Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Page 66

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Page 66
halda, er gert orð einhverjum skátanum. Sjúklingur og skáti liggja hver á sínu skurðarborðinu, hlið við hlið, og blóðinu er dælt á milli. Skátar láta margt gott af sér leiða, og er þetta eitt dæmið. Andardrátturinn. Manneskjan dregur andann án þess að veita því eftirtekt, meðan allt er heilbrigt, þótt þetta sé i raun og veru mjög flókin athöfn. Vilji mannsins heíir að vísu nokkurt vald á önduninni, því það er hægt, um stund, að anda misjafnlega ótt, eða halda jafnvel alveg niðri í sér andanum. Enginn getur þó hætt að draga andann fyrir fullt og allt, þótt hann ásetji sér það, og tekið þannig af sér lifið. Innöndun gerist með því, að rifjahylkið vikkar og brjóstið lyftist, en þindin gengur niður. Með þessu móti rýmist um lungun. Pau víkka, og loftið sogast inn um lungnapipurnar. Útöndun verður hins vegar með því, að brjóstið þrengist, en þindin stígur upp á ný. Þá þrengir að lungunum, og loft þrýstist út. Lungun hafa ekki neina sjálfstæða hreyfing, en þau dragast sundur eða sanian, eins og harmonika, eftir stelling- um og fyrirferð á þindinni og brjóstholinu. Iín þó að öndunin, fljótt á litið, gangi eins og af sjálfu sér, er fjarri því, að hún sé stjórnlaus. Hver andardráttarvöðvi hefir sina taug, og allar eru þær í sambandi við miðstöð á mótum heila og mænu, ná- lægt þeim stað, sem nefnd er svæfingarhola á stór- gripum. Pegar mænan er stungin þar i sundur, er um leið tekið fyrir taugasambandið milli heilans og öndunarfæranna. Andardrátturinn stöðvast, skepnan fellur í öngvit, og lífið er úti. Slímhúðin innan í Iungunum er mjög viðkvæm. Henni til hlífðar er andrúmsloftið hreinsað og yljað á leiðinni ofan eftir loftvegunum. í nasir og nef setj- ast rykagnir og bakteríur. En vegna þess, hve slím- húðirnar eru blóðríkar, hitnar innöndunarloftið ekki svo lítið á leiðinni um nefgöng, barka og lungnapíp- ur. Neðstu og fíngerðustu kvíslarnar, sem greinast (62)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.