Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 Menning DV Reumert-verðlaunin veitt Á mánudagskvöld var bein útsend- ing á DR2 frá dönsku leikhúsverð- laununum sem kennd eru við Paul Reumert, íslandsvininn góðkunna, eiginmann Önnu Borg. Afhendingin fór fram i Konunglega leikhúsinu og var afar látlaus og afslöppuð. Mætti biðja um að útsendingarstjóri og stjórn Eddunnar næðu sér i kópíu. Sýning ársins var valin Lýðræði eftir Mickeal Frayn en texti verksins birtist á síðasta ári í íslenskri þýð- ingu i Ritinu. Segirþar frá viðskipt- um Willys Brandt við njósnarann og aðstoðarmann sinn Guillieme. Peter Langdal var verðlaunaður fyrir svið- setningu verksins. Leikkonur í sviðsetningu á Önnu Karenínu tóku verðlaun fyrir besta kvenhlutverk og besta aukahlutverk konu, þær Meike Bahnsen og Marie Louise Wille. Besti höfundur ársins varJokum Rohde og verk hans Aska Gosa, en úr þeirri sýningu þess Kon- unglega kom besti karlleikarinn, Henning Jensen. Tónlistarsjóður veitti fyrir helgina fimmtíu og níu aðilum styrk til starfsemi á komandi ári. Það er í fyrsta sinn sem þessi sjóður deilir út styrkjum sem munu móta tónlistarlíf okkar á næstu misserum. Þar kennir margra grasa. Er leið út? Bókaforlagiö Bjartursendi frá sér þrjár nýjar bækur fyrir heigina síð- ustu. Þar á meðal var nýtt safn texta eftirSteinar Braga sem hann kallar Ijóðabókina Útgönguleiðir. Það er sannast sagna að textarnir eru afar Ijóðrænir en eru allir frá- gengnirsem laust mál.nánast sögur. Á bókarkápu hefur útgefand- inn Bjartur klippt saman nokkrar setningar úr köflum verkins sem allireru sjálfstæöir þó þeirséu flestirúr sama heimi: samklippið er svona: „Sá sem talar er mjög drukkinn og yfirgefur barinn með sköllóttum, andlitsþrútnum manni. Sama sól- arhringinn erhann á kvöldgöngu meðfram sjónum og gengur fram á dauðan fugl, máv. I millilendingu á flugvellinum í H*** kaupir hann sér kaffi og samloku og fínnur sér sæti innan um fleira þreytulegt fólk sem angar af kæfísvefni. Hann vaknar um nóttina við dynk, utan við kýraugað er myrkur. Hann heyrir lágværan þyt og þegar hann lltur yfír öxlina á sjálfum sér, að glugg- anum, molnar flöturinn, dúkkan skellur á gólfinu; höfuðið hangir við búkinn á vír, glerbrotin snúast hægt og glitra eins og stjörnur. Steinar Bragi hefur áður sent frá sér Ijóðabækur og skáldsögur, þar á meðal táknsöguna Turninn, Ljúgðu, Gosi, Ijúgðu sem er vísun í gamlan brandara, og samtlmasög- urnarÁhyggjudúkkurog um síð- ustu jól Sólskinsfólkið. Bókin ber snotra kápu eftirÁstu S. Guðbjarts- dóttur. Og leiðbeinandi verð er kr. 1.680 sem aödáendum Steinars þykirlltið. Kveðiðvið fornar súlur Það skellur á með Skáldaspiru- kvöldi á Kaffi Reykjavík I kvöld kl. 21 ásamatímaog forstöðumaður þessa merka menn- ingarfyrirbæris sendir frá sex bækur með verkum ís- lenskra skálda og höfunda I nafni Lafíeur-útgáfunnar. Þá þykja það tíðindi lljóðaheimum að Þorsteinn frá Hamri stórskáldið Þorsteinn frá Hamri les upp úr verkum sínum. Upplesarar að þessu sinni verða I kvöld: Eyvindur P. Eiríksson les úr nýrri skáldsögu: Örfok. Þorsteinn Antonsson les úr nýju smásagna- safni: Ugla sat á kvisti og Þorgerð- ur Mattía Kristiansen les ný Ijóð. Þorsteinn frá Hamri les slðan úr verkum sínum. Og að lokum les Hörður Gunnarsson úr nýrri Ijóða- bók: Meö mér er Regn. Helmingi fleiri umsóknir bárust en veittir styrkir voru, alls bárust 123 umsóknir og 6 að auki sem bárust fyrir auglýsingu um sjóðinn. Þau voru 59 verkefnin sem fengu styrk og þar af eru þrír starfsstyrkir til þriggja ára: Kammersveit Reykjavíkur fær styrk til tónleikahalds, útgáfu og annarrar starfsemi til þriggja