Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 35
DV Helgarblaö LAUGARDAGUR 28. MAl2005 35 Dagbjört Lára Sverrisdóttir greindist með brjóstakrabbamein í desember árið 2003. Hún hafði gengið á milli lækna með stórt ber í brjóstinu í fjög- ur ár en alltaf verið send í burtu. Hún segist ekki reið en er bitur þar sem allar áætlanir flölskyldunnar fóru úr skorðum vegna veikindanna. Eigin- maður Dagbjartar hafði áður sigrast á eistnakrabbameini og stóð eins og klettur við hlið konu sinnar. „Ef maður skoðar alla þessa áhættuþætti þá fell ég ekki undir einn einasta af þeim,“ segir Dag- björt Lára Sverrisdóttir sem greindist með brjóstakrabbamein í desember árið 2003. í dag er Dag- björt þrítug og komin í gegnum krabbameinsmeðferðina. Hún hafði gengið lækna á milli í fjögur ár vegna stórs bers sem var í brjóstinu en fékk alltaf sama svar- ið - að bíða og sjá til. Berið orðið hnefastórt „Þetta byrjaði þegar ég var 25 ára en þá kom dökkur blettur í brjóstahaldarann og upp úr því fékk ég svæsna sýkingu sem eng- inn gat útskýrt. í dag finnst mér þetta augljóst enda vitað að krabbamein getur legið að baki sýkingar. Ég hitti þónokkra lækna en enginn nefndi krabbamein og sjálfri datt mér það ekki í hug þó ég væri viss um að eitthvað væri að,“ segir Dagbjört. Ári seinna var ber á stærð við kíví á þeim stað sem sýkingin hafði verið. Dagbjört fór tii læknis en hann vildi bíða og sjá. „Þeir hefðu átt að fjarlægja þetta á meðan það var góðkynja. Þarna voru strax komnir fram kalkblettir sem sumir h'ta á sem fyrsta stigs krabba. Ég fór til annars læknis í apríl og var þá með svæsin einkenni. Berið, ef svo er hægt að kalla það, var orðið hnefastórt og ég komin með stingandi verki og húðin dælduð sem þýðir að krabb- inn er kominn í sogæðakerfið. Ég sagði þessum lækni hvað hinir höfðu sagt og þá vildi hann líka bíða. í desember, fjórum árum og fjórum læknum síðar, kom svo greiningin og ég fór í aðgerðina í janúar í fyrra.“ Þrítug á breytingaskeiðið Dagbjört og eiginmaður henn- ar gengu í það heilaga árið 2001 og þau eiga tíu ára son saman. Hún var í lífeindafræði í Tækniháskóla íslands þegar hún greindist en fjölskyldan hafði ætlað að flytja til Bandaríkjanna þegar hún kláraði skólann svo veikindin settu heldur betur strik í áædanir þeirra. „Við vorum farin að plana frek- ari barneignir og ætluðum að flytja út um sumarið svo þetta fór allt úr skorðum og ég er mest bitur út í það. Maðurinn minn hafði einnig sigrast á krabbameini svo ég vissi að lyfjameðferðin gæti haft áhrif á frjósemina. Við ákváðum því að baktryggja okkur með því að fara í glasasmeðferð og ég seinkaði krabbameinsmeðferðinni á með- an. Ég verð á lyfjum næstu fimm árin og má því ekki verða ófrísk og fósturvísamir geymast ekki nema í fimm ár svo ég veit ekki hvernig þetta fer,“ segir hún hugsandi en lyfin hafa gert það að verkum að Dagbjört er komin á breytinga- skeið sem hún segir ekki skemmti- lega reynslu þegar maður er á þrí- tugsaldrinum. „Krabbameinið nærist á horm- ónunum en ég vona að ég verði eins og ég á að mér að vera þegar ég hætti á lyfjunum. Þá gæti ég jafnvel orðið ófrísk á eðliiegan hátt en