Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005
Helgarblað DV
Díana
Glæsibýli
til sölu
drenillinn
Prinsinn og prinsessan Mich-
ael af Kent hafa sett 36 ekra
jarðeign sfna í Gloucestershire
á sölu. Býlið, sem er einkar
glæsilegt, byggt á 18. öld og
talið eitt fallegasta býlið í
Cotswolds, er til sölu fyrir
litlar 6 milljónir punda. Á
landareigninni eru þrjár hlöð-
ur, bílskúr, hesthús, stórir garð-
ar og útivistarsvæði. Fast-
eignasalar hafa keppst um að
dásama eignina og telja hana
tilvalið sveitaheimili fyrir
hina ríku. f húsinu eru
átta herbergi og fjórar
litlar íbúðir fyrir starfs-
fólk. Prinsinn og
prinsessan ætla að
eyða restinni af æv-
inni ífimm her-
bergja íbúð í
Kensington en
drottningin sér
um að borga
leiguna fyrir þau.
I hátíðarbún-
ingi í Kanada
Elísabet Bretlandsdrottning heillaði
Kanadamenn upp úr skónum (hátíð
sem haldin var í Kanada henni til heið-
urs. Drottningin sparaði ekki til við ■
klæðnaðinn og tókfram s(n fallegustu
og dýrustu klæði. Elísabet bar stóra fal-
lega demantskórónu á höfði og var auk
þess með veglega og glæsilega skart-
gripi. Hún var í fallegum hvítum silkikjól
og með skjannahvítan feld um herðarn-
ar. Elísabet sést sjaldan í svo háttðlegum
búningi og voru Kanarnir þy( upp-
veðraðir yfir uppátækinu. Drottningin
ætlar að að dvelja I Kanada í átta daga.
Hélt ræðu
til heiðurs
tengdó
Maxima krónprinsessa var einkar
glæsileg í gylltum kjól á Orange-há-
tíðinni fýrirfáeinum dögum. Prinsess-
an notaði tækifærið og hélt stutta
ræðu til heiðurs tengdamóður sinni,
Beatrix drottningu. Drottningin, sem
er ættuð frá Argentínu, stjórnaði
samkomunni,en á henni varfjallað
„sterkar konur".„í framhaldi af um-
ræðunni sem hér hefurfarið fram
langar mig að segja ykkur frá þeirri
sterkustu og áhrifamestu konu sem
ég hef nokkrun tímann hitt.Tengda-
móður minni," sagði Maxima.
Á meðal merki-
legustu Dana
Mary prins-
essa er komin á
lista yfir átta
þúsund merki-
legustu Danina.
Mary giftist
Friðriki krón-
prinsi þann 14.
maf 2004. Eins
og fram hefur
komið á prins-
essan von á sér
(október. Hún hefur upp á sfðkastið
ræktað móðureðlið (sér þar sem
henni var færður Iftill border collie-
hvolpur til eignar.Til hennar sást með
hvolpinn á göngu. Prinsessan var afar
glæsileg (þröngum gallabuxum og
háum stígvélum yfir. Letizia prinsessa,
sem á von á sér í nóvember, hefur
einnig fengið lítinn hvolp til að hugsa
Harry hund-
skammaður
Harry prins var hundskammaður í
vikunni (Sandhurst-herskólanum.
Prinsinn gerði þau mistökað halla
sér upp að vegg með hendur í vös-
um á meðan hann beið eftir klipp-
ingu. Yfirmaður I skólanum sá til
prinsins og öskraði á hann háum
rómi: „Þú ert í hernum. Drottn-
ingin borgar þér ekki fyrir
að hanga á götuhorni
spilandi vasapóker." Þeir
sem til þekkja segja yfir-
menn skólans viljandi
brjóta nemendur s(na
niðuráðuren þeir
byggja þá aftur upp.
„Harry verður að
venjast öskrunum
þv( hann á eftir að fá
að heyra meira af þeim." ’
Prinsinn stig-
inn úr rekkju
Ernst prins
kom (fyrsta
skiptiopinber-
lega fram nú (
vikunni síðan
hann veiktist al-
varlega í aprfl.
Prinsinn,sem er
51 árs, lagðist
inn á sjúkrahús
daginnáðuren
tengdafaðir
hans, prins Rainier, lést. Ernst mætti
ásamt eiginkonu sinni Karóllnu á
formúluna (Monakó ásamt nýja
þjóðhöfðingja landsins, Alberti
prinsi. Ernst hefur viðurkennt eiga
við áfengisvandamál að stríða en
segist ætla að taka sig á. „í 35 ár hef-
ur Kfverni mitt verið meira en villt,"
sagði hinn þriggja barna faðir. „En
héðan (frá munu hlutirnir breytast."
