Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1987, Side 66

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1987, Side 66
REIKISTJÖRNURNAR 1987 Teikningin á næstu síðu sýnir hvenær björtustu reikistjörnurnar eru í hásuðri að sönnum sóltíma árið 1987. Sólin er alltaf í hásuðri kl. 12 að sönnum sóltíma, hvar sem er á landinu, og ferill hennar fylgir því jaðri myndarinnar (hægri eða vinstri jaðrinum, sem eru í rauninni sama línan). Myndin gefur til kynna fjarlægðir milli sólar og reikistjarna á himinhvolfinu á vikufresti og hvort reikistjörnurnar eru á morgun- himni (vinstra megin á myndinni, til hægri við sól), eða á kvöldhimni (hægra megin á myndinni, til vinstri við sól). Á myndina hafa verið dregnar línur til að gefa vísbendingu um, hvenær auðveldast sé að sjá reikistjörnurnar. Er það á þeim tveimur svæðum, sem línurnar af- marka, og merkt eru „dimmt“ á myndinni. Á svæðinu, sem merkt er „bjart“, eru reikistjörnurnar annaðhvort mjög nærri sól (innan við 45 mínútur í stjörnulengd) eða koma ekki upp í Reykjavík meðan dimmt er. Ef við viljum t.d. vita, hvaða reikistjörnur verði sýnilegar í aprílmánuði, lítum við á þann reit, sem liggur þvert yfir kortið og afmarkast af stöfunum APR til hægri og vinstri. Þá sjáum við strax, að Mars er langt til hægri, á kvöldhimni, ekki fjarri jaðrinum (sól), en þó á dimmum himni. Lengra til vinstri, á morgunhimni, er Satúrnus. Enn lengra til vinstri (austar) eru Venus, Júpíter og Merkúríus, en þær stjörnur eru allar á svæðinu, sem merkt er „bjart“ og sjást því ekki. Við vinstri jaðar myndarinnar erum við aftur komin að sól. Á eftir hverjum mánuði í dagatalinu (á bls. 7, 11 o.s.frv.) eru töflur sem eiga að gera mönnum auðveldara að þekkja björtustu reikistjörn- urnar. Skýringar við töflur þessar er að finna á bls. 3. í töflunum er hæð yfir sjóndeildarhring tilgreind í gráðum, sem reiknast frá 0 við sjónbaug upp í 90 í hvirfilpunkti. Ef reglustiku er haldið lóðrétt í útréttri hendi, svarar hver sentimetri nokkurn veginn til einnar gráðu. Pví er unnt að gera grófa hæðarmælingu með því að láta núllpunkt kvarðans nema við láréttan sjóndeildarhring og lesa síðan sentimetra- fjöldann upp á við. Þótt fyrrnefndar töflur miðist við Reykjavík, má yfirleitt nota þær annars staðar á landinu án mikillar skekkju. Tölurnar sem sýna hvenær reikistjörnurnar eru í hásuðri, verður þó að leiðrétta um 4 mínútur fyrir hverja gráðu sem munar á lengd staðarins og lengd Reykjavíkur (bæta við, ef staðurinn er vestar en Reykjavík, en draga frá, ef hann er austar). Til frekari glöggvunar fer hér á eftir mánaðarlegt yfirlit um stöðu þessara björtustu reikistjarna eins og þær munu sjást frá fslandi á árinu 1987. Stjörnurnar eru (talið frá sól): Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Á eftir þessu yfirliti er svo fjallað sérstaklega um hinar daufari reikistjörnur, sem eru lengra frá sól: Úranus, Neptúnus og Plútó. (64)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.