fósturvísarnir eru okkar vara- skeifa." Niðurbrotin á líkama og sá{ Lyfjameðferðin tók fjóran og hálfan mánuð og Dagbjört segir þá lífsreynslu ekki hafa verið neina lautarferð og þá sér í lagi í lok hennar. Eftir lyfjameðferðina tók við einn og hálfur mánuður í geislameðferð þar sem meinið var komið út í þrjá eitla. „Ég var samt mjög fegin að losna við þetta brjóst sem var búið að bögga mig svona lengi því ég vissi alltaf að það væri eitthvað að þó ipig grun- aði aldrei krabbamein," segir Dag- björt. Hún segist alls ekki hafa fengið sjokk þegar hún loksins greindist og hún man ekki einu sinni eftir að hafa grátið. í dag er hún í brjósta- uppbyggingu svo þótt krabba- meinsmeðferðinnni sé lokið á hún ennþá langt í land. Þar sem brjóst- ið var hefur verið settur vefja- þenslupoki sem er fylltur vikulega með saltvatni og síðan verður silí- kon sett í staðinn. 18 mánuðir og þrjár aðgerðir fara í það. „Ég vildi að einhver hefði bent mér að á að tala við lýtalækni áður en ég fór í aðgerðina því það hefði sparað mér heilmikinn tíma. Eftir meðferðina fór ég í endurhæfingu þar sem mér tókst að klára loka- verkefhið mitt því þarna var ég al- veg niðurbrotin á líkama og sál og var ekki líkleg til stórræða. Þannig að þetta tók næstum ár, allt ferlið, frá janúar til nóvember. Að mínu mati er nauðsynlegt að mæta í endurhæfingu og mér hefði aldrei tekist að rífa mig upp og klára verkefnið annars." Erfitt fyrir soninn Þrátt fyrir að vera slöpp í lyfja- meðferðinni lét Dagbjört veikind- in ekki stjórna lífi sínu að öllu leyti. Hún hélt áfram í skólanum eins lengi og hún gat og þar sem hún hafði þegar skráð sig á íslands- meistaramótið í magadansi áður en hún veiktist ákvað hún að láta slag standa og keppa. „Ég mætti í miðri lyfjameðferð með hárkollu og gervibrjóst og þó mér hafi gengið herfilega var ég ánægð með að hafa tekið þátt því þetta var viss persónulegur sigur. Ég fékk líka að taka þátt í útskrift- inni í skólanum og tók þar á móti tómu umslagi enda átti ég eftir að skila lokaverkefninu og svo fór ég líka með hópnum út í útskriftar- ferð.“ Dagbjört segir veikindin vissu- lega hafa reynt á fjölskylduna og sonur þeirra hafi sem minnst viljað um veikindin tala. Ef hún reyndi að ræða við hann sagðist hann vita að hún myndi ekki deyja og varð bara pirraður. „Enn þann dag í dag fæ ég hann ekki til að tala um þetta og þyrfti að fá þriðja að- ila til þess til að ná þessu út því ég veit að þetta hefur haft sín áhrif á hann.“ Veikindin settu allt úr skorðum Áður en Dagbjört veiktist hafði hún verið í fínu formi og fór meira að segja á námskeiði fyrir kennara í Body Attack helgina fyrir grein- ingu. Hún segir að líkamleg heilsa hennar hafi ábyggilega hjálpað henni í veikindunum en að sama skapi hafi breytingin verið mikil. „Mér fannst mjög erfitt að missa hárið og eiginlega verra en að missa brjóstið. Ég hafði verið með sítt, fallegt hár og fíla mig engan veginn með svona stutt hár. Breytingin var að öllu leyti rosaleg. Allt í einu var ég orðin sköllótt og gat ekki gengið í 5 mínútur án þess að verða móð. Ég vissi samt að ég myndi ekki deyja þó ég geri mér grein fyrir að það gætu