Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 99
lóiagiöfin
97
í Svartaskóla,
Flestir menn, sem komnir ern til vits og ára, hafa einhvern tima
heyrt Svartaskóla nefndan. En þeir mnnu færri, er kunna listir þæv
allar, er kendar voru i þessari fornu og frægu mentastofnun. Þeir menn,
er voru ,,útlærðir‘' í Svartaskóla, þóttu vita jafnlangt nefi sínu, enda
gátu þeir gert margt það, er öðrum þótti ógerningur. Þessu til sönn •
unar mætti benda á sögur þær, er sagðar liafa verið um Sæmund prest
hinn fróða. Sæmundi presti varð sjaldan eða aldrei ráðafátt, þótt hann
ætti oft við ramman reip að draga, þar sem Kölski var. Sagan segir að
Kölski hafi jafnan farið halloka fyrir kunnáttu prests þessa og snar-
ræði; enda var Sæmundur útlærður úr Svartaskóla.
Allir þeir, er komu. til Svartaskóla í því skyni að læra þar töfra-
brögð eða listir, voru Iátnir ganga undir eins konar „inntökupróf".
Þeir, sem stóðust ekki prófið, voru auðvitað gerðir afturreka. Kenn-
aranum þótti ekki ómaksins vert, að reyna að kenna þeim nokkuð í
töfrafræði, er gátu ekki ráðið fram úr mjnni háttar vanda af eigin
hyggjuviti.
Við inntökurprófið voru lagðar nokkrar þrautir fyrir menn. Skal
hjer skýrt frá þeim fyrstu og auðveldustu.
í völundarhúsi.
Fyrst .skýrði kennarinn prófsveinum frá því,. að til væri völunda' -
hús eitt við skólann. Kvað hann þá verða að fara um það, áður en þeir
kæmu inn í aðalskólahúsið. Sýndi hann þeim uppdrátt af göngum þess.
Og var uppdráttur sá, eins og
myndin sem hér er sýnd. Kvað
liann þá mega virða fyrir sér
myndina stundarkorn (þ. e. mín-
útu). Sagði hann þeim, að þeir
ættu að ganga einu sinni eftir
öllum göngunum. Sandi var stráð
í göngin, svo að þeir sáu hvar
þeir höfðu gengið. En þeir máttn
hvorki stíga yfir þau göng, sem
þeir höfðu einu sinni farið um, né.
fara tvsisvar um sömu göng. Þó
áttu þeir að koma aftur á sama
stað, serrt þeir lögðu af stað frá.
er þeir höfðu verið leiddir inn i
völundarhús um leynidyr, er voru
á einum veggnum.
Sumir þeirra komust alla leið:
og þurftu aldrei að fara yfir sína
eigin slóð. Aðrir viltust og urðu
því gerðir afturreka. —
Lesendur Jólagjafarinnar geta
teiknað þessa þrjá hringi fyrir
7.