Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 27
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 27
aður Islands
5Kaganum
Bjami Ármannsson fæddist 23.
mars 1968. Hann er af Akranesi og
gekk í ffamhaldsskóla þar. Þaðan
lá leiðin í Háskóla íslands þar sem
tölvunarfræði varð fyrir valinu. Þar
starfaði hann m.a. í háskólapólitík-
inni fyrir Vöku. Hann hóf snemma
störf hjá Kaupþingi ásamt Sigurði
Einarssyni og gekk lida verðbréfa-
fyrirtækið þeina vel. En Bjami vildi
mennta sig meira og komst inn í
IMD-skólann í Sviss sem er mjög
virtur. Þar lagði hann stund á
MBA-fræði og þegar heim var
komið fór hann að vinna hjá hin-
um nýstofnaða FBA. Með samein-
ingu Islandsbanka og FBA varð
Bjami bankastjóri við hlið Vals
Valssonar en eftir að hann hætti
hefur Bjami einn gegnt
starf-
inu. Heim-
ildarmönnum DV
ber saman um að Bjami sé vel gef-
inn maður, með skipulagið á
hreinu sem sést á því hversu vel
rekinn fslandsbanki er. Bjami á
erfitt með að treysta fólki og vinn-
ur því mikið sjálfur. Aðrir
segja hann ekki vera
mikið fyrir áhættur á Jm
meðan aðrir segja mF
hann einfaldlega
mjög skynsaman.
Víst er þó að Bjarni E
hefur unnið mjög
gott starf fyrir ís-
landsbanka/FBA á
síðustu árum. ”
Björgólfur Thor fæddist 19. mars árið 1967. Hann er sonur Björgólfs Guðmundssonar og Þóm
Hallgrímsson og er Vesturbæingur í húð og hár, gekk í Melaskóla og síðar Hagaskóla. Þaðan lá
leiðin í Versló þar sem hann stundaði nám í skugga málferlanna gegn föður hans vegna Hafskips-
málsins. Að loknu stúdentsprófi hélt hann til Bandaríkjanna í UCLA þar sem hann lagði stund á
viðskiptaffæði. Haxm færði sig síðan til New York og lauk námi frá NY University. Björgólfúr Thor
fór svo að vinna ásamt föður síntnn hjá Gosan sem framleiddi gosdrykki og árið 1993 færðu þeir
feðgar sig til Rússlands. Björgólfur eyddi næstu árum meira eða minna þar og gengu viðskipti
þeirra feðga í bjór- og gosdrykkjaffamleiðsu lygilega vel. Síðar leituðu þeir inn á lyfjamarkaðinn
og náðu yfirráðum í Balkanpharma á Búlgaríu árið 1999. Undir lok árs 2002 keyptu feðgamir
meirihlutan í Landsbankanum og hafa verið duglegir að fjárfesta víðs vegar um Evrópu. í dag er
Björgólfur Thor einn af 500 ríkustu mönnum heims og nýverið eignaðist hann sitt fyrsta bam
ásamt sambýliskonu sinni Kristínu Ólafsdóttur. Eignir Björgólfs Thors em metnar á um 65
milljarða króna.
Róbert Wessman er fædd-
ur þann 4. október 1969 og
er því ekki nema 35 ára gam-
all. Hann
ólstað \
^actav
Mosfellsbænum og fór í
Menntaskólann við Strnd.
Síðar nam hann viðskipta-
fræði við Háskóla íslands og
hóf að því loknu störf hjá
Samskipum. „Þá um vorið
fór ég tfi Samskipa og var þar
í tæp sjö ár. Ég byrjaði í fjár-
reiðudeildinni, fór síðan í
söludeildina og loks til
Þýskalands og var þar í eitt
og hálft ár. í beinu framhaldi
af því byrjaði ég hjá Delta
sem síðar sameinaðist
Pharmaco sem aftur varð að
Actavis á dögunum," var haft
eftir Róberti í viðtali fyrir um
ári síðan. Róbert er kvæntur
Sigríði Ýr Jensdóttur lækni.
Þau gengu í hjónaband 1997
og eiga saman Helenu Ýr og
Jens Hilmar. Róbert hefur nú
flutt til Lundúna þar sem
hann starfar að mestu en
hann er annars mikið á
flakki, enda er Actavis með
starfsemi í 25 löndum, um
7000 starfsmenn og 3000
hluthafa. í fii'stundum reynir
hann að stunda íþróttir og
eyða sem mestum tíma með
fjölskyldunni.