nokkrar frumur hafa farið af stað sem eiga eftir að grassera síðar svo ég er ekki úr allri hættu." Dagbjört viðurkennir að lífs- reynslan hafi kennt henni ýmislegt en hún' segist þegar hafa vitað hvers virði h'fið væri. „Þetta mark- ar sín spor og núna get ég ekki fengið sjúkra- eða líftryggingu og mér skilst að ég fái ekki að ættleiða eða gefa blóð framar. Veikindin firestuðu hka öUum okkar plönum. Við vorum búin að bíða með að flytja út í fjögur ár eftir að ég kláraði skólann en það verður bara að gerast seinna. Ferðin út frestast um tvö ár og bameignirnar frestast um fimm ár. Maður verður bara að taka þessu því svona eru hlutirn- ir.“ Mun ekki deyja strax í dag vinnur Dagbjört að því að koma lífinu á réttan kjöl aftur. Hún starfar hjá Blóðbankanum og er fegin að vera aftur farin að taka þátt í lífinu. Hún segir að atvinnu- leitin hafi verið erfið enda var hún þá nýkomin úr meðferð. Hún upp- lifir enga reiði yfir þeirri staðreynd að þau hjónin hafi bæði þurft að berjast við jafii alvarleg veikindi og krabbamein. „Ég er aUs ekki reið og finnst ég frekar heppin að vera á lífi og að krabbinn hafi ekki verið það svæs- inn og dregið mig tíl dauða. Ég er aðaUega svekkt við sjálfa mig fýrir að hafa ekki fylgt eigin innsæi í staðinn fyrir að hlýða læknunum. Ég geri mér samt alveg grein fyrir að þó ég deyi ekki núna þá á ég kannski eftir að deyja úr þessu síð- ar og hún fer í taugarnar á mér, þessi tröUatrú sem fólk hefúr á hugarástandinu, að hvort maður lifir eða deyr fari eftir því hvemig maður hugsar. Staðreyndin er að þetta er aUt spuming um ffumuhffiæði þegar talað er um lífslíkur. Ertu með stig 2B eða stig 4? Ertu með háa pró- sentu í vaxtaþættinum Her2neu? Svona spurningar skipta meira máh en að vera einhver Polhanna þó hugsunin skipti máh að því leyti að bjartsýnin fær mann og fólkið í kring tU að hða betur. Ég óttast að þetta taki sig upp aftur en ekki samt jafn mUdð og ég gerði. Núna veit ég að ég get höndlað þetta því það er heUing hægt að leggja á mig, svo lengi sem ég fæ að lifa. Það er það eina sem skiptir máh. Ef ég fæ þetta aftur þá vona ég bara að það verði komin lækning og ég bíð eftir lækningu." Eiginmaðurinn með eistnakrabbamein Eiginmaður Dagbjartar fékk krabbamein í eista árið 1997 en þá bjó hann í Bandaríkjunum. „Við vorum í fjarbúð á þessum tíma og það var mjög erfitt að geta ekki verið hjá honum. Hann hefur samt verið minn klettur f gegnum þetta og það hefur verið gott að geta spurt hann ráða enda með sömu reynslu," segir Dagbjört en hún hefur einnig leitað hjálpar hjá Krafti, samtökum ungs fólks með krabbamein. „Ég vU endUega benda öUum sem hafa greinst á að kíkja á fundi því það gerir mikið að hitta aðra sem hafa verið í sömu sporum og vita um hvað maður er að tala. Ég er ekkert einsdæmi um að vera svona ung með brjóstakrabba og ég þekki nokkrar á mínum aldri sem greindust á svipuðum tíma og ég hef heyrt um nokkrar 17 ára stelpur í öðrum löndum svo það er aldrei of snemmt að byrja að fylgj- ast með og vera meðvitaður um að það eru ekki bara gamlar konur sem greinast." indiana@dv.is -» <*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.