Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 74
7 2
Jólagjöfin
— Og jafnvel þó ókunni maðurinn hef'öi ekki sagt mér þaö,
heföi eg þó vitað þaö.
— Nú, já, endurtók Carlo ráöþrota. En þú skilur víst, hvers
vegna eg gagnvart hinum þar efra — eg var hræddur viö, aö
hann færi alt í einu-----Og heyrðu, Geronimo, það er víst
kominn tími til, hugsaöi eg, að þú kaupir þér nýjan fatnaö
og skyrtu og skó lika, finst mér; þess vegna hefi eg ....
Blindi maðurinn hristi höfuðið. Hví þá það ? Og hann strauk
hendinni niður klæði sín: Nógu góð, nógu hlý; nú höldurn
við suður í hitann.
Geronimo virtist alls ekki fagna, hann bað heldur ekki fyr-
irgefningar; Carlo skildi ekkert í því og ávarpaði hann aftur:
— Geronimo, finst þér ekki það hafa verið rétt af mér?
Hvers vegna gleðst þú ekki? Nú höfum við hann þó, er það
ekki? Nú eigum við hann óskertan. Ef eg hefði sagt þér
það þar efra, hver veit .... Ó, það er gott, að eg sagði þér
það ekki, það er áreiðanlegt.
Þá æpti Geronimo:
— Hættu að ljúga, Carlo, eg hefi fengið nóg af því!
Carlo staðnæmdist og slepti handlegg bróður síns:
— Eg lýg ekki.
— Eg veit vel, að þú lýgur! .... Altaf lýgurðu .... Hundr-
að sinnum hefurðu logið .... Þú ætlaðir einnig að draga þér
þetta; en þú varöst hræddur, það er sannleikurinn, þú varðst
hræddur.
Carlo laut höfði, en svaraði engu. Hann tók aftur undir
handlegg blinda mannsins, og þeir héldu áfram göngunni.
Það angraði hann, að Geronimo talaði þannig, og þó var hanu
raunar alveg hissa á því, að það skyldi ekki fá enn þá meira
á sig.
Þokan dreifði úr sér. Eftir langa þögn sagði Geronimo:
Það er heitt. Hann sagði þetta blátt áfram, alveg eins og hann
hafði sagt þetta hundrað sinnum áður, og Carlo skildi jafn-
framt, að engin umskifti höfðu orðið í huga Geronimos. í
augum hans hafði hann aldrei verið annað en þjófur.
— Ertu strax oröinn svangur? spurði Carlo.
Geronimo kinkaði kolli. Hann tók brauðsneið með osti upp
úr jakkavasanum og át. Svo héldu þeir áfram.
Pósturinn frá Bormio mætti þeim. Ökusveinninn kallaði til
þeirra: Þið hér? Þeir mættu fleiri vögnum, er óku upp eftir.
— Angan frá dalnum, sagði Geronimo í sömu andrá, og
þeir fóru skarpan sneiðing — og Veltlin lá fyrir fótum þeirra.
Vissulega hafa engin umskifti orðið, hugsaði Carlo .... Nú
hefi eg lika gerst þjófur hans vegna — og það hefir einnig