Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 26
>(E> CE<
JÓLAKVÖLD Á GARÐAR
L
ENDURMINNING
FRÁ AMERÍKU.
EFTIR DOCENT
MAGNÚS JÓNSSON
©
Þaö er heiSskírt vetrarkvöld og fult tungl. Logn og friSur.
SnjóbreiSan endalaus á sléttunni glitrar blá-bleik í tungls-
ljósinu.
ÞaS er jólakvöld, aSfangadagskvöld, alveg eins og þaS á
aS vera — nieS snjó og tunglsljósi.
Klukknahljómurinn glymur frá kirkjunni út um landiS og
IjoSar jólafriSinn. Gluggarnir á kirkjunni eru bjartir af ljós-
unum innifyrir. Þeir tala líka um jólin, kalla alla til sín, inn
i ljósiS og ylinn.
Og fólkiS streymir aS úr öllum áttum. Kirkjan liggur á
krossgötum. Frá austri og vestri, norSri og suSri liggja vegir
aS kirkjunni, og eftir öllum þessum vegum kemur fólk.
Flestir koma akandi í sleSum meS tveim hestum fyrir, stór-
um og fallegum hestum, sem frisa svo aS reykjarstrókurinn
stendur upp af þeim i frostinu og grá hélan þekur háls og
bóga. Þeir brokka hart, og sleSabjöllurnar dynja í öllum upp-
hugsanlegum tóntegundum, og þessi dynur fer svo vel viS
marriS þegar skaflarnir brySja hjarniS á veginum.
Á sleSunum situr fólkiS. ÞaS er ekki mannsmynd á neinum
fyrir fötunum. ÞaS eru kafloSnir strókar, misjafnlega stórir
og misjafnlega margir í hverjum sleSa. En sé komiS nær þess-
um strókum korna vingjarnleg andlit úr úr loSna hamnum,
andlit kunningja og nágranna, sem ætla líka til kirkju. Allir
stefna þangaS.
ViS eigum heima nálægt kirkjunni og göngum þangaS.
Snjórinn marrar undir fótunum. Klukknahljómurinn, ljósin,
sleSabjöllurnar, fójksfjöldinn, tunglsljósiS og snjórinn — alt