Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 11
Nýstárleg
veðhlaup
Nýjasta æðið í Rússlandi
eru veðhlaup séralinna
svína. Rússneskir svína-
bændur hafa af því tilefni
snúið sér í auknum mæli að
því að sérrækta svín með
sérlega langa fótleggi.
Sergie Spirin, dýralæknir og
forseti sambands
kappsvínaræktenda, segir
að svínin gangi í gegnum
margra mánaða þjálfun
áður en þau keppi. Þjálfun-
in gangi út á að svínin séu
svelt, látin hlaupa og síðan
gefið að éta að hlaupi
loknu. Þannig séu þau skil-
yrt til að hlaupa allan
hringinn.
Náttúran
kallar
Lögregla í Hollandi
handtók tvo innbrots-
þjófa í víkunni þar sem
þeir voru í miðjum ást-
arleik. Nágrannar auðs
húss í bænum Beun-
ingen kölluðu til lögreglu
þegar þeir heyrðu tor-
kennileg hljóð koma frá
húsinu. Lögreglumenn
sem svöruðu útkallinu
komu að 39 ára gömlum
manni og 35 gamalli
konu í innilegum atlot-
um. Þau sögðu lögregl-
unni að ástæðan fyrir
innbrotinu hefði verið
skyndileg þörf þeirra til
að stunda kynlíf. Lög-
reglan segir að engin
eftirmál verði af málinu.
Neyðarlína
fyrir plöntur
Fyrirtækið SOS
Express í Chile er
farið að bjóða upp á
þá sjálfsögðu þjón-
ustu að hafa sjúkra-
bíla fyrir plöntur til
taks. Fólk sem á
plöntur sem eru að
deyja geta hringt í neyðar-
línu fyrirtækisins. Þá er
einn af fjórum sjúkrabílum
þess sent á staðinn með
einn plöntufræðing innan-
borðs. Þjónustan er hugsuð
fyrir bæði fyrir almenning
sem og garðyrkjubændur
sem óttast um velferð
plantna sinna.
Skorturá
skeinipappír
4
Mikill skortur er
nú á salemispappír í
Finnlandi eftir
fjögurra vikna
verkfall starfs-
manna í finnska
pappírsiðnaðin-
um. Salemispappír er
að verða uppseldur alls
staðar í Finnlandi þar sem
fólk hamstrar það sem til
er. Einn búðareigandi segir
þær fáu sendingar sem
hann fær klárast nær sams-
tundis. Afleiðingarnar em
þær að Finnar sem staddir
em í fríi erlendis fylla ferða-
töskur sínar af klósettpapp-
ír í stað hefðbundinna
minjagripa.
Kanadískur svínabóndi í Vancouver ákærður fyrir fjöldamorð
Gat grísunum líkamsleifarnar
Versti fjöldamorðingi Kanada, og jafnvel allrar Norður-Ameríku,
mætti fyrir rétt í gærdag þar sem lesnar voru upp ákærur gegn
honum. Ákærumar hljóða upp á morð á tuttugu og sjö konum
undanfarna tvo áratugi, en talið er að þau séu fleiri.
Svínabóndinn Robert Pickton
var handtekinn árið 2002 þegar
lögreglan í Vancouver fann líkams-
leifar kvenna á bóndabæ hans.
Hann var grunaður um að tengjast
hvarfi 67 kvenna s. Stór hluti hinna
horfnu kvenna vom vændiskonur
og vímuefriafíklar sem héldu til í
austurhluta miðbæjar Vancouver,
fátækasta hverfi borgarinnar með
hæstu glæpatíðnina.
Tólf nýjar ákærur
Saksóknarinn Michael Petrie las
upp ákærur gegn Pickton fyrir
hæstarétti Bresku-Kólumbíu.
Athygli vakti að tólf ný nöfn höfðu
bæst á listann og hækkaði því fjöldi
morðanna sem Pickton er ákærður
fyrir úr fimmtán í tuttugu og sjö.
Við ítarlegar rannsóknir á svínabúi
Efsíðar meir kemur í
Ijós að Pickton stendur
á bak við hvarfallra
kvennanna 67 þá er
hann versti fjölda-
morðingi heims sem
náðst hefur og verið
dæmdur.
Picktons hafa hins vegar fundist
erfðaefni þrjátíu og einnar konu en
lögregla og saksóknarar hafa
ákveðið að bíða með ákæmr ann-
arra morða þar til síðar. Vonast er
til að réttarhöldunum ljúki í byrjun
næsta árs.
Óbeint mannát
Óvíst er hvað hefur orðið um
líkamsleifar ailra þeirra kvenna
sem Pickton er ákærður fyrir að
hafa myrt. í fýrra greindu erlendir
fjölmiðlar frá því að grunsemdir
væru uppi um að hann hefði fóðr-
að grísina sína með þeim. Ef satt
reynist veldur það óhug því lög-
reglan í Vancouver getur ekki úti-
lokað að Pickton hafi selt eða gefið
grískjöt jafnvel þótt hann hafi ekki
haft leyfi til að selja afurðir.
Ef Pickton verður fndinn sekur
um öll morðin tuttugu og sjö verð-
ur hann afkastamesti fjöldamorð-
ingi Kanada. Mun afkastameiri
heldur en Marc Lepine sem myrti
14 manns í æðiskasti árið 1989. Ef
síðar meir kemur í ljós að Pickton
stendur á bak við hvarf allra
kvennanna 67 þá er hann versti
fjöldamorðingi heims sem náðst
hefur og verið dæmdur.
NILFISK
HEIMILISRYKSUGUR
a ASKO
Þvottavélar og þurrkarar
Augljós kostur...
Stál, ál og hvítt
Kraftmiklar og endingargóðar
wammmmmmmmmmmummammmmmHmtmrn
a ASKO
Hljóðlátar og vandvirkar
uppþvottavélar
Margar gerðir
H vítar,sva rtar
stál og ál
Raftækln okkar eru fyrsta flokks. /rönix
Kynntu Rér málið og gerðu verðsamanburðl Hátúni 6a 552-4420