Jólagjöfin - 24.12.1922, Page 27
J úlagjöfin.
2.3
benti á jólin, blessaö jólakvöldiö, þegar allir ættu helst að
vera glaöir.
Kirkjan er auðvitað full eins og ávalt á jólunum, og kveld-
söngurinn fer fram meö venjulegum hætti.
En nú kemur þaö sem eg eiginlega ætlaöi aö segja frá, og
þaö, sem hefir gert mér jólin á Garðar svo minnisstæð.
Þaö var sérkennilegt og óþekt fyrir mér hér heima, áður
en eg fór vestur.
Kirkjan var auðvitaö prýdd fjölda ljósa eins og siður er
hér heima, á jólunum, en í kórdvrum stóö auk þess stóreflis
jólatré, skreytt fagurlega. Kertin stóöu á greinunum og biöu
þess aö kveikt væri á þeim, en í kringum rætur trésins var
feikna stór haugur af allskonar pinklum, stórum og smáum
og alla vega í laginu og alla vega á litinn.
— Jólagjafirnar! —
1 lok guösþjónustunnar gengu menn aö trénu og kveiktu
hljóðlega, og þegar henni var lokiö stóö jólatréð, tákn jóla-
barnsins, í allri ljósadýrÖinni, glitrandi og vermandi í kór-
dyrunum, og á greinum ])ess og kringum þaö var þaö, sem
útbýtast átti til allra og gera alla glaða, gjafir og vináttu-
merki.
Enginn hreyföi sig til að fara, þó aö seinustu tónar sálms-
ins væru þagnaðir. Guðsþjónustunni var ekki lokið.
Nú var eftirvænting í svip og augnaráði unga fólksins í
kirkjunni, barnanna, og hver getur ekki orðið eins og barn,
þegar búiö er aö tendra jólatréð?
Og nú var fariö aö útbýta gjöfunum. Ávextir og annað
góðgæti var tekið af trénu og borið um og nú komu pinkl-
arnir. Jólatréð var alt í einu oröiö miðdepill þessarar Islend-
ingabygðar. Þangað höfðu allar leiðir legið með gjafirnar, og
nú lágu leiðirnar frá því aftur til allra. Jólatréð sýndist eng-
um gleyma. Þeir sem ekki komust til kirkjunnar fengu líka
sína kveðju frá jólatrénu. Það. var einskonar ríkur og örlátur
konungur á þessari kvöldstund, sem allir mændu vonaraugum
til, og engum brást.
Smám saman lækkaði hrúgan umhverfis tréð og greinarn-
ar urðu berari. Kertin fóru að brenna upp eitt eftir annað.
Konungurinn tæmdi eigur sinar og gæöi til þegnanna, þar til