Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason Fréttastjóran Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingan auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvlnnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjdnsson heima og að heiman Taugaveiklun felfeErW mönnum Evrópu- sambandsins tek- izt að halda fram kostum þess, að flestum er illa viö það, svo sem fram hefur komiö í að- draganda þjóðarat- kvaeðagreiðslu f Frakk- landi og Hollandi um nýja stjómarskrá þess. Nýjustu vand- ræði þess stafa af nýjum fram- kvæmdastjóra, Jose Manuel Barroso, sem talinn er vilja inn- leiða hagfræði frá Chicago í rót- gróna félagshyggju Evrópu. Þótt flestir flokkar og fjölmiðlar mæli með samþykkt stjómarskrár Evr- ópu, sýna skoðanakannanir I Frakklandi og Hollandi meiri- hluta gegn henni. Hrokafullir Evrópuleiðtogar eru að fara á taugum útaf þessari stöðu. lendingar hafna nýnri stjómar- skrá Evrópu f þjóðarat- i kvæði um og eftir helgina, munu Bretar fresta sinni atkvæðagreiðslu um óákveðinn tfma. í náinni framtfð mun Evrópa þá ramba f frfgfr á alþjóðavett- vangi. Kominn er tfmi fýrir inn- hverfa Ihugun f þessum efna- hagsrfsa, sem hefur látið undir höfuð leggjast að afla sér fylgis almennings f löndum Evrópu. Allur þorri rfkja Evrópu hefur reynt aö troða sér sem fyrst inn f Evrópusambandið, en kjósend- ur f þessum löndum hafa sföan eldd áhuga á þvf, þegar tak- markinu er náö. Fyrsta mál sam- bandsins verður nú að ná sam- bandi viö fólk. jlega ur Egils á visir.is. Þar birtir Egill Helgason skoöanir sfn- bezt ar, sumpart greinar úr DV ' og sumpart daglegar nót- ur. Egill er naskur á efni og hefurfrum- legar skoðanir. Þær fara alls ekki saman viö mfnar, en samt finnst mér þær alltaf læsilegar. Egill kemst næst þvf að vera primus fslenzkra álitsgjafa, þótt mér finnist hann stundum vera upp- tekinn af sagnfræðiefnum á borð við illmennsku Stalfns og fleiri gaura fyrir áratugum. Bezt finnst mér tilvitnun hans f George Harrison bftil: ,Ef allir sem eiga byssu skytu sjálfa sig, þá væri þetta ekki vandamál." Leiðari Jónas Kristjánsson I siöareglum blaðsins segirað það birti nöfit ogmyndir. Nöfti og myndir af fóM V birtir nöfn og myndir af fólki í ■ fréttum. Svo einfalt er það. f siða- reglum blaðsins segir, að það birti nöfn og myndir. Þetta eru upplýsingar, sem samfélagið þarf, og DV birtir þær. Eins og fjölmiðlar gera í údöndum og eins og þeir gerðu hér á landi, áður en hræsnismaran lagðist yflr. DV segir ekki: Gullsmiður við Laugaveg- inn var tekinn fastur. Ekki heldur: Starfs- maður við Landspítalann liggur í her- mannaveiki. Ef blaðið kemst yfir nöfn og myndir, þá fá lesendur blaðsins þá þjón- ustu. Þess vegna leika rangar sögusagnir ekki lausum hala. Sannleikurinn er á prenti. Undantekningar eru á þessari siðareglu. Þær koma fram Lsiðaskránni, sem birt var hér í blaðinu og hægt er að sjá á heimasíðu DV. Undantekningarnar fjalla einkum um hagsmuni brotaþola, sérstaklega þolendur kynferðisbrota. Þær ná ekki til gullsmiðs við Laugaveg eða starfsmanns við Landspítala. Raunar hefðu margir gott af að lesa siða- skrána. Þar er litið á