Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Qupperneq 63
öfl, sem öllu stjórna, þótt viðskipti og samstarf lítFær-
anna sé í raun og veru mjög margbrotið mál.
í skólum er fólki aðallega kennt um lögun, útlit
og afstöðu lítlæranna, sem vitanlega er nauðs^'nlegt.
En hitt er pó dásamlegra, að kynnast hvernig pau
vinna verk silt, og á hvern hátt samvinnu og við-
skiptalífi er háttað í líkamanum. 1 pví, sem hér fer á
eftir, verður stiklað á nolckrum atriðum úr barnalær-
dómi lífeðlisfræðinnar.
Blóðið. Pað gildir einu hvar skinnið hruflast, eða
hvar kírúrgarnir skera í innvortis liffæri — alls staðar
blœðir úr sárinu. Pegar menn i daglega lifinu verða
varir við vatnsuppsprettu, gera peir sér grein fyrir,
hvaðan vatnsæðin komi, og hve vatnsmagnið muni
vera mikið. En frá hvaða lindum sprettur blóðið, hve
mikið er pað að vöxtunum, og hvar verða til blóð-
kornin, sem sveima um pað allt, þannig að tala peirra
nemur miljónum í hverjum dropa?
Blóðið storknar venjulega, peaar pað kemst út úr
líkamanum. Með pví að láta í pað sérstök efni, er
nema úr pví kalkið, má koma i veg fyrir storknun.
Sé pannig tilhaft blóð sett í glas eða flösku, sést, að
blóðkornin síga til botns, en yfir peim er blóðvatnið,
tært og gegnsætt. Blóðvatnið kemur frá peim drykk,
sem drukkinn er, og vökvun, er menn neyta um mat-
mál. En blóðkornin? Peirra uppruni er í bcinmergn-
um. Paðan slæðast pau inn í blóðið, og berast með
pví um allt.
Blóðkorn sjást ekki nema i smásjá. Rauðu blóð-
kornin eru miklu fleiri en pau hvitu. Litinn fá rauðu
blóðkornin af sérstöku litarefni, semheitirhæmoglobin,
Pað gleypir i sig súrefni um leið og blóðið streymir
um lungun, og eru rauðu blóðkornin pví í pjónustu
andardráttarins. Súrefninu skila pau aftur frá sér út
í holdið, par sem pað notast sem eldsneyti.
Rauðu blóðkornin berast eins og rekald með straumn-
um. Öðru máli er að gegna um hvítu blóökornin. Pau
(59)