Jólagjöfin - 24.12.1922, Side 54

Jólagjöfin - 24.12.1922, Side 54
qá Jólagjöfin þorði að kyssa hann á ennið, segja honum sögur og leiða hann um akrana og á bak við húsið, upp á vínviðarhæðirnar. Hann hafði strax eftir slysið vanrækt námið í smiðjunni, því að hann mátti ómögulega yfirgefa bróður sinn, og seinna gat hann ekki fengið sig til að byrja á iðn sinni aftur, þótt faðir hans hvetti hann til þess. Einn dag varð Carlo þess áskynja, að Geronimo var alveg hættur að minnast á raunir sínar, og honum varð brátt ljóst, hvers vegna það var. Blindi drengurinn var kominn að raun um, að hann mundi aldrei framar fá að sjá himininn, fjöllin, götuna, mennina og ljósið. Carlo leið nú enn ver en áður, jafn- vel þó hann reyndi að sannfæra sjálfan sig um, að hann hefði ósjálfrátt orðið orsök að slysinu. Oft, snemma á morgn- ana, er hann virti bróður sinn fyrir sér, er lá sofandi við hlið hans í rúminu, greip hann svo sár ótti við að sjá hann vakna, að hann þaut niður í garðinn til að sleppa frá að sjá dauðu augun leita enn þá einu sinni Ijóssins, er þau voru svift æfilangt. í það mund datt Carlo í hug, að láta Geronimo nema söng; hann hafði viðfeldna rödd. Skólakennarinn frá Tola, er kom þangað oft um helgar, kendi Geronimo að leika á gítar. Blinda drenginn hefir þá áreiðanlega ekki órað fyrir því, að þessi nýlærða list mundi síðar veita honum lífsviðurværi. Eftir þennan sorglega sumardag virtist ógæfan hafa setst að fyrir fult og alt á heimili Lagardis gamla. Uppskeran brást ár eftir ár. Nokkrir ættingjar hans gintu frá honum dálitla fjárhæð, er hann hafði sparað. Og þegar hann úti á akri einn andkaldan ágústdag hneig niður dauður af hjarta- slagi, lét hann ekki annað eftir sig en skuldir. Litla húsið var selt, og bræðurnir stóðu uppi án skýlis og fóru burt úr bænum öreigar. í það mund var Carlo rétt tvitugur, og Geronimo fimtán vetra. Þá liófu þeir þetta betli- og förumannslif, er þeir lifðu þann dag í dag. Upphaflega var það fyrirætlun Carlos, að leita sér atvinnu, er gæti strax veitt þeim viðurværi, en það tókst ekki. Geronimo eirði heldur ekki stundu lengur á sama stað; hann kunni hvergi við sig, nemá á þjóðveginum. í tuttugu ár höfðu þeir nú reikað um þjóðvegina og fjalla- skörðin á Norður-ltaliu og Suöur-Tyrol, jafnan þar sem ferða- mannastraumurinn var mestur. Jafnvel þótt Caido, eftir öll þessi ár, fyndi nú ekki framar til sárra þjáninga, eins og áður, er sólin skein og fegurð nátt- úrunnar brosti við lionum, þá bar hann þó jafnan i brjósti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jólagjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.