mál frá öðrum sjónar- hóli en þeim hræsnis- fulla, sem hefur um nokkurra áratuga skeið verið stjórnað af Morg- unblaðinu. Þar er tii dæmis fjallað um sam- skipti við auglýsendur og við athyglissjúkt fólk, sem vill stýra íjöl- miðlafrægð sinni. Athyglisvert er, að fjölmiðlar, sem gera lítið annað en ldippa út tilkynningar fr á auglýsendum eða láta kranaviðtöl og drottn- ingarviðtöl frá sér fara stríðum straumum, skuli hafa áhyggjur af siðum DV. Mættum við fá að sjá einhverj- ar siðareglur að baki kranablaðamennsku slíkra fjölmiðla? Enn er hræsnin í fullum gangi. Frægðar- fólk neitar hverju einasta orði af því, sem það segir í viðtölum, sem eru til á segulbandi. Kerfiskarlar ffoðufella af reiði, af því að þeim tekst ekki að stýra umfjöllun fjöl- miðla ffamhjá þeirri stað- reynd, að geðþótti ræður gerðum kerfiskarlanna. Næstu mánuði verða fleiri og harðari átök milli kerfis- lægra sjónarmiða um góða siði í fjölmiðlum og þeirra sjónarmiða, sem koma fram í siðareglum DV. Annars vegar þjónusta fjölmiðlar vilja stórra og smárra kerfiskarla og hins vegar neitar DV slíkri þjónustu með tilvísun til siða- skrárinnar. Þessu stríði lýkur á aðeins einn hátt. Notendur fjölmiðla fá að vita hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvemig, hvers vegna og hvað muxú svo gerast. Til þess eins eru fjölmiðl- amir. Kattarþvottur lýöræöistlokksins SAMFYLKINGIN GENGUR NÚ FRAM og reynir af veikum mætti að hreinsa sig af grun um að ekki hafi allt verið með felldu við kosningar til varaformanns um síðustu helgi. Kjörstjómin sem ber ábyrgð á kosningunni, starfandi framkvæmdastjóri flokksins og vara- formaðurirm sem vann á vafasaman hátt, hafa komið fram og sagt að ekk- ert hafi verið að, allt hafi verið með felldu. Engu þeirra finnst ástæða til að kanna málin betur enda myndi slík athugun væntanlega beinast að vinnubrögðum þeirra. Það vill þetta fólk ekki. DV 0G AÐRIR FJÖLMIÐLAR hafa und- anfama daga rætt við fjölmarga landsfimdarfulltrúa, þar á meðal marga þingmenn sem telja að ekki séu öll kurl komin til grafar. DV hefur rætt við mann sem sá fólk með fleiri en eitt atkvæði. Fulltrúar flokksfélaga á Akranesi, í Garðabæ, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum hafa beðið um rannsókn á því hvemig farið hafi ver- ið með atkvæði ungra fúlltrúa frá þessum bæjum. Þingmaður segir for- ystuna með allt niðrum sig. Þetta mál er prófsteinn á nýja forystu flokksins sem hefur talað hátt um ný vinnu- Fyrst og fremst brögð í íslensku samfélagi. Meira og betra lýðræði. Svona lýðræði viljum við ekki. ÞAÐ SEM SAMFYLKINGIN ÞARF AÐ SVARA er hvort Ungir jafriaðarmenn hafi fært á sínar skrár nöfn Samfylk- ingarfólks imdir 35 ára aldri úr öðrum félögum á landinu. Grunur leikur á um að á þennan hátt hafi ungliðun- um tekist að fjölga svo á sínum skrám að heildartala félagsmanna hafi orðið tæplega þrjúþúsund manns, sem gaf þeim tæplega þrjúhundmð fulltrúa á landsfundinn. Eins þarf að skoða hvort ungliðar hafi verið skráðir á tveimur stöðum og því haft tvöfalt vægi. Getur verið að Ungir jafnaðar- menn hafi vegna aðstöðu sinnar á framkvæmdastjóralausri flokksskrif- stofu, haft