Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 Helgarblað DV r Anna Bella seldi sælgæti, reykti, át majónes með öllum mat og drakk gos með því. Hún var yfir kjörþyngd þegar hún fékk líkamsræktarkort i 28 ára afmælisgjöf. Hún lagði ósiðina á hilluna og fór að æfa. Seinna lenti hún í alvarlegu bílslysi og læknar ráðlögðu henni að hætta að æfa. Hún lét ekki segjast og lyfti lóðunum liggjandi á meðan hún gat ekki staðið. Nú stefnir hún á heimsmeist- aramótið i fitness á Spáni í september og hefur heimspeki Arnold Schwarzenegger að leiðarljósi. Anna Bella gefst aldrei unn f * *• J? , MJ M f * ' * . '' t „Égvar bara feit og vildi bæta úr því,“ segir Anna Bella Mark- úsdóttir þegar hún er spurð að því hvernig það kom til að hún byrjaði að stunda fitness. „Það tók mig tíma að komast af stað en þegar ég sá nokkrar konur vera að undirbúa sig fyrir vaxtaræktarmót árið 2000 fékk ég delluna. Ég horfði á þær og ákvað að svona vildi ég verða," segir Anna Bella sem hefur síðan keppt á níu mótum með misgóðum árangri. „Égseldisælgætiþegarégbyrj- íþróttin enn sem komið aði að æfa, reykti, borðaði majó- nes með öllum mat og drakk mik- ið kók. Þetta er eitthvað sem ég geri ekki lengur. Núna er ég alger- lega meðvituð um hvað ég borða og vigta meira að segja ofan í mig matinn. Ég æfi að jafnaði tvo til þrá tíma á dag nema þegar ég keyri upp fyrir mót, þá æfi ég í þrjá til fjóra tíma á dag,“ segir Anna Bella sem auk þess vinnur 12 tíma á dag. Augljóst er að hún þarf að skipuleggja tímann vel til að dæmið gangi upp. „Ég vakna svona fjögur til hálf fimm á morgnana. Þá fer ég á æf- ingu til að brenna í svona einn tíma. Síðan fer ég heim í sturtu og fæ mér morgunmat og vinn síðan frá 6.30 til 19. Á kvöldin lyftir mað- ur síðan og þegar heim er komið undirbý ég næsta dag vegna mat- aræðisins sem getur tekið allt að klukkutíma. Síðan tekur við brennsla í klukkutíma, rétt fyrir svefninn," segir Anna Bella sem lítur mikið upp til Arnolds Schwarzenegger, ríkisstjóra Kali- forníu og fyrrverandi herra al- heims. „Stefnan er að geta helgað sig fitness-íþróttinni alfarið næstu þrjú árin en það er hægara sagt en gert. Þetta kostar sitt og maður fær lítið af styrkjum enda heyrir fit- ness ekki undir fþróttasamband- ið. Fólkið sem maður er að keppa við erlendis er flest allt atvinnu- fólk í faginu en hérna heima er enn sem komiö er einungis stunduð sem áhugamál," segir Anna Bella sem leggur mikið upp úr réttu hugarfari enda segir hún það skipta mestu máli í þessu öllu saman. Arnold er snillingur „Andlega hliðin verður að vera í lagi, ég tala ekki um þegar maður er að vinna allan daginn og ætlar að stunda þetta með. Hugarfarið verður að vera rétt gagnvart íþróttinni," segir Anna Bella og snýr sér næst að Schwarzenegger og hans skoðunum. „Hann er bara snillingur. Ég veit reyndar ekkert hvernig hann er sem rikisstjóri en hlutirnir vefjast að minnsta kosti ekki neitt fyrir honum. Aldrei neitt væl eða afsakanir, hann bara setti sér markmið og náði því. Eins og hann sagði eitt sinn við strák sem spurði hann hvað hann þyrfti að gera til að verða atvinnumaður í vaxtarækt: „Ef þú ferð ekki upp í rúm á hverju kvöldi með brenn- andi þrá til að verða atvinnumað- ur í vaxtarækt, og vaknar ekki á hverjum morgni með brenríandi þrá til að verða atvinnumaður, getur þú eins gleymt því, vegna þess að það er undirstaðan að öllu!" Þetta er hugfar að mínu skapi og væri alveg til í að fara á námskeið hjá honum," segir Anna Bella sem hefur heldur betur sannað með frammistöðu sinni að hún hefur tekið þessi orð Tortím- andans sér til fyrirmyndar. Vorið 2003 lenti hún í alvarlegu bflslysi sem varð til þess að hún var nánast rúmföst í nokkra mán- uði. Henni var ráðlagt að hætta að æfa af svona miklu kappi en Anna Bella lét það sem vind