðiskipið Örninn úr
Hafnarfirði fórst 9/s út af Tjörnesi með 19 m. Bátur fórst
16b með 3 m. frá Bíldudal. 17/» fórust 2 m. á Ólafsfirði
og Vio 4 m. úr Viðfirði eystra.
b. Erlend skip: Albatros, pýzkur togari, strandaði
í Eldvatnsósi 27/n; mannbjörg. Annar togari pÝzkur
(54)