Jólagjöfin - 24.12.1922, Side 115
Jólagj'ófin.
;♦♦
♦ ♦
♦ *
♦ *
♦ *
* *
+ +
+
+ +
verða að vera samlita, t. d. lauf á lauf, hjarta á lijarta o. s. frv
Til dæmis má á hjarta níuna leggja áttuna; í bilitS á milli raðanna
á að láta ásana, en á þá má að eins leggja hækkandi spil, tvist, þrist,
fjarka o. s. frv.
B. á að byrja, (sjá myndina), hann færir fyrst hjarta-ásinn á milli
raðanna, færir laufatvistinn á laufaþristinn, hjartaáttuna á hjarta-
niuna og tiguldrotninguna á
tigulkonunginn, og er hann þá
búinn að flytja öll þau spil, sem
á borðinu eru, eins og hægt
er, en efsta spilið sem er á
hjálparspilum B. er hjarta 7.
Það lætur hann á hjartaátt-
una, og snýr því næst næsta
spili við, það er laufa 5. B.
fyllir nú í skörðin með spil-
um af hjálparspilunum, laufa
5 lætur hann þar sem hjarta-
áttan var, spaðakonung, hjarta-
tíu og spaðafjarka. Þessi spil
eiga ekki við nein af þeim spil-
um, sem á borðinu eru. Næsta
spil í hjálparspilunum er laufa-
tia, og þar sem hún ekki held-
ur á við nein af þeim spilum
sem á borðinu eru, og ekki er
hægt að láta hana neinstað-
ar, verður B. að byrja á aðal-
spilum sinum; efsta spilið þar
er tígulgosinn, sem hann læt-
ur á tíguldrotninguna, næsta
spil er tígulsex, og þar sem
ekki er hægt að koma því frá
sér, kemur nú til kasta A. —
Þegar A. byrjar líta spilarað-
irnar út eins og sjá má á þess-
ari mynd.
A. leggur fy'rst hjartatvist-
inn á hjartaásinn, næsta spil í
hjálparspilunum er laufaás, sem
hann lætur á milli raðanna; nú
er liægt fyrir hann að láta
bæði laufatvistinn og þristinn á
ásinn, og myndast þá eitt autt
sæti í annari röðinni. Þegar
autt sæti myndast er það skylda spilarans að færa
spilin til, á milli raðanna annars vegar og ásanna hins
vegar, eins og best er fyrir hann. Þess vegna færir
A hjarta 7 í hið auða sæti og hjarta 8 á 7, getur hann
þá fært hjarta 9 á 10, og 8 og 7 á 9, — með þessu
hefir A. fengið 2 auð sæti í stað þess eina, er hann hafði, og getur
hann 'því komið tveim spilum af hjálparspilunum frá sér. A. lætur nú
tvö næstu spil af hjálparspilunum í hin auðu sæti, og næstu 2 spil eru
tígultvistur og iaufasex. Laufasex er hægt að láta á laufafimm, svo hann
hefir enn þá annað sætjð autt. Næsta spil er tigulás, og lætur hann