Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR26. APRÍL 2005 Fréttir DV Magnusgprsspn Magnús þykirmjög skemmti- legur maður og metnaðar- gjarn i starfi. Hann þykir rosa- lega frjálslegur, myndarlegur og á auðvelt með að vinna með fólki. Sumir segja fullkomnunar- áráttu Magnúsar vera hans helsta galla. Hann reykir víst líka mikið afstórum vindlum og er á stöðugum ferðalögum og þvi ekki nóg I vinnunni. „Hann er náttúrulega sjúklega skemmtilegur og kemst í splitt ijakka- fötum sem er mikill kostur við fram- kvæmdastjóra. Hann er með mjög góða rödd og flnn yfir- maður, topppeyi. Hann á hins vegar mjög Ijóta íþróttaskó sem er það versta sem ég get fundið á hann." SJöfn Ólafsdóttir, vefstjórisl.is. „Magnús er léttur og skemmtilegur maður. Svo er hann Frammari sem skemmir ekki fyrir og með sannkallaðan gullbarka eins og alþjóð veit. Hann er ástriðufullur I þvl sem hann er að gera og metnaðargjarn. Helsti gallinn viö hann þessa dagana er að hann er oflítið á landinu vegna stöðugra vinnu- ferða." Snorri Már Skúlason, verkefnastjóri enska boitans. „Það fyrsta sem mér dettur í hug er hversu hreinn og beinn hann er. Hann hefur afburða samskiptahæfileika, er frjálslegur og óþvingaður. Svo erhann auðvitað einn myndar- legasti sjónvarpsstjóri í heimi og hefur verið nefndur einn kyn- þokkafyllsti karlmaður þjóðar- innar. Hans helsti galli er þá kannski vindlareykingar hans og þá aðallega fyrir lungun hans, hann ersamt voðalega gæjalegur með þá." Sigrfður Arnardóttir dagskrárgerðarkon a. Magnús Ragnarsson er fæddur áriö 1963 og er giftur Lauren Dorothy Hauser. Þau eiga tvo stráka. Hann er framkvæmdastjóri Skjás eins og hefur verió mikið I fréttum undanfarið vegna deilna við Helga Her- mannsson, fyrrverandi dagskrárstjóra stöðvarinnar. Útvarpsráð tvífrestar Erfiðlega gengur þessa dagana að koma á fundi í útvarpsráði. Síðast fundaði ráðið 5. apríl síðastliðinn. Þá var ákveðið að næsti fundur yrði þriðjudaginn 19. apríl. Þeim fundi var hins vegar frestað og ákveðið að í staðinn yrði haldinn fundur í dag, 26. apríl. Ekkert verður af þeim fundi því honum var einnig frestað. Samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofu út- varpsstjóra er ástæða hinna ítrekuðu frestana sú að ekki hafl reynst fundarfært vegna fjarveru útvarpsráðs- manna. Cindy Olveira da Silva sem tekin var með tæpt kíló af kókaíni í Leifsstöð vildi að- stoða lögreglu við að ná höfuðpaurunum. Cindy leiddi lögreglu á hótel þar sem hún sagðist hafa átt að hitta kaupendur efnanna. Lögreglan yfirgaf hótelið með Cindy aðeins hálftíma áður en maður gaf sig fram á hótelinu og spurði eftir Cindy. Sá hef- ur verið yfirheyrður en Cindy er engu að siður sú eina sem ákærð var í málin. 'PátXJ Jóhann R. Benediktsson Náði kókinu og burðardýrinu en engum höfuðpauranna. piVinnimEEBw Tæpum sólarhring eftir að Cindy Oliveira da Silva, ung móðir og há- skólanemi frá Brasilíu, var tekin með tæpt kfló af kókaíni í Leifsstöð var hún flutt af lögreglu á Hótel Frón þar sem hún hafði bókað herbergi. Cindy sagðist hafa fengið þau fyrir- mæli frá mönnum sem réðu hana til smyglsins að setja sig í samband við mann einn eftir að hún hafði bókað sig inn á hótelið. Ædaði lögreglan að fylgjast með því ferli til að afla sér frekari upplýsinga um kókaíninn- flutninginn. Burðardýrið tekur alla sök Áætlunin gekk ekki eftir því klukkan hálfsex yfirgaf lögreglcm hótelið ásamt Cindy. Hálftíma síðar kom hins vegar maður inn á hótelið og spurði eftir brasil- « ískri konu. Telja má víst að sá maður tengist innflutningi efnanna. DV hefur heimildir fyrir því að þessi maður hafi tvisvar sinn- um verið tekinn í skýrslu- töku hjá lögreglu eftir heim- sóknina á Hótel Frón en engin ákæra var gefln út á hendur honum. Því er það Cindy Oliveira da Silva sem tekur ein á sig sökina í þessu stórfellda smyglmáli þótt enginn dragi það í efa að hún sé aðeins burðardýr í þjónustu umsvifameiri höfuðpaura. Fóru með hana til dómara Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, stjórn- aði rannsókninni. „Auðvitað taka menn stundum rangar