Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Page 79
i blóðinu. Safnist hún fjrrir, ertist öndunarmiðstöðin
í mænuhausnum, öndunin örvast og þar með losar
líkaminn sig við sýruna. Það má segja, að fyrirkomu-
lagið sé sjálfvirlct.
Manneskjan er ódauðleg. Manninum er stundum
likt við vél; en samlikingin nær skammt. Endingar-
beztu vélarnar eru úr hörðum málmi, en líkaminn
er gerður úr mjúku og viðkvæmu holdi. Vélin eyðist
og slitnar í notkuninni, en líffærunum er gefið að
geta sifellt endurnýjazt, þangað til ellin steðjar að.
Maðurinn er því fullkomnari en vélin. Hann tekur
líka fram öðrum skepnum, því að liann getur lifað í
öllu loftslagi, og hvar sem er á jörðunni. Og mót-
stæðurnar eru merkilegar, því þótt innvortis liffæri
séu að vissu leyti mjög fingerð og viðkvæm, þolist
ofreynsla, sultur og harðrétti af ýmsu tægi.
A siðari árum hefir barnkoma minnkað stóruin í
ýmsum menningarlöndum. Fólki þykir erfið afkoma
með mikinn barnahóp, enda lítið gert af hendi þjóð-
félagsins til þess að létta undir með ómagamönnum.
Barnkoman er takmörkuð með fóstureyðingum, eða
með þvi að koma í veg fyrir að sæðið — eftir sam-
för — nái að komast inn i legið, til frjóvgunar. Hins
vegar er barnlaust hjónaband stundum áhyggjuefni.
F*egar svo stendur á, er eftirsjón af hjónunum að
leita ekki læknishjálpar hjá góðum handlækni, sem
oft getur veitt konum ýmislega hjálp með aðgerð
sinni, t. d. með því að blása lofti í gegnum eggja-
göngin, til þess að greiða fyrir eggjum og sæði. En
taugaveildun eða kjarkleysi karlmannsins getur líka
gert að verkum að samræði mistekst, og sæðið miss-
ist. A síðari árum hefir læknum lika tekizt að sjá ráð
við þessu, með því að taka sæðið i sprautu, og koma
þvi inn i fæðingarveg konunnar.
Líkaminn deyr — af slysum, sjúkdómum eða elli,
— en lifir samt. Hver maður tekur i arf ofurlítið
hold frá eggi og sæði foreldranna. Pessar frumur
(75)