Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 Fréttir DV Kannarjarð- skjálftavarnir Dr. Abdul Kalam, forseti Indlands kemur til íslands á sunnudag í opin- bera heimsókn. Ind- land er fjölmenn- asta lýðræðisríki í heimi og því er spáð að það verði eitt af þremur öflugustu hagkerfum í heimi á næsta áratug. Kalam hefur í hyggju að kynna sér jarðskjálftavið- vörunarkerfi hér á landi ásamt því að kanna sam- vinnumöguleika landanna í lyíjaþróun. Hann mun einnig kynna sér nýtingu jarðhita til orkuframleiðslu og vetnisverkefnið sem ís- lensk fyrirtæki hafa leitt. Hætta viðskiptum Hafnarfjarðarbær er hættur viðskiptum við Sparisjóð Ilafnaríjarðar. Á fundi bæjarráðs í vikunni var ákveðið að taka tilboði frá KB banka og munu því í framtíðinni öll viðskipti Hafnarfjarðarbæjar fara í gegnum hann. Hafnarfjarð- arbær hefur frá upphafi skipt við Sparisjóð Hafnar- fjarðar en nýlega var gerð umdeild hallarbylting í bankanum þar sem Mathiesen-ættinni var bol- að út. Eftir það hafa fleiri aðilar, eins og Fjarðarkaup, íhugað að hætta viðskipt- um við bankann. Deilt um skólamáltíðir Stjóm foreldra- ráðs Njarðvíkur- skóla hefur skorað á bæjarstjórn Reykja- nesbæjar að fara ekki í útboð á skóla- máltíðum í Njarð- víkurskóla. Árna Sigfússyni bæjar- stjóra hefur verið falið að svara erindi foreldraráðsins skriflega. Jóhann Geirdal, aðstoðarskólastjóri Njarð- víkurskóla og bæjarfulltrúi, segist mótfallinn hug- myndum um útboð. „Mötuneytið er oft kallað hjarta skólans og krökkun- um þykir vænt um konurn- ar sem þar vinna," segir Jóhann. Hnífstungukonan Stella Björk Guðjónsdóttir mætti til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur i gær. Stella játar að hafa stungið Kristmund Þorsteinsson í bakið en bar fyrir sig að hann hefði margsinnis gengið í skrokk á henni. Stella og Krist- mundur hafa fyrirgefið hvort öðru. Stella og Krist- mundur biðuað- almeðferðar! gær. Stella Björk Guðjónsdóttir stakk mann sinn í bakið aðfaranótt 15. nóvember á síðasta ári. Kristmundur Þorsteinsson, maður hennar, vill alls ekki að hún fari í fangelsi en hvorugt þeirra segist vita hvers vegna hún stakk hann. Þau höfðu verið á fimmt- án mánaða fylleríi þegar hnífstungan átti sér stað. Fyrir dómi sagði Stella að maður sinn hefði margsinnis gengið í skrokk á henni gegnum tíðina og síðar um nóttina hefðu þau bæði einfaldlega misst algjörlega stjórn á sér. „Það var mikið búið að ganga á og svo snappaði bara hann allt í einu og þá gerðist þetta allt í einu," segir hún. Fimmtán mánaða fyllerí DV íjaUaði um málið í apríl og sagði Kristmundur Þorsteinsson, kærasti konunnar, að hann hefði fyrirgefið henni að fullu. Saman eiga þau tvö börn, sem bæði hafa verið tekin af þeim. „Við Stella enun rétt nýbúin að tfna okkur upp úr óreglu og svo kemur þetta mál úr djúpinu," sagði Kristmundur í aprfl. Stella staðfesti fyrir dómi að á þessum tíma hefðu þau verið í mikilli óreglu. „Við vorum búin að vera á fylleríi í fimmtán mánuði fýrir utan þrjár vik- ur í einhverri edrúmennsku," sagði Stella. „Ég er ekki vön að standa upp og stinga einhvern með hníf." Hafði gengið í skrokk á henni „Ég var svona mitt á milli þess að vera þunn og blindfull," sagði Stella og bar fyrir dómi að Kristmundur hefði margsinnis gengið í skrokk á henni og benti á tíðar heimsóknir á slysadeild í gegnum tíðina. Stella segir Kfistmund einnig hafa spark- að í sig sama kvöld og hún stakk hann. Þau rifust mikið og Krist- mundur hafði haft í hótunum við hana þetta kvöld. „Við rifumst í langan tíma," sagði Stella. Atburðarásinni lýsir hún þannig að þau hafl verið tvö að borða í svefnherberginu. Þá hafi Krist- mundur sagt eitthvað við hana sem hún mundi