um eyru þjóta. í dag er hún líka komin í fantaform og stefnir á að gera bet- ur á heimsmeistaramótinu þetta árið en í fyrra, þegar hún hafnaði í níunda sæti. Lyfti liggjandi „Ég lenti síðan í því að það var keyrt aftan á mig á 80 km hraða þar sem ég var kyrrstæð. Þetta var mikið högg og ég var rúmföst í langan tíma á eftir og varð að hætta að æfa um tíma. Að standa upp urðu heilmikil átök. Mér var síðan ráð- lagt að hætta að æfa svona mikið en ég hlustaði ekki á það. Að hætta kom alls ekki til greina enda er það orð ekki til í minni orða- bók,“ segir Anna Bella og hefur hugfar Arnold Schwarzenegger greinilega að leiðarljós. „Ég hef alltaf litið á það þannig að ef ég get ekki gert eitthvað standandi þá geri ég það sitjandi eða þess vegna liggjandi. Og það var einmitt það sem ég gerði. Ég hélt bara áfram að æfa en reyndar lá ég oft vegna sársauka í nokkra daga eftir eina æfingu," segir Anna Bella sem hélt samt ótrauð áfram að æfa. Nú er hún lflca nálægt sínu besta formi og ætlar sér stóra hlutí á heimsmeistaramótinu í sumar. „Þessi veikindi kenndu mér samt mikið. Ég fann hvað ég þurftí Stælí og stolt Anna Bella á heimsmeistaramótinu ityrra Hun lenti íalvarlegu bílslysi rúmu ári áður en HunnrfJ?efau T, ^ rá8le93'n9ar lækna. | " ?.rí ^nMstohwartzeneggerhjálpaðihenni mikið en hun lítur mikið upp til Tortímandans. Nú stetmrhun aðgera enn beturen ifyrra. að leggja á mig til að ná árangri og sjá það jákvæða í hlutunum en á sama tíma að vera varkár. Maður verður að setja sér raunhæf mark- mið og vinna sífellt að því. Ef mað- ur er bara með einhverja hug- mynd þá er maður bara að velta sér upp úr henni en ekki að vinna að sjálfu markmiðinu. Það er ekki nóg að hugsa, maður verður að framkvæma." Ætlar að verða best „Heimsmeistaramótið fer fram á einni helgi á Santa Súsana á Spáni í september. Ég fer vonandi með Heiðrúnu Sigurðardóttur vinkonu minni og ég stefni að sjálfsögðu á að gera betur en síðast þegar ég lenti í níunda sæti. Eftir því sem maður verð- ur betri og Átrúnaðargoðið Arnold er uppáhaidið hennar Önnu Bellu. nær meiri ár- angri því erfið- ara verður þetta. Ég vil alltaf gera betur og það ætlast flestir til að ég geri betur núna, ekki síst ég sjálf," seg- ir Anna Bella sem þessa dagna sef- ur fjóra til fimm tíma á nóttu til að geta komið allri dagskránni fyrir á einum sólarhring. „Draumurinn er að geta mink- að vinnuna og leggja fimess alveg fyrir mig en það er gríðarlega erfitt. Éghef fengið eitthvað af litl- um styrkjum hérna heima en þetta kostar mig auðvitað heilmikið. Búningarnir sem við erum í eru t.d. mjög dýrir. Kosta um 40 þúsund krónur þótt efn- „Ég seldi sælgæti þegar ég byrjaði að æfa, reykti, borðaði majónes með öllum mat og drakk mikið kók. Núna er ég al- gerlega meðvituð um hvað ég borða og vigta meira að segja ofan í mig matinn. Síðan æfi ég í þrjá til fjóra tíma á dag." islitlir séu. Þetta er allt sérsaumað en þar fyrir utan er keppniskostn- aður, ferðakostnaður og svo tapar maður náttúrlega mikið úr vinnu við að taka þátt í svona," segir Anna Bella sem vonar að einhver auðmaðurinn eða fyrirtækið taki upp veskið og hjálpi henni áleiðis. Á heimasíðu önnu Bellu, www.annafit.com, má finna mikið af áhugaverðum skrifum eftir hana sjálfa þar sem hún talar mik- ið um rétt hugarfar og andlegt ástand. Þetta er, eins og áður hef- ur komið fram, undirstaðan að góðum árangri að mati Önnu. „Eins og Arnold sagði eitt sinn þá verður maður gjöra svo og leggja mikið á sig ef maður ætlar að verða bestur. En það er einmitt það sem ég ætla að gera, að verða best. Ég legg mikla áherslu á þetta í hugleiðingum mínum og reyni alltaf að hafa þetta að leiðarljósi. Þá nær maður því besta út úr sjálf- um sér," segir Anna Bella að lok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.