Sigrún Guðjónsdóttir er
fædd þann 4. aprfl árið 1972
þannig að hún er nýorðin 34
ára gömul. Segja má að hún
sé framakona af gamla skól-
anum, er ógift og bamlaus,
þannigað
vinnaná TælUIIVal
hug henn- -------------
ar allan. Sigrún er námshestur
mikiil og var í háskóla í 12 ár
þar sem hún lærði m.a. þýsku
og arkitektúr. Hún er útskrif-
aður arkitekt frá Technische
Hochschule í Karlsruhe á
Þýskalandi og upplýsingaarki-
tekt frá ETH í Sviss. Hún var
gerð að framkvæmdastjóra
Innn hf. undir lok árs 2003 og
skömmu fyrir áramót var
henni boðið að taka við for-
stjórastarfinu hjá Tæknivali.
Sigrún hefúr einnig tekið að
sér kennsklu í námskeiðum
Dale Camegie og hefúr þrátt
fyrir miklar annir ekki geta
slitið sig frá Háskólanum þar
sem hún er að svo gott sem
búinn með meistaranám í
tölvunarfræði. „MBA-nám er
nú farið að kitla mig og ætli
maður sjái ekki til hausúð
2006 hvort maður hafi tíma
þá fyrir slíkt nám,“ var haft
eftir Sigrúnu í viðtali fyrir
hálfú ári. „Ég get unnið allan
sólarhringinn ... Églifi fyrir
þetta,“ var haft eftir henni á
sama tíma. Sigrún þykir með
efhilegri stjómendum þessa
lands og hefur Pálmi Haralds-
son t.d. lýst yfir mikilli ánægju
með störf hennar enda hann
maðurinn sem gaf henni
tækifæri til að verða forstjóri
Tæknivals.
fjarmaiavit
Jón Ásgeir er fæddur í janúar árið 1968 og aðeins fimm ára gamall
mun hann hafa sagst æúa að verða ríkasú maður heims. Hann hóf að
selja poppkorn 12 ára gamall þannig að viðskipú og fjármál hafa greini-
lega átt hug hans frá barsaldri. Hann gekk í Versló og síðasta árið þar
vann hann hörðum höndum að opnun fyrstu Bónus verslunarinnar
ásamt föður sínum, Jóhannesi. Búðunum fjölgaði ört og árið 1992 keypú
Hagkaup helmingshlut í verslunarkeðjunni. Fyrir til-
stilli Jóns Ásgeirs var Baugur stofnaður árið 1998
og tók hann við forstjórastarfinu þar. Fyrir-
_ tækið er eitt það öflugasta á BAUGUR GROUP
jÆ/Bm^SSgí íslandi og f dag er Jón Ás-
geir ekki bara umsvifamikill hérna
% heima heldur erlendis lflca, sérstaklega í Bretlandi
mm þar sem Baugur hefur komið sér vel fyrir á smásölu-
ÉHHÍ markaðnum. Jón Ásgeir á tvö börn með eiginkonu
sinni fyrrverandi, Lindu Margréti Stefánsdóttur, en
í dag er hann í sambandi við Ingibjöru Pálmadótt-
v ur athafnakonu. Jón Ásgeir er sagður feiminn
og ekki mjög mannblendin en sannur vinur
§§k''>N^Bk vina sinna, líkt og faðir hann segir: „Ilann á
fáa en góða vini og þannig hel'ur það alltaf
verið. Vinir frá barnæsku em enn í hópi
hans bestu vina. Eg viðurkenni jió að
þeir sem eru honum ekki að
1» skapi, blandar hann síður geði
k viðcfhann ekkiþarfþess."
Hannes Smárason er fæddur í Reykjavík þann 25. nóvember árið 1967.
Hann ólst upp í Láuganeshverfinu, spilaði fótbolta með Fram á yngri
árum og gekk í MR. Hann spilaði líka með yngri landsliðum íslands og
fékk inngöngu í einn virtasta háskóla Bandaríkjanna, MIT, á fótboltastyrk
þar sem hann lærði verkfræði. Síðar fór hann í MBA-nám og fór í kjöífar
þess hóf hann störf hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey í Svíþjóð og síðar
Boston. Þar kynntist hann Kára Stefánssyni hjá íslenskri
erfðagreiningu og náðu þeir strax vel saman og síðar varð ,-ídjÉ
Hannes gerður að aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Æá
Ilann kvæntist Steinunni, dóttur Jóns Helga Guð- W
mundssonar eigenda BYKO, en þau skildu í fyrra og ™
þar með lauk einnig samstarfi tengda-
feðganna fyrrverandi sem höfðu stað-
ið í miklum fjárfestingum saman, og
m.a. náð yfirráðum í Flugleiðum. Ilann-
. .iJSbBP es hafði betur í baráttunni um völdin þar
og hefúr komiö sér vel fyrir í íslensku við- ■
skiptalífi. Hann er einn af þeim sem komist hafa :
áfram á eigin verðleikum og hefur með vinnu og
vönduðum vinnubrögðum tekist að brjótast
til frama. Hann eignaðist nýverið barn
með Unni Sigurðardóttur og gegnir nú
starfi stjórnarformanns FL Group
samhliða öðrum verkefnum.