Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 117
Jólagjöfin.
H5
það, eins og hina ásana, á milli raðanna, og færir hann svo tigultvistinn
á ásinn, svo að hann hefir enn þá 2 auðum sætum á að skipa. Næstu
2 spil eru spaðatía og lijarta 5, og skipar hann hin auðu
sæti með þeim. Næsta spil er tigul 7, og þar sem það á ekki
við nein af þeim spilum, sem á líorðinu eru, byrjar A. á
aðalspilunum; efsta spilið þar er tígul 8, og lætur hann
hana á tígul 9, og þá getur hann komið tigul 7 út (á 8),
næsta spil í hjálparspilunum er spaða 8, og þar sem hvergi
er hægt að koma því fyrir, tek-
ur hann efsta spilið af aðalspil-
unum; það er tígul 4, og þar
sem ekki heldur er hægt að
koma þessu spili neinsfaðar fyr-
ir, á B. að taka við. Raðirnar
eru þá eins og sjá má á þess-
ari mynd.
Með þessum hætti er haldið
áfram, þar til annarhvor hefir
komið öllum spilunum frá sér.
Þegar hjálparspilin eru húin,
skal fylla í skörðin með spil-
um af aðalspilunum, og má
maður, þegar búið er að fletta
öllum spilunum, byrja á þessu
upp aftur og aftur.
Þetta eru aðalspilareglurnar,
En spilið heitir brelluspil af því
að manni er leyfilegt að. taka
samlit spil, hækkandi eða lækk-
andi, bæði af borðinu og sínum
spilum og leggja á hjálparspi!
mótspilarans. — Gleymi spiland-
inn að færa til það sem honum
er fært á borðinu áður en hann
flettir af aðalstokknum, ber mót-
spilarinn í borð-
ið og verður
hinn þá að
hætta. Og _er
það hagurmót-
spilarans að fá þannig tækifæri
til að koma að sínum spilum.