Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Side 22
22 LAUGARDAGUR 23. APRlL 2005 Helgarblað UV ~T var sendur á spítala en flúði þaðan kvöldið fyrir aðgerðina, „með nálina í hendinni", eins og móðir hans orð- ar það. „Hann hélt hann gæti ennþá gert upp skuldina," segir móðirin sem kom að syni sínum illa förnum á heimilinu. Kailaði á lögregluna og fékk vernd fyrir hana og soninn um nóttina. Morguninn eftir fór hann í skurðaðgerð og var síðan sendur úr bænum á viðeigandi meðferðar- heimili. inni þar sem ofbeldisverk eru nánast daglegt brauð. Óttast ekkert Á meðan þetta fór fram voru Þor- steinn Hafberg og Daníel Christen- sen í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þorsteinn, sem átti frumkvæðið að ofbeldisverkinu, játaði snemma. Hann sagði blaðamanni DV sem hitti þá félaga á miðvikudaginn að hann hefði ekkert að óttast. Davíð Ingi myndi hvort sem er ekki greina rétt frá fyrir rétti. Kannski hefur Þorsteinn rétt fyrir sér því Davíð vildi í upphafi ekki greina lögreglunni frá því hvað hefði gerst. Skáldaði upp sögu sem móðir hans segir hafa verið afar ótrúlega. Hann hafi einfaldlega verið hræddur og ekki viljað segja sannleikann. Erfið ævi Drengurinn hennar, Davíð Ingi, hefúr átt erfiða ævi. Ánetjaðist fíkni- efnum ungur og hefur margsinnis þurft að leita sér hjálpar. Móðir hans segir atburð helgarinnar ógnvæn- legan en þó hafi hana grunað að svona gæti farið. Harkan í fikniefna- heiminum sé svo mikil. „Það er sorglegt að hafa grunað að svona gæti gerst. Ég vil bara hvetja foreldra á Akureyri til að fylgj- ast með börnunum sínum," segir móðirin sem telur samstöðu for- eldra mikilvæga ef nást eigi árangur í þessari baráttu. „Það þýðir ekki að þagga þetta niður. Dópið er stórt vtmdamál hér á Akureyri sem verður að glíma við." Leit að hjálp Eitt af því sem móðir Davíðs Inga segir að hafi hjálpað sér eru svokall- aðar vinalínur eða hjálparlínur. Hún segir að fyrir nokkrum árum hafi símtöl foreldra á Akureyri verið orð- in svo mörg að ákveðið hafi verið að stofna eins konar útibú af þessari þjónustu í bænum. Þegar stofnfund- urinn hafi verið haldinn mættu hins vegar svo fáir að hætt var við áform- in. „Það er eins og foreldrar þori ekki að stíga fram," segir móðirin. Aukin harka Lögreglumenn á Akureyri sem DV ræddi við gátu staðfest frásögn móður- innar um hina auknu hörku á Akureyri. Daníel Snorrason, lögreglufull- trúi hjá Lögreglunni á Akureyri, sagði ofbeldi hafa færst í vöxt síðustu fimm árin. Daníel bendir einnig á að sömu helgi og Þor- steinn og Daníel fóru með 17 ára piltinn út fyrir bæj- armörkin og skyldu eftir í blóði sfnu handtók lög- reglan fjóra aðila í tengsl- um við dópmál á Bolung- arvflc. Lögreglumenn eru fáir og álagið mikið hjá Lögreglunni á Akureyri. „Undirheimarnir eiga sér engin landamæri," sagði Daníel og átti við að Akureyri væri farin að líkjast æ meira stórborg- Breyttar sögur Eftir greinina í gær þar sem frá- sögn þeirra félaga birtist, eins og þeir lýstu henni fyrir blaðamanni á rúntinum á Akureyri, höfðu Þor- steinn og Daníel margsinnis sam- band við blaðið. Þeir vildu fá borgun fyrir greinina og sögðu ýmislegt rangt með farið. Þeir hefðu til dæm- is ekki skotið af gasskammbyssu heldur túttubyssu. Eitt skotið úr byssu Þorsteins fór þrjá sentímetra inn í lærlegg Davíðs Inga og aðspurður hvort slflct væri mögulegt með lítilli túttubyssu sagði Þorsteinn: „Þú hefur greinilega verið mjög heimskur krakki ef þú hefur ekki kunnað að búa til alvöru túttubyssu, kallinn." Sekir ofbeldi Handrukkarar Þorsteinn Hafberg sparaði held- ur ekki stóru orðin þegar kom að greinaskrifúm DV. „Ég hugsa að þið verðið afgreiddir," sagði Þorsteinn Hafberg, handrukkari á Akureyri, þegar DV hafði samband við hann í gær. Spurður hvort hann ætlaði að sjá um verkið sjálfur bætti hann við. „Nei, ekki af mér." Síðar um daginn hafði Þorsteinn aftur samband til að segja blaða- manni að hann væri í „vondum mál- Fréttir af ofbeldismönnum í vikunni hafa vakið óhug. Um síðustu helgi voru tveir menn barðir til óbóta af ofbeldisklíku í miðbæ Reykjavíkur sem stærði sig af verknaðinum á heimasíðu á netinu. Sömu helgi var 17 ára ára piltur handrukkaður á Akureyri, látinn afklæðast og skotinn fyrir utan bæinn. Ofbeldismennirnir ganga þó allir lausir og halda áfram uppteknum hætti. Kerfið virðist ráðþrota þegar ofbeldið harðnar. „Heldurðu að þetta verði kúl þeg- ar við bönkum upp á hjá þér?" sagði hann, að því er virúst æstur. Trúin Varðandi son sinn segir móðirin að hún sé nánast búin að afskrifa hann í dag. „Ég get ekki lengur kennt sjálffi mér um hvemig komið er fyrir honum," segir hún. „Hann hefur lif- að í þessum heimi of lengi og ég hef ávallt kennt sjálfri mér um hvernig fyrir honum er komið. Nú hef ég hins vegar sagt stopp. Hann verður að ná tökum á sjálfiim sér í dag." Móðirin segist einnig leita hjálpar í trúnni. Hún hafi fundið mikla hjálp hjá prestinum sín- um auk þess sem hún hafi far- ið á fundi fyrir aðstandendur alkóhólista. Ekki þegja Þetta eru væg dæmi um þær aðferðir sem | handrukkarar | nota. Eins og sést í greininni um Annþór Kristján Karls- son óskar enginn sér þess að hand rukkari banki uppá á heimili sínu. Móð- ir Davíðs Inga, sem varð fórnarlamb Þor- steins og Daníels um síðustu helgi, segir þó mikilvægt að láta óttann ekki ná yfirtökunum. „Foreldrar mega ekki láta undan óttanum," segir móðir- in og hvetur aðstandendur þeirra sem lenda í klóm trndir- heimanna að leita hjálpar en þegja ekki yfir vandamál- inu. „Aðeins með sam- stöðu næst árangur," segir hún. simon@dv.is um Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri Segir ofbeldið verða haröara með hverju árinu. Þorsteinn Hafberg handrukkari Misþyrmdi 17 ára dreng með gasskammbyssu um slðustu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.