Jólagjöfin - 24.12.1922, Page 29
Fra Ljósalfalandi.
Æfivtýri eftir Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli.
c
Langt — langt norður i reginhafi liggur land ljósálfanna.
ViS strendurnar leika öldur úthafsins.
Stundum hníga þær hægt og rótt aö ströndunum eins og
blíölynd unnusta aS hjarta elskhuga síns, en stundum geysa
þær aS ströndunum meS ofsahraSa og hamtryltum afltökum
höfuSskepnanna eins og óvígur her grimmra fjandmanna.
Yfir land ljósálfanna líSur sunnanblærinn, mildur og hljóS-
ur og hvíslar ásthlýjum oröum aö hverjum nýgræSingi, frá
öræfum til ystu stranda. Melablómin og dalajurtir
hneigja höfuö sín i hvert sinn, sem hann strýkur sólhýrri
mund sinni um vanga þeirra. En yfir landinu hvelfist himin-
inn hreinn og bládjúpur. Og sólin skín dag og nótt — og
nótt og dag nokkurn tíma úr árinu, og sendir geisla sína yfir
hauöur og höf; yfir jöklana iskalda og mjallhvita, yfir sand-
ana og hraunin, fjallaauönirnar og lyngmóana, yfir fellin og
fjöllin, hálsana og hæSirnar, blágresisbrekkurnar og birki-
skógana, yfir vötnin og vellina, viöivaxna hólmana og bylgj-
andi stargresisengin. Yfir alt breiöir sólin bjarta og hlýja
geislablæju sina.
Þá er gleöitími ljósálfanna. Þá leika þeir sér á miltí starfs-
tímanna og ganga aö hverju verki meö sólbros í augum. Lífs-
gleöin eykst í sálum þeirra eftir þvi sem sólin hækkar á lofti,
og skín lengur og heitara.
Þeir eru börn sólarinnar.