Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005
Helgarblað DV
Laugardagskj allar i
stað, gera góðlátlegt grín að öllu. Sá
sera setur upp nasistahúfu á hins
vegar á hættu að vera lögsóttur.
Nasistaþorrablót myndi ábyggilega
lenda á forsíðu DV og gera aila sem
tóku þátt ærulausa. í huga okkar er
stigsmunur á glæpum nasista og
kommúnista; þar af leiðandi líka á
fórnarlömbum nasista og kommún-
ista. Hin síðamefndu hafa fengið
óæðri sess í sögunni.
Nasisminn er talinn hreinn barb-
arismi. Kommúnisminn á hins vegar
enn sína afsakendur; sú skoðun hef-
ur verið útbreidd að í raun sé kenn-
ingin góð, það sé bara framkvæmd
hennar sem hafi farið í handaskol-
um. Yfirhylmingin nær langt aftur.
Hún var ekki bara ástunduð af
kommúnistum sem boðuðu það sem
hefur verið kallað „stærsta lygi tutt-
ugustu aldarinnar", heldur líka af
þeirri tegund manna sem Lenín kall-
aði nytsama idjóta. Þetta voru menn
sem vildu trúa því £ lengstu lög að í
kommúnistaríkjum væri eitthvað
markvert á ferðinni sem þyrfti að
veita stuðning. í raun er ótrúlegt
hvað tókst vel að fela og rugla sann-
leikann um það sem gerðist. Hér var
hann kallaður Morgunblaðslygin.
Niirnberg-lygin
Önnur lygi hefúr verið kennd við
Númberg. Eftir stríðið var efiit til mik-
illa réttarhalda yfir hinum sigruðu
nasistum í þeirri borg. Þeir sem komu
frá Sovétríkjunum til að dæma nas-
istaböðlana vom böðlar sjálfir, blóði
drifnir ekki síður en nasistamir sem
þeir áttu að dæma. Þetta vissu Vestur-
veldin vel en samt veittu þau sam-
þykki sitt. f þessu fólst stór uppgjöf
gagnvart glæpum kommúnismans;
yfirlýsing um að það væri afstætt
hvaða glæpir teldust alvarlegir og
hverjir mættu gleymast ef svo hent-
aði. Á þessum tíma var líka deilt um
skilgreininguna á þjóðarmorði hjá
Sameinuðu þjóðunum. Sérstaklega
var reynt að passa upp á að hún for-
dæmdi ekki glæpi Sovétríkjanna og
annarra kommúnistastjóma sem
beindust að miklu leyti inn á við,
gegn eigin þegnum. Margir álíta að
hún sé enn gölluð að þessu leyti.
Mesta morðstjórnin?
Öll þjóðarmorð eða glæpir gegn
mannkyninu em náttúrlega einstæð
á sinn hátt. Um viðurstyggð Helfarar-
innar þarf ekki að efast; sjálfur hef ég
skoðað mörg söfii og minnismerki
sem fjalla um hana. Ég er ekki ennþá
farinn að nefiia það sem er hugsan-
lega mesta morðstjóm sögunnar -
kommúnistana í Kína. En við erum
ekki miklu nær ef við höldum því
fram að eitt fjöldamorð sé merkilegra
en hin, ef við förum að raða þeim í
mikilvægisröð frá Hitler, niður í
Stalín, Maó, Pol Pot og Rúanda. Það
opnar altént ekki fyrir mikinn skiln-
ing á hinni morðóðu 20. öld.
Hin morðóða
20.öld
Séra Baldur Kristjánsson í Þor-
lákshöfn skrifaði grein í Moggann
nýskeð í framhaldi af umræðum sem
höfðu orðið um gyðingdóm. í grein-
inni fullyrti Baldur að hin endanlega
lausn Hitlers, nasistatíminn og út-
rýmingarbúðirnar, ætti sér „einfald-
lega enga hliðstæðu". Það mætti ekki
•útvatna þessa atburði með samlík-
ingum.