ákvarðanir en ég get ekki sagt til um hvort það hafi verið tilfellið í þetta skiptið," segir Jóhann. Cindy Oliveira da Silva átti að mæta í gæsluvarðhaldsúrkurð klukkan sex þennan dag og ekki var talin ástæða til frest- unar. Því var ákveðið að yfir- gefa hótelið þrátt fýrir að miklivægur hlekkur í innflutn- ingnum væri líklega á leið að hitta hana. Það gekk eftir því spurt var eftir henni aðeins háiftíma eftir að lögreglan gafst upp á biðinni. „Málin eru flókn- ari en þessi mynd sem birt- ist,“ segir Jóhann. Hann tek- það Hálftíma eftir að lögreglan yfirgaf hótel þar sem hún ætlaði að fylgjast með leynilegum fundi í stóru fikniefnamáli kom þangað ónafngreindur aðili og spurði eftir burðardýrinu sem var í fylgd með lögreglu. Ekki hefur tekist að upplýsa málið að fullu og er burðardýrið eini aðilinn sem fær dóm vegna þess. Hótel Frón Hér átti burðar- dýrið að hitta tengilið sinn. Að- eins hálftíma munaði að lög- reglan næöi tengiliðnum. einnig fram að sá sem fyrst vitji burð- ardýranna hérlendis búi ekki endi- lega alltaf yfir miklum upplýsingum. Höfuðpaurar með eldveggi Rannsókn Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli leiddi ekki til þess að kaupandinn að átta hundruð grömmum af kókaíni næðist. „Okk- ur þykir það náttúrulega leitt," segir Jóhann R. Benediktsson. „Auðvitað er það alltaf lokatakmark okkar að ná þessum höfuðpaurum en okkur getur ekki alltaf orðið að ósk okkar. Þetta eru atvinnuglæpamenn sem við er að eiga og þeir hafa afar þró- aðar starfsaðferðir." Jóhann segir einn hluta af þess- um starfsaðferðum vera að notast við eins konar eldveggi, eða milli- liði, sem búa yfir takmörkuðum upplýsingum. Þetta er gert til að „Þetta eru atvinnu- glæpamenn sem við eraðeiga ogþeir hafa afar þróaðar starfsaðferðir" erfitt sé að rekja sig til toppanna. „Við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að brjótast í gegnum þessa eldveggi og við munum berjast áfram." Cindy Oliveira da Silva fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir helgi í Héraðsdómi Reykjaness. í refsi- ákvörðun sinni tók dómari hins veg- ar tillit til vilja Cindy að aðstoða lög- regluna við að upplýsa máhð að fullu. andri@dv.is Hjálparstofnun kirkjunnar neitar ásökunum um skemmdan mat Öryrki veiktist eftir matargjöf „Þetta er alveg skelfilegt og ekki í fyrsta sinn sem svona kemur fyrir," segir Sigrún Ármanns Reynisdóttir, sem er í forsvari fyrir Samtök gegn fátækt. Sigrún fór í gær og sótti töluvert magn af mat heim til öryrkja sem hafði fengið matinn hjá Hjálpar- stofnun kirkjunnar fyrir nokkrum dögum. Matinn hafði hann geymt í frysti þannig að ekki gat hann hafa skemmst hjá honum. Hún segir ör- yrkjann hins vegar hafa orðið maga- veikan eftir að hafa snætt mat úr sendingunni. „Það var ekld dagsetning á neinu af þessu þannig að það er engin leið að vita hvenær þetta rann út,“ segir Sigrún en hún hefur áður haft sam- band við heilbrigðiseftirlitið vegna hliðstæðs máls. Hún segir þó ekkert hafa breyst til batnaðar síðan sú athugasemd var gerð. Vilborg Odds- dóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar neitar því alfarið að maturinn frá þeim geú hafa verið skemmdur. „Matarinnkaup hjá okkur fara fram eins og hjá öllum öðrum. Við fáum engar gjafir heldur borgum við fyrir allan þann mat sem við fáum, hvort sem það er kjöt, fiskur eða brauð. Það eina sem hugsanlega get- ur verið komið fram yfir síðasta sölu- dag er kex og fólk ræður því hvort það fær svoleiðis kex eða ekki. Það er hins vegar ekki hægt að fá matareitr- un af því, við erum til dæmis með það á boðstólum á kaffistofunni hjá okkur," segir Vilborg. „Ég veit til þess að kona nokkur kvartaði eitt sinn vegna þess að mat- urinn var bragðvondur og illa lykt- andi en viðbrögðin voru ekki önnur en þau að hún fékk engan mat næst þegar hún kom,“ segir Sigrún og bendir á að það sé nógu slæmt að þurfa að leita á náðir fátækraaðstoð- ar þótt það þurfi ekki að hnekkja enn meira á stolú fólks með því að gefa mat sem ekki nokkrum manni sé bjóðandi. krb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.