tök á að ganga frjálsar um flokksskrár en til er ætíast? Getur ver- ið að á upphaflegum lista Ungra jafii- aðarmanna hafi margir verið sem eru skráðir í aðra flokka? ÞAÐ HLÝTUR AÐ VEKJA GRUNSEMDIR að tveimur dögum fyrir landsfund þurftu Ungir jafhaðarmenn að skipta út stórum hluta 400 aðal- og vara- fulltrúa sinna, vegna þess að skráðir fulltrúar félagsins á landsfund reyndust ekki skráðir í flokkinn. Samkvæmt upplýsingum DV tók það starfsmann skrifstofunnar heilan dag að vinna þessa vinnu og Ungir jafnaðarmenn urðu að skila inn nýj- um félagaskrám. Þetta er ekki í sam- ræmi við yfirlýsingar Ágústs Ólafs Ágústssonar í Morgunblaðinu í gær þar sem hann sagði að Ungir jafnað- armenn hefðu skilað sínum listum átta dögum fyrir fund. LANDSFUNDARGESTIR HAFA VITNAÐ UM að kjörgögn á fúndinum hafi langt fram eftir fundi verið afhent án kröfú um persónuskílríki. Aðrir gestir hafa fullyrt að kosið hafi verið fyrir fjar- stadda. Um það hefur fjöldi vitna borið - bæði opinberlega og í einka- samtölum. Tölur um 94 prósent kosningaþátttöku vekja grun þegar borið er saman hversu margir voru á fundinum. f STAÐ ÞESS AÐ K0MA HREINT FRAM hefur nýi varciformaðurinn kosið að leggja á flótta. Hann neitar að svara spumingum fjölmiðla sem hafa varp- að fram spurningum um að allt hafi verið með felldu við kosningu hans. Maður sem alltaf hefur haft áhuga á að vera í sviðsljósi fjölmiðla, er farinn í felur. Hvernig ætlar flokkur sem hef- ur talað fyrir gegnsæi, heiðarlegum vinnubrögðum oglýðræði, að útskýra fyrir almenningi að maður sem svona vinnur geti verið í forystu flokks? AÐUR en samfylkingin byrjar að PREDIKA um breytt lýðræðisleg vinnu- brögð í þjóðfélaginu, þarf forysta flokksins að skoða garðinn sinn nán- ar. Hvemig er hægt að taka mark á fólki sem vinnur svona og reynir síð- an að breiða yfir allt? Stefnuskrá Magnúsar í siðferði Landspítala Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítalans, hefur skoðanir á sið- fræði myndbirtinga í blööum. Hér em sjö atriði, sem Magnús gæti líka haft siðferðilega skoðun á. Magnús Pétursson fordæmir sffelldan taprekstur Landspít- alans upp á mörg hundruð milljóna á ári undir hans stjórn. Magnús Pétursson fordæmir að loftræstikerfi Land- spltalans skuli árum saman ekki vera hreinsuð frá grunni til að draga úr Ifkum á hermannaveiki. Magnús Péturs- son fordæmir að mikilvægum deild- um Landspftalans sé lokað á sumrin og veikir geðsjúk- lingar settir út á göt- una undir hans stjórn. Magnús Pétursson for- dæmir að ekki séu gerðar harðari ráð- stafanir gegn Landspftalaveirunni, sem hvergi er til ( heiminum nema á Landspftalanum. Magnús Pétursson for- dæmirað oflitlum peningum Landspít- alans sé eytt í að búa til nýja silki- húfustétt sviðs- stjóra, sem engir voru til, þegar hann kom til spftalans. Magnús Pétursson fordæmir að silki- húfum úrfjármála- ráðuneyti séu falin mannaforráð Land- spftalans til að gera i.llt ástand spftalans enn verra. Magnús Pétursson fordæmir að yfir- læknar og yfirhjúkk- ur Landspitalans séu ekki nógu vel að sér um sögustaði Sturlungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.