Steinþór Heiðarsson svaraði
Baldri í vefritinu Múmum. Hann
mælti gegn því að litið væri á nas-
ismann sem einstætt hliðarspor,
nefhdi til að mynda þjóðarmorð
Tyrkja á Armenum og grimmdarverk
á tíma nýlendustefnunnar. Steinþór
sagði að þessir atburðir stæðust fylli-
lega samanburð við Helförina hvað
varðar „mannfall og grimmd“.
Hins vegar nefndi Steinþór af ein-
hverjum ástæðum (kannski af því
hann skrifar í róttækt vinstrisinnað
vefrit?) ekki fórnarlömb kommúnista
á 20. öldinni. Samkvæmt svokallaðri
Svartri bók um kommúnismann sem
kom út í Frakklandi árið 1997, afar
r vönduðu verki og ítarlegu, eru þau
talin vera 100 milljónir.
Glæpir iðnvæddrar
menningarþjóðar
Baldur, sem hefur verið ffamar-
lega í baráttunni gegn rasisma, rekur
ýmis nokkuð kunnugleg rök fyrir því
að Helförin sé einstök. Hún sé dæmi
um hvað „menntuð, menningarlega
sinnuð, tæknilega þróuð þjóð getur
aðhafst þegar viss jarðvegur er fyrir
hendi". Jú, þetta eru einmitt tvær
helstu röksemdir þeirra sem telja
Helförina einstæðan atburð; það er
„menningarþjóð" sem fremur glæp-
inn, morðin eru svo að segja „iðn-
vædd".
Gleymska og sakaruppgjöf
Við skulum skoða þetta aðeins
betur. Franski sagnfræðingurinn
Alain Besan^on skrifar að glæpir
kommúnismans séu umluktir bæði
„amnesi" og „amnesti"; gleymsku og
uppgjöf saka. í Rússlandi hefur til
dæmis aldrei neinn verið dreginn
fyrir dóm vegna glæpsamlegs atferlis
kommúnistastjórnarinnar. Fórnar-
lömbin eru þögul, enda að miklu
leyti fábromir bændur og ómenntað
fólk. Það er líkast því að sagan hafi
gleypt það.
Állt annað var uppi á teningnum í
Þýskalándi. Þýskaland hmndi til
grunna eftir stríðið - lyppaðist ekki
bara niður eins og Sovétrfldn.
Stærstur hluti landsins varð fljótt
opið lýðræðissamfélag; það hefur
beinlínis verið opinber stefna að
halda vakandi sektarkennd vegna
glæpa nasista. Helförin er á hvers
manns vömm; nöfn helstu glæpa-
mannanna em alþekkt. Hins vegar
em einhver mesm glæpaverk 20. ald-
arinnar, hungursneyðimar sem vom
beinlínis skipulagðar af bolsévíkum,
^em mestanpart gleymdar.
Helför með stórum staf
Helförin er skrifuð með stórum
staf. Hún er Holocaust. Fórnarlömb
nasismans hafa átt ótal góða tals-
menn sem hafa skrifað merkilegar
bækur, gert kvikmyndir og stofnað
söfn til að halda minningunni lif-
andi. Það er búið að rýna í merkingu
- atburðanna frá öllum hliðum. Ger-
endumir hafa verið dregnir fyrir
dóm allt fram á síðustu ár; þeir
fundu hvergi griðastað í heiminum.
Auschwitz er helgur staður. Helförin
er „íkon" eins og danski sagnfræð-
ingurinn Bent Jensen kallar það í
merkilegri bók, Gulag og glemsel.
Þeir sem lfkja henni við eitthvað
annað em ásakaðir um að gera lítið
úr henni.
Það er hins vegar ekki til neitt kvik-
myndaefni um Gúlagið eða hung-
ursneyðina miklu í Úkraínu; varla
neinar ljósmyndir. Það hafa ekld ver-
ið gerðar vinsælar sjónvarpsþáttarað-
ir um þessa skelfilegu atburði - ekki
nein Schindler’s List. Gamlar fanga-
búðir em ekki eftirsóttir ferðamanna-
%staðir. Það hefur löngum verið litið á
Solshenitsyn, helsta skrásetjara
Iðnvædd morð
Eins og áður segir er eitt viðkvæð-
ið að Helförin sé einstök vegna þess
að þar var notuð nútímaleg tækni.
