Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Page 99
í Kaupmannaliöfn er stúdentabústaður, sem auð-
maður nokkur gaf endur fyrir löngu. í gjafabréfinu
er svo fyrir mælt, að allir háskólaborgarar geti kom-
ið til greina »nema lögfræðingar og aðrir fantar*
(Jurister og andre Skurke).
Fyrir 400 árum voru uppi á Spáni ráðagerðir um
það að grafa skurð gegnum Panamaeiðið. Filippus
II. sat þá að völdum, og var hann þessu hlynntur í
fyrstu. En erkibiskupinn i Madrid réði honum fast-
lega frá þvi að láta gera skurðinn, því að með því
móti væri skilið á milli Norður-Ameríku og Suður-
Ameríku, »og«, sagði biskupinn, »það sem guð hefir
sameinað, mega mennirnir ekki sundur skilja.« —
Petta dugði.
Konan (á heimleið úr boði): »Veiztu, hvað þú gerðir?«
Maðurinn: »Ónei, en ég skal fúslega viðurkenna, að
það var rangt. Hvað var það annars?«
Tveir drykkjubræður liittust að morgni eftir glaða
kvöldstund og voru timbraðir. »Hvernig fórstu að
finna sjálfan þig ímorgun?« spurði annar. »Pað gekk
prýðilega,« svaraði hinn. »Eg gáði bara undir borðið,
og þar lá ég.«
Kennari hitti tvær telpur á götunni. »Eruð þið
systur?« spurði hann.
»Já.«
»Pá eruð þið tvíburar.«
»Nei.«
»Hver ykkar er þá eldri?«
»Við erum alveg jafngamlar.«
»Pá eruð þið líka tvíburar.«
»Nei.«
»Nú?«
»Við erum bara það, sem eftir er af þriburum.«
(95)