Jólagjöfin - 24.12.1922, Side 78
Jólagjöfin.
7'6
Þeir munu varpa mér í varöhald og honum, — já, honum
engu síður, ]dví hann hefir gullpeninginn. — Og hann gat
ekki hugsaö meira um þetta. Hann var alveg utan viö sig.
Honum farjst hann ekki geta skiliö framar í þessu, hiS allra
minsta. ÞaS eitt var honum ljóst, — aS hann skyldi gjarnan
láta halda sér í varöhaldi eitt ár .... eöa tíu ár, ef aö eins
Geronimo vissi, aS þaS var hans vegna, aS hann hafSi gerst
þjófur.
Og alt í einu staSnæmdist Geronimo, svo Carlo varS einnig
aö nema staöar.
— Nú, hvaS er aS ? spurSi lögregluriddarinn gramur. Áfram!
Áfram! Hann horföi forviöa á blinda manninn, er lét gítar-
inn falla úr hendi sér niöur á veginn, svo hóf hann armana
og fálmaöi eftir andliti bróöur síns. Og án þess Carlo væri
ljóst, hvaS var aö gerast, nálgaSist hann meö vörunum munn
bróöur síns og kysti hann.
Eruö þiS orönir vitlausir? spurSi lögregluriddarinn. Áfram!
Áfram! Mig langar ekki til aö láta steikja mig.
Geronimo tók gítarinn upp aftur, en sagöi ekki neitt. Carlo
dró djúpt andann og tók aftur undir handlegg blinda manns-
ins. Gat þaS átt sér staö? BróSir hans var honum ekki framar
reiöur? Hann skildi aS lokum —? Og hann leit á hann efa-
blandinn.
Áfram, æpti lögregluriddarinn. Svona þá----------Og hann
laust Carlo í síöuna.
Og Carlo hélt aftur af staö og greip um handlegg bróö-
ur síns fast og innilega. Hann gekk miklu hraSara en áöur,
af því hann sá á vörum Geronimo’s hlýtt og ánægjuríkt bros,
sem hann haföi ekki séS þar síSan á bernskuárunum. Og
Carlo brosti einnig, af því aS honum fanst, aS ekkert ilt gæti
framar komiS fyrir sig, — hvorki fyrir réttinum né annars-
staSar í heiminum. — Hann hafSi fundiö bróöur sinn aftur.
.... Nei, hann hafSi fundiö hann í fyrsta skifti.