Járnbrautarlestir til að ffytja fórnar-
lömbin, gas til að drepa þau: settar
vom upp verksmiðjur til að vinna af-
urðimar. Þetta var skipulagt af kaldri
tæknihyggju. Hannah Arendt skrif-
aði um „the banality of evil"; morð
sem vom ffarnin af kerfiskörlum.
Það er mjög útbreidd hugmynd að
það sé einhver stigsmunur á þessu
og öðrum glæpum gegn mannkyn-
inu. Það sé hvort sem er varla við
öðm að búast af hinum fmmstæðu
Rússum; þeir hafi alltaf verið nær
Dsjengis Khan en Goethe.
En athæfi Leníns og Stalíns og
fylgismanna þeirra var ekki svo ýkja
ólíkt. Sjálfur orðaði StaKn það svo að
sósíalismanum skyldi komið á með
„öllum tiltækum ráðum". Sovét-
stjómin notaði líka gripavagna. Hún
flutti heilu þjóðimar langvegu og
setti þær niður í einskismannslandi
þar sem fólkið hrundi niður eins og
flugur: Tsétsénar, Kalmúkar, Krím-
Tartarar, Volgu-Þjóðverjar. Hún
kom upp þrælabúðum sem vom rík-
ur þáttur í hagkerfi rfkisins, þar sem
fangamir vom gernýttir í þágu fram-
leiðslunnar.
Heimspekingurinn Tzvetan Todorov
segir að alræði sé helsta uppfinning
tuttugustu aldarinnar. Birtingar-
myndir þess em nasisminn sem er
talinn vera á hægri væng stjórnmál-
anna, kommúnisminn á þeim
vinstri. En munurinn er kannski ekki
svo mikill. Grunnhugmyndin er að
einstaklingnum sé fórnandi fyrir
heildina; sjálfur hafi hann í raun
ekkert gildi. Markmiðið er að skapa
samfélög þar sem rikir algjör sam-
hljómur, heildin gengur fyrir öllu -
alhr em stétthreinir og kynhreinir.
Nútímaleg vísindi
Alræðinu, segir Tsodorov, er
stefnt gegn einstaklingshyggjunni
sem hefur verið vaxandi í vestrænni
menningu í mörg hundmð ár. Það er
í senn nútímalegt og hlaðið fortíðar-
þrá. Bæði nasisminn og kommún-
isminn vísa í forn samfélög þar sem
ríkir eindrægni; hjá nasistum er það
frumgermanskt samfélag, hjá marx-
istum óljós hugmynd um frum-
kommúnískt ástand.
Um leið gefa báðar kenningarnar
sig út fyrir að vera nútímalegar,
ffamfarasinnaðar og vísindalegar.
Díalektísk efnishyggja var kennd
eins og hrein vísindi, rétt eins og
kynþáttafræði nasista. Hjá komm-
Egill Helgason
veltir fyrir sér hvort
eitt fjöldamorð sé
merkilegra en önnur.
glæpa Sovétstjómarinnar, sem sér-
lundaða íhaldsbullu. Samt var það
hann sem öðrum ffemur gaf fómar-
lömbunum rödd í einu merkilegasta
riti síðustu aldar, Eyjahafinu Gúlag.
Kynþáttamorð og stéttamorð
Hvert fjöldamorð er vissulega
einstætt, en hliðstæðurnar milli nas-
isma og kommúnisma em þó marg-
ar. Hitler vildi skapa þjóð og á end-
anum heim sem væri laus við gyð-
inga. Sjálfur Lémn sagði að ekki væri
hægt að tala um fullnaðarsigur
kommúnismans fyrr en búið væri að
útrýma borgarastéttinni. í báðum
tílvikum er tilgangurinn að skapa
nýja veröld, fullkomnara mannkyn -
útópíu. Kenningin segir að það sé
ekki hægt án þess að hluti mann-
kynsins sé þurrkaður út; annars veg-
ar fólk sem er af röngum kynþætti,
hins vegar fólk sem er af rangri stétt.