ekki alveg, en sú orð urðu til þess að hún stakk hann djúpan skurð í bakið. Stungan gerði það að verkum að annað lunga hans féll saman. Ekki vön hnífstungum Stella sagðist ekki venja sig á lík- amsárásir af þessu tagi. „Ég er ekki vön að standa upp og stinga ein- hvern með hníf," sagði Stella og sagðist sjá eftir hnífstungunni. Tveir félagar Kristmundar í íbúðinni reyndu að hjálpa honum og brá annar þeirra á það ráð að setja dömubindi á sárið. Hinn sagði Kristmundi að allt væri í lagi og að hann ætti að fara að sofa. Skömmu síðar fór Kristmundur út úr íbúð- inni og hringdi á sjúkrabfl, einsam- all. Kristmundur vill þó taka fram að allt sé í stakasta lagi hjá þeim núna og staðfestir Stella það. „Það er allt í lagi hjá okkur núna og við höfum verið edrú í tvo mánuði," sagði Stella. Dómsuppsaga verður í málinu innan fjögurra vikna. guðmundur@dv.is f„Þetta lofar góðu. Sjónvarps- auglýsingarnar byrjuðu síð- astliðinn fimmtudag og við i erum núna að senda iykia- kippu til markhóps okkar, allra á aldrinum 20 til 40 ára, þar sem bæjarmerkið og spjöld með áhersluþáttum átaksins Sandgerðis- bær-innan Landsíminn seilingar koma fram, “ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjar- stjóri í Sandgerði.„Átakið mun ganga fram á haust. Auk sjón- varpsauglýsingarinnar bætast viö dagblaðaauglýsingar og auðvitað lyklakippan. Það er feikna skemmtilegt aö standa íþessu." Sjómenn ræna reiðhjólum af Hafnfirðingum Prestar í kosningabaráttu í Hofsprestakalli Þjófóttir Rússar „Við tókum hjólin af þeim og ég býst við að þeir verði kærðir," segir Leifur Sigurðsson, varðstjóri hjá Lögreglunni í Hafnarfirði, en síðast- liðið þriðjudagskvöld þurfti að hafa afskipti af þjófóttum, rússneskum sjómönnum við Hafnarfjarðarhöfn sem höfðu rænt nokkrum reiðhjól- um úr bænum. Leifur segir að afskipti lögregl- unnar hafi minnkað mikið að und- anförnu. „Já, eftir að höfninni var lokað hafa afskipti okkar af þeim minnkað mikið. Hér á árum áður var hún mun meiri. Núna er girðing í kringum höfnina vegna Schengen- samningsins og mun meira eftirlit með umferð um höfnina." Hafnfirðingar hafa lengi kvartað undan framkomu rússneskra sjó- manna í bænum, þeir eru oft drukknir á almannafæri auk þess sem þeir hafa oft á tíðum verið til Rússneskir sjómenn hafa stolið hjólum af Hafnfirðingum. ama í sundlaugum bæjarins þar sem sumum finnst þeir þrífa sig illa og eiga það til að fara ofan í laugina á skítugum nærbuxunum en þannig telja þeir sig slá tvær flugur í einu höggi, þrífa sig og nærfötin sín. johann@dv.is Barist um brauð á Vopnafirði Hart er barist um brauð austur á Vopnafirði. Veiðihlunnindi fylgja prestakallinu og prestsefni hafa opnað kosningaskrifstofur. Almenn prestskosning fer fram í Hofs- prestakalli í dag og að minnsta kosti tvö prestsefni opnuðu kosninga- skrifstofur fyrir allnokkru síðan. Fjórir eru í framboði, þau Bryn- hildur Óladóttir, Klara Hilmars- dóttir, Stefán Már Gunnlaugsson og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir. Fimmti frambjóðandinn, Stefán Karlsson, hefur dregið framboð sitt til baka. „Ég kom austur og sá að þau Brynhildur og Stefán höfðu bæði opnað kosningaskrifstofur. Þá ákvað ég að draga mitt framboð til baka enda þótti mér þetta helst til mikinn farið," segir Stefán. H9* jjTj^ Vopnafjörður Nokkrar landsfrægar lax- veiðiárrenna um Vvopnafjörð. Veiðiréttur í Hofsá fylgir emb- ættinu sem löngum hefur runnið til reksturs jarðarinnar og hafa verið allnokkur hlunnindi af. Að sögn Klöru Hilmarsdóttur, eins umsækj- enda, mun vera sjaldgæft að til prestskosninga komi. Nú séu tím- arnir breyttir og hart barist um brauðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.