Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Síða 72
Reglulegur matmálstími er í sambandi við reglubundna
vinnu, en annars virðist heilbrigðum mönnum koma
lítt að sök, þó að út af bregði í því efni, og þó að
matartekjan sé mismikil áýmsum timum, eftir ástæðum.
Einkennileg'ar eru ráðstafanir likamans, þeg'ar hung-
ur sverfur að. Fita tálgast af, útvortis og innvortis,
en svo kemur að þvi, að vöðvarnir rýrna. Ollu er
fórnað til þess að hjartað, blóðið og heilinn geti
haldið sér, og starfað sem lengst.
Holdafarið er misjafnt, og' ýmsum — einkum döm-
unurn — er það áhyggjuefni að fitna um of. Aðrir
hafa hins vegar oftrú á fitunni. Feitir menn eru heit-
fengir og svitagjarnir, er oft erfitt um andrúm og
blóðrás. Pað er mikið aukalegt erfiði, sem leggst á
hjartað, þegar maðurinn er mörgum kilóum þyngri
en ástæða er til. íslendingar eru yfirleitt holdgrannir
menn. Vér lifum í fátæku þjóðfélagi, og geta fáir veitt
sér óhóf í mat, eins og algengt er erlendis. Auk þess
eru flestir hér á landi vinnandi menn.
IJað er erfitt að gefa upp með nákvæmni hæfilega
þjmgd mannsins. Líkamsþunginn verður að miðast
við líkamshæð, mælda i sentimetrum; má telja nærri
lagi, ef kilóin eru jafnmörg og sentimetratalan er
fram yfir hundrað. Petta á við meðalmann, en rask-
ast dálítið hjá lágum eða hávöxnum.
Svefn og reiði. Líkaminn sækir hvíld og styrking
um svefntímann. Stundum er syndgað í því að sjá
börnunum fyrir nægum svefni. Þau komast ekki nógu
snémma í rúmið. Verða framfaraminni en skyldi, ama-
söm og kraftminni en ella.
Pótt maðurinn sofi, halda mörg störf áfram í lik-
amanum. Hjartað dælir blóðinu, öndunarfærin vinna
sitt verk, og meltingin gengur sinn gang. Vegna hvíldar-
innar er þó minna fyrir öllu haft, og líkaminn styrk-
ist. Heilbrigðir, fullorðnir menn þola þó fullkomlega
missvefn við og við, ef fljótlega er hægt að bæta það
upp með löngum svefni.
(68)