ára að upphæð kr. 4, 5 milljónir á ári. Það fær líka Caput en ögn lægri upphæð, 4 milljónir á ári, og Stórsveit Reykja- víkur 2 milljónir. Á fjárlögum 2005 eru 50 millj.kr. til tónlistarsjóðs og nema styrkveit- ingar að þessu sinni um 35 millj.kr. Síðar á árinu verður aftur auglýst eftir umsóknum. Ferðastyrkir Sjóðurinn er meðal annars hugs- aður sem útflutningssjóður enda sækja margir í hann til að koma verkum á framfæri erlendis: meðal þeirra sem hyggjast leggjast í víking eru: Tólf tónar, Atón, Sigurður Bald- ursson söngvari, Tónslistarskóli Húsavíkur sem vill á kóramót á ítal- íu í sumar. Gunnhildur Einarsdóttir vill slá hörpu á írlandi. Smekkleysa ætlar að leggja Bretland undir Jagú- ar og Ske og fær til þess gull. Rúnar Óskarsson fer til Niðurlanda og Skólahljómsveit Kópavogs herjar á þá í Þrándheimi og Gautaborg. Höldum hátíð Þá eru hátíðarstyrkir áberandi í afgreiðslu sjóðstjórnar: Aldrei fór ég suður á ísafirði og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði fá smáaura, Djass á Egils- stöðum og Blús í Reykjavík sömu- leiðis. Þá sækja menn um styrki til að hljóðrita: Áshildur Haraldsdóttir fær styrk til að taka upp flautuverk Atla Heimis og Voces Thules heldur áfram að vinna með eldri tónlist í handritum og Carmina hyggst vinna úr Melódíu. Elín Gumflaugsdóttir hyggst hljóðrita sín eigin verk. Bjarki Sveinbjörnsson ætlar að rannsaka verk Páls ísólfssonar. Smáupphæðir Svo eru margs konar verkefni innanlands á lista styrkhafa: Dóm- kirkjukórinn og Viólufélagið, Hóla- nefnd og Sumartónleikar í Skál- holti. Listinn er langur og verkefn- in margvíslega en æri eru margar upphæðir lágar og hætt við að margt verkið verði unnið fýrir lítil daglaun í tónlistarlífl sem nýtur svo lágra styrkja. En þessi sjóð- stoftiun var þörf og sjóðstjórn hefur sett saman lista yfir kröftuga sveit tónlistarfólks sem eru full- hugar í sókn listarinnar til áheyr- enda heima og heiman. Mjór er mikils vísir. Veldi Andrews Lloyd-Webber er til sölu fyrir rúma sex milljarða Leikhúskóngur losar eignir Veldi Andrews Lloyd-Weeber á West End I London er til sölu og kostar hálfan milljarð punda. Kompaniið heitir Really Useful Company og stofnaði tónskáldið það til að halda utan um rekstursinn á söngleikjum sem hann var þá með í rekstri eftir sigurgöngu Jesus Christ Superstar og Evitu, en þó einkum Cats sem lagöi grundvöllinn að veldi hans. I kjölfarið fylgdu Song and Dance, Star- light Express, Phantom ofthe Opera, Sunset Bouleward og fleiri söngleikir. Webberlétsér ekki nægja aö semja söngleiki I félagi við ýmsa textahöfunda og kosta sjálfur sviðsetningu þeirra bæði fLondon og New York: hann tók snemma til við að sanka aö sér leikhús- um sem nóg var aftil sölu I leikhúshverfi London. Fyrirtæki hans á um þessar Tónskáldið í hópi listamanna; frumsýningu Óperudraugsins fyrir mörgum, mörgum árum. mundir ellefu ieikhús afýmsum stærð- um I West End, fjórum fleiri en Cameron Mackintosh, helsti samkeppnisaðili hans I framleiðslu söngleikja, en hann hófferil sinn með Litlu hryllingsbúðinni og i kjöl- farið fylgdu Vesalingarnir og fleiri söng- leikir. Webber er auðugur maður: eignir hans eru metnar á 700 milljónir punda. Hann hefurselt 125 milljónir hljómplatna og stóru tekjupóstarnir I söngleikjum hans eru Phantom sem hefuraflað honum 1,6 billjón punda en Cats aðeinsyfir billjón. Fáir átta sig á hvers vegna hann vill selja hlut sinn. hann hefur tapað óheyri- legum upphæðum á framleiðslu söng- leikja undanfarin árog eru menn farnir að örvænta um getu hans til að ná aftur stórum vinsældastykkjum á svið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.