Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 51
DV Lesendur LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 57 árið 1983 hófst eldgos í Gímsvötnum í Vatnajökli sem stóð í fáa daga. Reykjavíkurlistinn vinnur borgina í dag eru ellefu ár frá því Reykja- víkurlistínn vann sannfærandi sig- ur á Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vik í baráttunni um borgina. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði þá verið í meirihluta í tólf ár. Það var síðla árs 1993 sem at- burðarásin sem leiddi til sigurs R- listans hófst. Tveir ungir menn, Helgi Hjörvar og Hrannar Björn Arnarsson, eru taldir hafa átt einna mestan þátt í að ýta minnihluta- flokkunum út í viðræður um sam- eiginlegt framboð. Báðir tilheyrðu þeir stórum hóp ungs fólks sem kallaðist „Röskvukynslóðin" eftir stjórnmálafélaginu Röskvu í Há- skóla íslands. Röskva kom til sög- unnar árið 1988 og þar starfaði saman ungt fólk úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Samstarfið gekk vel og sá unga fólkið ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram samvinnunni eftír að úr Háskólan- um var komið. R-listinn tefldi fram forystu- manni sem ljóst var að stór hluti Reykjavíkurbúa var tilbúinn að treysta til að stýra borginni. Þetta var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem setið hafði á þingi fyrir Kvennalistann frá 1991 en hafði áður setið tvö kjörtímabil í borgar- stjórn fyrir Kvennaframboðið. í dag, ellefu árum síðar, hefur R-listinn enn meirihluta í borg- inni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddi Reykjavíkurlistann til sigurs í borgarstjórnar- kosningunum 1994. Ur bloggheimum Góðar fréttir „Og við eigum öll, hvar svo sem við stöndum, að geta sagt með stoiti-.Jsiand úr NATO - herinn burti" ÞórðurSveinsson lögfræðingur- www.mir.is. Besti vinur mannsins „Ég myndi þekkja kúkinn minn úrhundrað kúka hópi. Lögun hans og ilmur á sér sérstöðu. Hann/hún er sterkur einstaklingur og ég veit að hann er að standa sig vet þarna i hyldýp- inu. Næst þegar þú veitir því fyrir þér hvar vara er framieidd, veltu þvi fyrir þér hvernig hún komstalla leið!“ Garðar Borgþórsson - httpj/heivitisrofí.biog- spot.com/. Dásamleg pólitík „Og ég er svo gtöð að Selma datt út. Mitt fólk dattinná öðrum stöð- um, og ég er massasátt við forystu Samfó. Dásemd á dá- semd ofan, fundurinn f Egilshöll var næstum giamúrus og annál- aðir andpóiitíkusar vilja skrá sig i fíokkinn. En mig vantar hvíld. Það var ekki einn stóll, einn dúkur, eða einn stólfótur sem UJ raðaði ekki upp,ogþaðvar ekkert smá. Ogsvoer fólk að pirrast á glæsilegri kosningu Gústa? Stað- reyndin er einfaidiega súað við erum orðin ýkja mörg skal ég segja ykkur, ogáhraðieið með að verða virkasta og fjölmennasta ung- liðahreyfingin i geimi." Dagbjört Hákonardóttir - www.daria.blog- spot.com. Sönn dama „Ég vil að sjálfsögðu ekki ganga upp að manninum og brydda upp á samræðum, ég er nefni- lega dama. Ég vek athygli karlmanna með skartgripum. Þó vil ég alls ekki að hann haldi að ég hafí ekki áhuga. Ég vil ekki vera hard to get, afþvi að það virkar ekki. “ Hildur Lillienthal Viggósdóttir - www.biog.centrai.is/Rassabora. Barátta