Það er kannski ekki svo ýkja mikill
munur. Menn em ekki ofsóttir fyrir
það sem þeir hafa gert, það er ekki
nauðsyn að hafa framið glæp; sektin
liggur í því sem menn em.
Hreinlætisæði
Þessu hefur stundum verið jafiiað
við hreinlætisæði. Þessi „social-
hygenie" einkennir bæði kommún-
ismann og nasismann. Það þarf að
eyða hinu gamla og óhreina: gyðing-
um, sígaunum, borgarastéttinni,
bændum. Óvininum er úthúðað á
svipaðan hátt. Nasistar töluðu um
„untermenschen", kommúnistar um
„fyrrverandi manneskjur". Áróðurs-
efhi nasista og kommúnista er
furðulega líkt. Gyðingar em skordýr,
stórbændur em skordýr. Lenín kall-
aði rússneska menntamenn skít. Það
vom líka notuð orð eins og svín, lýs,
refir, kakkalakkar, flær, óðir hundar.
Málið er að gera óvininn ómennsk-
an; eftir það em engin takmörk fyrir
því hvað gildi mannsfifa getur faihð
hratt. Ofbeldi gegn slíkum meindýr-
um verður dyggð.
önnur vinsæl líking, bæði hjá
kommúnistum og nasistum er að
óvinurinn sé smit, drep sem verði að
koma í veg fyrir að breiðist út. Eftir
einum helsta samverkamanni
Stalíns, Lazar Kaganovitsj, var haft;
„Maður verður að líta á mannkynið
sem einn líkama sem þarfhast stöð-
ugra skurðaðgerða. Það er ekki hægt
að skera upp án þess að úthella
blóði, fjarlægja og eyðileggja vefi."
Kaganovitsj dó í hárri elli 1991 og var
aldrei saksóttur fyrir glæpi sína, ekki
heldur Molotov sem dó árið 1986.
Samyrkjuvæðingin
Sá glæpur sem útheimti flest
mannslíf var þó samyrkjuvæðingin;
sú nútímalega hugmynd að troða
hinni risastóru bændastétt inn í
samyrkjubú. Til þess þurfti að brjóta
algjörlega niður gamla samfélagið,
flæma alla bændur af jörðum sínum.
Nasistar myrtu sex milljón gyðinga; í
tilbúnu hungursneyðinni í Sovétríkj-
unum 1932-33 dóu ekki færri, það er
talað um sjö til tíu milljón fórnar-
lömb. Þetta var af ráðnum hug;
hungrið var notað sem morðvopn. í
Úkraínu er þetta þjóðarmorð kallað
Holodomor - um það hefur annars
ríkt furðuleg þögn.
Helsta upþfinning
20. aldarinnar
Nútímaleiki sjálfrar drápsaðferð-
arinnar skiptir kannski ekki svo
miklu máli heldur, fremur hug-
myndirnar sem liggja að baki.
Hungursneyð í Úkraínu Talið erað 25
þusund manns hafi látist á dag þegar hung-
ursneyðin i Úkralnu stóð yfir. Hungrið var af
mannavöldum, notað sem morðvopn gegn
oæskilegu fólki sem átti að útrýma.
únistum felur öreigastéttin í sér sjálft
markmið mannkynssögunnar, hjá
nasistum er það hinn germanski
kynstofn.
Mannkynsfrelsun
öllu er fórnandi fyrir mannkyns-
frelsunina; lofað er sæluástandi sem
muni vara í meira en þúsund ár. Því
þetta eru þúsundárarflá. í því borg-
aralega lýðræði sem við þekkjum eru
hins vegar ekki önnur fyrirheit en að
hver einstaklingur getí leitað ham-
ingju og lífsfyllingar; það er á hans
eigin ábyrgð ef honum mistekst. Það
er kannski ekki furða að stjómmálin
virki stundum daufleg f kerfi sem læt-
ur sér nægja svo látlaus markmið.
Nytsamir idjótar og
Moggalygin
Þeir fara ennþá í stalínsleik á
þorrablótunum austur í Neskaup-