Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 28
2Ó
Jólagjöfin
h'arin stóö einri og fátækur eftir. Jólatréö var fagurt tákn
hans, sem postulinn segir um:
„Þér þekkið náð drottins vors Jesú Krists, aö hann, þótt
ríkur væri, gjöröist yðar vegna fátækur, til þess að þér
auðguðust af fátækt hans.“
Og auðurinn frá jólatrénu var ekki fólginn í gjöfunum ein-
um, sem nú voru dreifðar orðnar út um alla kirkjuna, heldur
enn þá meira í þvi andrúmslofti, seni nú breiddist út um alt,
gleði og vináttu og jólablæ sem yfir öllu ríkti.
Eg get sagt ykkur það, að þetta var með fallegustu at-
höfnum, sem eg hefi séð, þó að hún væri ekki í sérlega skraut-
legurn umbúöum. Einkum þegar litið er á allar aðstæður.
Hér var þessi litli hópur, af sameiginlegu islensku bergi
brotinn, ofurlitiö sker í hinum mikla hafsjó annarra þjóðerna.
Jólin eru ekki í miklum metum víðast í Ameríku. Það er
varla að menn viti af þeim einu sinni. Búðir eru opnar, og
flest gengur sinn vana gang. Þetta er nú lendska þar, og
íslendingar geta ekki við það ráðið. En hvað sem hver segir
ganga íslendingar frá störfum sinum þegar „helgin“ byrjar
á aðfangadaginn, og halda til kirkjunnar sinnar. Og þar verða
þeir svo einu sinni eins og ein fjölskylda, á einu heimili, —
á heimili jólatrésins, sem þeir hafa allir hjálpast að, að prýða
og auöga. Þeir bera þangað gjafir sínar og sækja þangað
gjafir sínar. Leggja gjafir sínar fyrir fætur jólabarnsins og
þiggja þær af hendi ]>ess. Það er nokkurskonar jóla sakra-
menti, sem neytt er með fögnuði, í einfaldleik hjartans, eins
og sagt er um sakramentis hald fyrsta kristna safnaðarins.
Það er sannarleg guðs])jónusta, og sá er of kaldur, sem ekki
getur þiðnað um hjartaræturnar og orðið hlýtt í kirkjunni á
Garðar á jólakvöldið.