á balli „Fór áFSU lokaballið i gær með Gunnu minni. Það var ágætt fyrst meðan við vorum að dansa en svo varð ógeðstega leiðinlegt... ég var slegin, eða lamin or some... ienti við hliðina á siagsmáium sem voru að hefjast og það var olnbogað i hausinn ámérogsvo slegin í hendina... það var gert ekkað mál útúr þvi verst að ég sá ékkert hver gerði þetta..." Anna Birna Björnsdóttir-http-//folk.is/kjana- voffí. Brostið hjarta Stúikan sem Sylvfa fjatiar um plástrar brostið hjarta sitt með hefndinni. Lögfræðingurinn segir Sylvía Dögg Halldórsdóttir Skrífar um bitur- leika hefndarínnir. Ofbeldisgengið Fazmo Ég er alltaf að læra annarra manna viðhorf og skoðanir á alls kyns málefnum. Það nýjasta er viðhorf vinkonu minnar um samskipti kynjanna. Þessi stelpa er 27 ára gömul og kemur frá Búlgaríu. Fyrir 10 árum braut ungur maður hjarta hennar. Þessi unga dama á í dag sinn kærasta og sína íbúð en ekki er hún komin yfir ástarsorgina - tíu ára gamla. Frá þeim degi er ungi piltur- inn braut í henni hjartað hefur hún verið á hraðri leið hefhdarinnar. Af hverju? Jú vegna þess að hennar hjarta var brotið! Rétt- læti? Nei! Þar af leið- andi gerir hún alltsem í hennar valdi stendur tO að vinna yfir alla þá karlmenn sem henni þyk- ir áhugaverðir. Hún dregur þá á asnaeyrunum og vefur þeim um fingur sér. Drengir flykkjast í heimsóknir tU hennar tU Hollandsins og væntingarþeirra standast sjaldnast. Svo er þessi klassapía að gefa vinkonum okk- ar ráð. Hennar masterplan er að fara með þeim á stefnumót. Tæla þá upp úr skónum. Taka þá svo í rúmið og fleygja þeim svo áður en þeír skila þér! Við þurfum öU ást en hana er líka að finna í aUs kyns hornum sem ekki tengjast lífstíðarsam- bandi eða hinum eina „sanna". Býst þú við að finna sálufélaga og fuUkomið ástarsamband? Lesandi hringdi: Ég hef aldrei á ævi minni séð ástæðu tíl að kvarta undan einu né neinu, sérstaklega ekki neinu sem ég hef séð í blöðunum. En ég er alveg brjálaður út af greininnni „Út að griila með Fazmo" sem birtíst í föstudagsblaðinu. Ég skU ekki hvemig þið getíð verið að hampa svona mönnum. Þetta em annálaðir glæpa- menn sem ættí frekar að stinga í steininn heldur en að fara með í griil- veislu. Ég þekki þessa menn reyndar ekki sjálfúr, né hef lent í þeim. En ég þekki nokkra sem hafa lent í þeim, stráka sem gerðu þeim nákvæmlega ekki neitt. Vom bara á vitlausum stað á vitlausum tíma. Þessir Fazmo-gæjar ráðast á saklausa menn í hópum. Þeir stunda þetta beinlínis. Það sem mér hef- ur líkað best við DV er hvernig þið hafið aldrei verið óhrædd við að tækla glæpa- menn og annnan sora í samfélaginu og birta myndir af þeim og fjalla rækUega um þeirra mál. Eins og þið fjöliuðuö um Fazmo á sínum tíma. Mér fannst það geð- veikt gott hjá ykkur. Þess vegna fannst mér stinga svo í stúf að sjá þessa umræddu grein. Mér finnst ekki að það eigi að fjalla um ofbeldismenn sem einhverja snyrtípinna og einstök ljúfinenni. Þetta em glæpamenn og ekkert ann- að og það á að fjalla um þá sem slíka. Vitni óskast að eyðileggingu bíls Guðmundur hringdi: „Ég mætti í vinnuna og þá var búið að rústa bUnum okkar sem er Ford Escort 1996 módel. Hann var lagður í rúst við Faxafen 10 einhvern tí'ma miUi föstudags og mánudags. 