Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Page 80
margfaldast svo, og vaxa áfram. Pótt foreldrarnir líði
undir lok, lifir lioldið áfram í niðjum þeirra. Menn
lifa þótt þeir deyi.
Alþingiskosningar 1937.
Eftir Porstein Porsteinsson.
Vorið 1937 fóru fram almennar alþingiskosningar
um land allt. Er það í annað sinn eftir að stjórnar-
skrárbreytingin frá 1934 gekk í gildi.
Frambjóðendur.
Sex stjórnmálaflokkar höfðu frambjóðendur í kjöri,
einn þeirra (Pjóðernissinnar) þó aðeins i einu kjör-
dœmi. Flesta frambjóðendur hafði Framsóknarflokk-
urinn, 38 í 21 kjördæmi, þá Sjálfstæðisflokkurinn 37
í 23 kjördæmum, Alþýðuflokkurinn 36 i 22 kjördæm-
um, Kommúnistaflokkurinn 23 í 10 kjördæmum og
Bændaflokkurinn 12 í 12 kjördæmum. Var opinber
samvinna milli Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokks-
ins um framboð í flestum kjördæmum. I þrem af
tveggja manna kjördæmunum buðu þeir aðeins fram
einn af hvorum flokki og í 4 kjördæmum, þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn hafði engan frambjóðanda (í
Dala-, Stranda-, Vestur-Húnavatns- og Austur-Skafta-
fellssýslum) studdi hann Bændaflokksframbjóðanda.
Tala frambjóðenda alls var 149, en við næstu kosn-
ingar á undan var frambjóðendatalan 196. Lækkunin
á frambjóðendatölunni stafaði að nokkru af samvinnu
Sjálfstæðis- og Bændaflokksins, en að nokkru af þvi,
að Þjóðernissinnar höfðu enga frambjóðendur í Reykja-
vik að þessu sinni og að Alþýðu- og Kommúnista-
flokkurinn höfðu frambjóðendur i færri kjördæmum
nú heldur en næst á undan.
(76)