Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Qupperneq 74
igerðir og blóðeitranir. Á skurðstofum eru nú á dögum
gerðar ráðstafanir til þess að bægja sýklum frá sár-
unum. Pað er raunar ekki svo einfalt mál, því að
bakteríur eru bæði í hörundi sjúklings og læknis, og
á verkfærunum. Pau eru venjulega sótthreinsuð með
suðu. Skurðlæknarnir draga venjulega sótthreins-
aða gúmmíhanzka á hendur sér, við meiri háttar
skurði, til þess að vera vissir um að bera ekki sótt-
kveikjur í sárin.
Það er því miður algengt, að bein brotni. Hlutverk
læknisins er að koma brotunum í heppilegar stell-
ingar. Þá grær það venjulega »af sjálfu sér«. En það
er margt, sem gerist inni fyrir. I'ar verður hlæð-
ing og mar. Liðabönd og vöðvar tætast sundur.
Stundum stingast pípurnar út um skinnið. Áður fyrr
voru slik brot oftast hanvæn, vegna blóðeitrunar.
Skáldið Jónas Hallgrímsson dó úr slílcu beinbroti, og
má lesa nákvæma skýrslu um það í sjúklingaskrám
hins gamla Friðriks-spítala. Til þess að beinbrotin
grói, myndast brjóskkent hold innan úr mergholinu
og utantil, frá beinhimnunni. Svo hleðst í það kalk
til styrkingar. Erfiðasta verk læknisins er að búa svo
um, að brotin haldist rétt saman. Þegar verst gegnir,
þarf að gera það með spenging. Röntgenmjmdir eru
ómissandi við þessar aðgerðir.
Það sést á þessum atriðum, sem drepið var á, að
likaminn er við því búinn að mæta óvæntum atvik-
um. Við sum slys verður ekki annað sagt, en sjúkl-
ingurinn eigi skjótri og' góðri læknishjálp líf að launa.
En venjulega er það hlutverk læknisins að búa svo í
haginn, að þau öfl, sem eiga heima i líkamanum, fái
notið sín sem bezt. Án þeirra kemur allt fyrir ekki.
í líkamanum er líka séð fram í tímann. Merkilegur
er t. d. sá undirbúningur, sem verður um meðgöngu-
timann. Brjóstin verða þá fyrirferðarmeiri, mjólkur-
kirtlarnir búa sig undir að gefa frá sér mjólk handa
nýfædda barninu. — Fyrir fæðinguna taka leggöngin
(70)