Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 77
Jólagjdfiit.
75
— Hvers vegna segir þú ekki neitt? sagöi Geronimo.
— Jú, eg tala .... Fyrirgefiö, hr. lögregluriddari, hvernig
getur þaö átt sér stað .... Hvað eigum við þá .... eöa öllu
heldur, hvað á eg .... sannarlega, eg veit ekki ....
— Þaö er nú einu sinni þannig. Það getur einnig vel verið,
að þú sért saklaus. Að minsta kosti höfum við fengið sím-
skeyti, — skipun um að stöðva ykkur, af því að þið eruð
grunaðir, fastlega grunaðir, um að hafa stolið peningum frá
mönnum þar efra. Nú, það getur auðvitað vel verið, að þið
séuð saklausir. En nú af stað!
— Hvers vegna segir þú ekki neitt, Carlo ? spurði Geronimo.
— Eg tala, já, eg tala ....
— Nú, nú, af stað! Hvaða vit er í því, að standa kyr hér
á veginum. Sólin steikir. Eftir eina klukkustund erum við
komnir áleiðis. Áfram!
Carlo tók aftur undir handlegg Geronimo’s; svo gengu þeir
hægt áleiðis. Lögregluriddarinn gekk á eftir þeim.
— Hvers vegna segir þú ekki neitt, Carlo? spurði Geroni-
mo aftur.
— En hvað viltu að eg segi, Geronimo? Alt mun verða
uppvíst —, eg, sem veit ekki sjálfur ....
Og honum flaug i hug: A eg að skýra honum frá því, áður
en við verðum kallaðir fyrir réttinn? .... Það er ef til vill
ekki rétt .... nú, hvað gerir það. Fyrir réttinum vil eg að
minsta kosti segja sannleikann. Hr. dómari, ætla eg að segja,
þetta er ekki þjófnaður í venjulegum skilningi. Þaö var nefni-
lega þannig .... Svo barðist hann við af finna orð, sem gætu
skýrt málið nákvæmlega og fært málsbætur. í gær kom mað-
ur nokkur akandi yfir skarðið .... hann getur hafa verið
vitskertur — eða ef til vill hefir honum að eins yfirsést ....
Og þessi maður .... En þetta er ógnar-vitleysa! Hver myndi
trúa þessu? Honum mundi alls ekki verða lofað að tala svo
lengi. Enginn getur trúað þessarri heimskulegu sögu ....
Geronimo gat ekki trúað henni, hvað þá aðrir ........— Og
hann gaf Geronimo hornauga. Höfuð blinda mannsins hreyfð-
ist fram og aftur á göngunni, það var orðið að vana; en and-
lit hans var svipbrigðalaust, og blindu augun störðu út í bláinn.
— Og Carlo vissi alt í einu, hvað Geronimo hugsaði ....
Þannig er þvi þá farið, hugsaði Geronimo vafalaust. Carlo
stelur, — ekki að eins frá mér, frá öðrum stelur hann einnig
.... Nú, hann á gott með það; hann hefir augu, sem sjá, og
hann notar þau .... Já, þannig hugsar Geronimo áreiðanlega
.... Og það getur ekki einu sinni sýknað mig, að engir pening-
ar finnast á mér, — hvorki gagnvart réttinum né Geronimo