10. Á sama tíma var brotíst inn í Menntaskólann Hraðbraut, sem er fyrir ofan. Ég skU ekki svona fólk því það er enginn tílgangur með þessu." Þeir sem upplýsingar geta gefið em beðnir um að hringja í 6615050 eða lögregluna í Reykjavík. Athugasemdirá heimasíðum DV birtír leiðréttingar á stað- reyndavillum í blaðinu á þessari síðu. Hafi menn hins vegar at- hugasémdir við skoðanir eða sjónarmið í DV og vUji skýra mál- stað sinn í löngu máli, geta þeir birt þann texta á heimasíðum sínum og mun þá DV birta hér slóð heimasíðunnar. Guðmundur leitar að þeim sem eyðilögðu bílinn hans. Einn sá öflugasti í bransanum „Vorið er aðalvertíðin í utan- hússþrifunum, en á þessum árs- tíma er mjög mikið að gera. Þetta er tíltölulega nýr atvinnu- vegur sem mikU samkeppni rík- ir í. Ég legg mikinn memað í að hafa kúnnana ánægða og reyni að þrífa það vel að ég sé ekki beðinn að koma aftur tíl að laga tíl eftír mig. Fyrirtækið mitt heit- ir Vanir menn ehf, og er ég ný- búinn að stofna það. Var rosa- lega heppinn að engum hafði dottið í hug að fá einkaleyfi fyrir þessu nafríi sem margir nota sem slagorð. Ég hef verið í utanhússþrif- um í sjö ár, og er með þeim öfl- ugustu hér á landi í þessum bransa og geng undir nafninu Glugga-Baldur. Var eitt sinn kaUaður Ofur-Baldur. Hentugt að hafa viðumefni því aUir muna eftír því. Ég reyni að hafa 77/ að geta stundað þessa vinnu þarf sterkan og heil- brigðan líkama. sem mest .af reglulegum kúnn- um sem panta mig þrisvar tíl fjórum sinnum á ári. Slagorð mitt er: Þú hringir, ég kem. Það ber árangur. Sterkur líkami TU að geta stundað þessa vinnu þarf sterkan og heUbrigð- an líkama. Ekki þýðir að hafa veikt bak, hné, úlnliði, háls, axlir eða nokkuð þess háttar. Margir hafa byrjað hjá mér og gefist strax upp því þetta er sannköU- uð erfiðisvinna, sérstaklega þeg- ar mesta tömin er, en þá em vinnudagamir langir og unnið aUar helgar. Húsin sem ég þríf em t.d. Perlan öU að utan og innan og er það skemmtílegasta verkefn- ið mitt, hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 sem er erfiðasta verkið en jafnframt mjög skemmtUegt, Umferðastofa, Borgartúni 30, KPMG, Borgar- túni 25 og Sunnuhlíð, þjónustu- íbúðir aldraðra í Kópavogi - aUtaf gaman að gleðja gamla fólkið. Álklæðningarumsýsla MikUvægt er að þrífa ál- klæðningar á húsum reglulega, en regluleg þrif auka endingu ál- klæðninga verulega. Saltíð skemmir þær á örfáum ámm, og mörg tUtölulega ný hús bera glögg merki þess. Menn halda að öU viðhalds- vandamál séu leyst með því að klæða húsin í ál, en það þarf að þrífa álið reglulega, sem er mjög ódýrt miðað við hvað það kostar að laga steypu og mála hús. Þeir sem selja álklæðningar segja oft ekki frá þessu, en verkfræðingar og arkitektar mæla eindregið með því að álklæðningar séu þrifnar, viðhaldsins vegna, tU lengri tíma litið. ir Siqurðarson, eða Glugga Baldur eins og hann kallast í utan- srifunum, hefur í sjö ár unnið sjálfstætt við utanhussþnf. F yr.r- hans Vanir menn ehf. hefur þó ekki náð ems mánaða aldri enda að ekki stofnað fyrr en nú i maf. Auk fyrirtækjarekstursins er * r r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.