Þýskur almenningur er svo sólginn í slúöur um norsku konungsfjölskylduna að
ritstjóri eins götublaðsins hefur viðurkennt að helmingur fréttanna um fjölskyld-
una sé uppspuni. Samkvæmt þremur þýskum blöðum er Marius litli, sonur
Mette-Marit, þunglyndur því hann er útskúfaður af öðrum í fjölskyldunni.
„Hann talar ekki
þýsku og getur því
ekki lesið blöðin
okkar auk þess
sem þau eru ekki
seld í Noregi."
Norska konungsfjölskyldan
hefur fengið nóg af slúðri þýsku
pressunnar um málefni sín og
sér í lagi núna þegar börnin eru
komin inn í spilið og hefur
fjölskyldan því hafið málsókn.
Fjölskyldan hefur hingað til látið
skrif blaðanna óskipt en sárnaði
heldur betur þegar hinn átta ára
Marius, sonur Mette-Marit
krónprinsessu, var dreginn inn í
umræðuna. Þrjú götublöð í
Þýskalandi halda því fram að
litli prinsinn, sem er fóstursonur
Hákons krónprins, sé þunglynd-
ur og ástæða veikindanna sú
staðreynd að konungsfjölskyld-
an hafi ekki enn tekið honum
sem einum af þeim. í annarri
frétt sem einnig fjallar um Mari-
us er talað um að lífi hans stafi
ógn af mannræningjum sem
bíði eftir að koma höndum yfir
'hann.
Þjóðverjar með konungs-
fjölskyldur á heilanum
Norska konungsfjölskyldan er
gríðalega vinsæl í Þýskalandi og
því keppast þýsku blöðin um að
færa almenningi fréttir um hana.
Þar hefur meðal annars verið
fjallað um meintar ímyndaðar
meðgöngur prinsessunnar, fóst-
ureyðingar og sjúkdóma sem hún
hefur átt að þjáðst af og nú hefur
þýski lögfræðingurinn Matthias
Prinz hvatt konungsfjölskylduna
til að leita réttar síns.
Sænsku prinsessunnar Victor-
ia og Madeleine hafa einnig lent í
klóm þýsku pressunnar en þar
gekk máiið svo langt að fjölskylda
þeirra sá sig knúið til að kæra.
Marius kann ekki þýsku
Ritstjóri eins þýska blaðsins
sagði það ekkert leyndarmál að
helmingur af þessum fréttum
væri uppspuni. „Þýskur almenn-
ingur vill lesa þessar fréttir og
þetta getur ekki skipt Marius ein-
hverju máli. Hann talar ekki
þýsku og getur því ekki lesið
blöðin okkar auk þess sem þau
eru ekki seld f Noregi."
Camilla Parker Bowles mætti í sína fyrstu opinberlegu heimsókn án Karls Bretaprins
Camilla tekin ísátt
Á meðan Bretland virð-
ist klofið í afstöðu sinni til
þess möguleika að her-
togaynjan af Cornwalls
verði í framtíðinni drottn-
ing landsins er einn lítill
aðdáandi Camillu Parker-
Bowles viss f sinni sök. Á
meðan Camilla hélt í sfna
fyrstu opinberlegu heim-
sókn sem meðlimur kon-
ungsfjöiskyldunnar án
Karls Bretaprins hlupu til
hennar tvær litlar systur
sem héldu á skilti sem á
stóð: „Við höldum að þú
verðir yndisleg drottning!"
Camilla var greinilega
hrærð og hvíslaði að systr-
unum: „Þakka ykkur fyrir,
þið eruð mjög hugrakkar."
Við þau orð virtist yngri
systirin, Emiiy sem er 2
ára, missa kjarkinn og
hljójD aftur til móður sinn-
ar. Áður en hún stökk í
fang hennar virtist hún
skipta um skoðun, sneri
við og kyssti Camillu á
kinnina.
Camilla er forseti bein-
þynningafélags landsins
en móðir hennar Rosalind
Shand lést af völdum sjúk-
dómsins árið 1994 eftir
áralanga baráttu.
Camilla Parker Bowles
Emily litla smellti kossi á kinn Camillu.