Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 46
46 LAUCARDAGUR 28. MAÍ2005 Sport DV ^Einni öruggustu vítaskyttu landsins brást loks bogalistin Fyrsta vítaklúður Arnars í 17 ár Það var söguleg stund þegar Arnar Gunnlaugsson, fraxnherji KR, misnotaði vítaspyrnu gegn Keflavík á flmmtudag. Þetta er iyrsta víta- spyrnan sem Arnar misnotar á ís- landsmóti og í opinberum leik síð- an hann komst í meistaraflokk. Síð- ast misnotaði Arnar víti í opinber- um leik í unglingalandsleik gegn Noregi 21. september 1988 eða fyrir tæpum 17 árum síðan. Arnar hafði skorað úr sjö víta- spyrnum í röð á íslandsmótinu áður en hann klikkaði í Keflavík en fyrsta vítið sem hann tók á íslandsmóti var fyrir tíu árum síðan með Skaga- mönnum. Einnig hafði Arnar tekið víti fyrir íslenska landsliðið og Leicester City án þess að klúðra. Hann man því vel hvenær síðasta klúður átti sér stað. Skaut hátt yfir „Það var í drengjalandsleik gegn Noregi á KR-vellinum en ég var þá 16 ára. Ég skaut himinhátt yfir og það er enn verið að leita að boltan- um í Vesturbænum," sagði Amar í léttum tóni en hvernig ætli tilfinn- ingin hafi verið að klúðra víti eftir allan þennan tíma? „Hún var ekkert góð. Mér fannst ég aðallega vera að bregðast félög- unum," sagði Arnar en var hann ekkert hissa að boltinn skyldi ekki fara inn fyrir línuna? „Jú, reyndar. Þetta var nefnilega ekkert alslæmt víti. Þetta var nokkuð fast og hann varði vel. Þetta var ekki eins slæmt og hjá Shevchenko. Fyrst hann gat klikkað þá hlýt ég að geta klikkað líka," sagði Arnar Gunnlaugsson sem mun væntanlega taka áfram víti fyrir KR. henry@dv.is KEMURÚT A FIMMTUDÖGUM ,FYLGIR OKEYPIS MEÐ DV ÁSKRIFT Pottþéttur á punktinum Arnar er ein öruggasta vltaskytta landsins. Hann skorar hér I Evrópuleik gegn Pyunik. DV-mynd E.ÓI. 1 * r " " ■ Umdeild vítaspyrna réð úrslitum í leik Keflavíkur og KR á fimmtudag Víti eða ekki víti? ' I Ágúst Gylfason j Segir vitaspyrnu- I dóminn vera tómt I kjaftæði . *l —--------------- „Þetta var ekki víti og alveg langt frá því.“ sagði Ágúst Gylfason, varn- armaður KR, þegar DV spurði hann út í vítaspymudóminn sem orsak- aði sigurmark Keflavíkur gegn KR á flmtudagskvöld. Garðar öm Hin- riksson dæmdi vítaspymu á Ágúst og taldi hann hafa brotið á Baldri Sigurðssyni leikmanni Keflvíkinga, þetta var á 67.mínútu leiksins en þá var staðan 1-1. Guðmundur Stein- arsson fór á punktinn og skoraði sigurmark leiksins. „Þetta var þannig að Baldur hélt fyrst utan um mig, svo kom boltinn eftir hornspyrnuna og ég ædaði að fara að hreinsa burtu. Þá kom hann alit í einu á bak við mig og reyndi að skalla boltann, hann beygði sig nið- ur og skallaði beint í hnéð hjá mér. Það var náttúrulega ákveðin áhætta sem hann tók með því að beygja sig niður en ég lyftí bara hnénu upp Baldur Sigurðsson Ágúst sparkaði I mig. „Það er alveg klárt að hann sparkaði í mig, það var sjálfur skór- inn sem fór í mig og ég tel að þetta hafi verið réttur dómur, ég viðurkenni þó að þetta sé matsatriði." þegar ég var að sparka og þá skallaði hann í það." sagði Ágúst og segir að frekar hefði átt að dæma auka- spyrnu á Baldur sem hékk utan í honum rétt fyrir þetta umdeilda at- vik og togaði í hann. „Svona dæmdi hann Garðar þetta samt og ekkert sem hægt er að gera við því." Þessi lýsing Agústar kom Baldri á óvart þegar DV hafði samband við hann. „Það er alveg klárt að hann sparkaði í mig, það var sjálfur skórinn sem fór í mig og ég tel að þetta hafi verið réttur dómur, ég viðurkenni þó að þetta sé matsatriði. Ef ekkert hefði verið dæmt þá hefði ég örugglega eitthvað kvartað en ekkert svakalega mikið." sagði Baldur sem telur dóm- inn vera réttmætanlegan. „Ég var klárlega að skalla boltann og hann sparkaði í mig, ég var á undan í bolt- ann.“ Baldur var síðan spurður út í það hvort rétt hefði verið að dæma aukaspyrnu á hann rétt áður fyrir að vera of aðgangsharður við Agúst í teignum þegar hornspyman var tek- in. „Ég man það nú ekki mjög vel en held að þetta hafi bara verið nokkuð eðlileg barátta innan teigs, ég man ekki eftir því að neitt óeðliiegt hafi verið á ferðinni og ekki að ég hafi eitthvað verið að taka utan um hann" sagði Baldur sem gat þó ekki neitað því alfarið að það hefði mátt dæma á hann aukaspyrnu. jelvar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.