Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Page 86
hefði verið búsettir á íslandi síðustu 5 árin á undan
kosningunni. Loks var svo með stjórnarskrárbreyting-
unni frá 1934 sveitarstyrkþegum veittur kosningarrétt-
ur og aldurstakmark allra kjósenda lækkað niður i 21
ár. Fyrir kosningarrétti til landskjörs, sem var í gildi
1915—34, voru öll hin skilyrði sem til kjördæmakosn-
inga, nema að aldurstakmarkið var hærra, 35 ár.
Hve margir alþingiskjósendur voru fyrst eftir að
alþingi var sett á stofn, er mér ekki kunnugt. En
þeir hafa ekki verið margir. I Borgarfjarðarsýslu voru
þeir t. d. alls 67 eða rúml. 3°/o af íbúatölunni og i
Reykjavik voru þeir 24 eða 21/? °/0. í Reykjavík fækk-
aði þeim þó töluvert síðar og mun það hafa stafað
af því ákvæði alþingistilskipunarinnar, að til þess að
húseigendur gæti neytt kosningarréttar, mátti virðingar-
gerð hússins ekki vera eldri en tveggja ára, svo að
fyrir hverjar kosningar urðu menn að láta fara fram
nýjar virðingargerðir á húsunum á sinn kostnað, og
hefir þá mörgum lcjósandanum ekki þótt það borga
sig að halda kosningarréttinum við. Við næstfyrstu
alþingiskosningarnar i Reykjavík, 1852 (þegar ekki eru
taldar með kosningarnar til þjóðfundarins 1851, sem
fóru fram eftir öðrum reglum), þá voru ekki nema 8
kjósendur á kjörskránni þar, og þar af voru 2 (Bier-
ing kaupmaður og Ásmundur Jónsson dómkirkju-
prestur) felldir burt af skránni samkvæmt kæru áður
til kosningar kom. í úrskurðinum kvaðst kjörstjórnin
hafa viljað líta sem frjálslegast á málavexti, en þótti
þó öruggara, að þessir menn neytti ekki kosningar-
réttar í þetta sinn, þar sem kosningarréttur þeirra
hefði verið véfengdur.
Um kjósendatöluna í heild sinni liggja ekki fyrir
skýrslur frá eldri tímum en 1874. Eftirfarandi yfirlit
um kjósendatöluna við nokkrar alþingiskosningar,
sem síðan hafa farið fram, ber með sér, hve mikið
kjósendatalan hefur aukizt vegna rýmkunar kosning-
arréttarins 1903, 1915, 1920 og 1934.
(82)