Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 25
Jólagjöfin
23
„Þú átt að vera miskunnsamur, í staS þess aö hugsa aÖ eins
um þinn eigin hag,“ svaraöi hún. „Þú átt aö venja þig á aö
fyrirgefa öörum, í staö þess aö dæma þá. Þú átt aö sýna þeim
ástúö og nærgætni, er þú áöur vildir aö eins sýna harðúö
og óbilgirni."---------
Jakob Mörck haföi blundað í stólnum. Hvaö haföi gerst?
Þaö fór undarlegur þytur um stofuna, er hann var aö vakna.
Og tunglskinsrákir og skýjaskuggar virtust þjóta í ýmsar
áttir og hverfa út um rifur og smugur. Hvaö haföi gerst í
raun og veru vissi hann ekki. En eitt var víst. Hann haföi
fengið óstjórnlega löngun til aö halda þessi jól heilög. Og
þaö voru liöin mörg ár, síöan hann varö var viö slikan
jólahug.
Hann stakk bréfinu á sig í snatri og fór í yfirhöfn sína.
Þaö var ekki enn þá búiö aö loka búöum, — til allrar ham-
ingju. Mörck keypti mikinn jólavarning, — aldrei eins mik-
inn á æfi sinni. Hann kej'pti jólagjafir, sem hann ætlaöi aö
gefa fullorðnum og svo börnum og barnabörnum. Seinast var
hann búinn aö kaupa svo mikið, að hann sá að sér mundi ekki
vera vinnandi vegur aö rogast meö ]jaö heim til Klemmensens.
Varö hann því aö fá sér lánaða bifreið.
Jakob Mörck haföi ekki veitt því neina eftirtekt, að bæði
bjartar verur og dökkar, höföu fylgt honum hvert sem hann
fór. En þegar hann haföi borgað bifreiöarstjóranum og kjag-
aði upp þrepin hjá Klemmensen með böglahrúguna í fang-
inu, námu svipirnir staðar við hliðiö.
„Þarna bárum viö sigur úr býtum,“ sögöu ljósenglarnir.
„Ætli við klófestum hann ekki aftur?“ svöruöu sundur-
tættu sálirnar.
„Nei,“ svöruöu englarnir. „Mvrkriö nær þeim aldrei aftur,
er náö guös hefir bjargað.“
Þaö fór illur kurr um sveit myrkursálnanna. Var hann að
heyra sem þá er krakkar í seiökatli. Svo hurfu myrkurvof-
urnar undir rennuborö alt í einu og sáust ekki framar.
En ljósálfarnir liðu upp eins og sólglitaö ský, og alla leið
upp aö hásæti guðs. Þeir tjáöu honum þau gleðitíðindi, aö
þeim hefði auðnast að bjarga einni sál á jarðríki, — Keföu
leitt hana til ljóss úr myrkri.
Sig. Kr. Pétursson. þýddi.