Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 Helgarblað D\ Krabbamein var Guðný Zita Pétursdóttir greindist með brjóstakrabbamein í hægra brjósti árið 1990. í haust verða lið- in 75 ár frá því Guðný MISSTI BÆÐI <4 \vV:"‘ : veiktist og er hún þar með komin í sama áhættuhóp og þær kon- ur sem aldrei hafa veikst. Guðný segist hafa lifað í ótta við að veikindin tækju sig upp fyrstu árin á eftir en í dag veltir hún þessu lít- ið fyrir sér og ætlar að taka á erfiðleikunum þegar og efþeir koma. Guðný Zita Læknirinn sagöi henni aö hún heföi llklega gengið með æxlið I tlu ár. DV-mynd Páll Bergmann „Þetta var mikið sjokk enda var ég ung og með lítil böm,“ segir Guðný Zita Pétursdóttir sem fékk brjóstakrabbamein árið 1990. í haust verða 15 ár liðin frá því Guðný veiktist og verður hún þar með komin í sama áhættuhóp og þær konur sem aldrei hafa veikst. Allt breyttist á augnabliki Tveimur vikum eftir að Guðný greindist var hægra brjóstið tekið af henni og síðan tók við átta mán- aða lyfjameðferð. Meinið var kom- ið í eitlana og því má segja að Guð- ný hafi verið heppin að lifa veik- indin af. Hún greindist þegar fór að blæða úr annarri geirvörtunni en hún hafði farið í myndatöku á leitarstöðinni 11 mánuðum áður. „Það var rosalega erfitt að fá. þessar fréttir því allt í einu var fót- unum kippt undan manni og allt breyttist á einu augnabliki. Lækn- irinn telur að ég hafi verið búin að ganga með æxlið í allt að 10 ár en það hafði aldrei sést á myndum enda sést það oft ekki á ungum konum,“ segir hún en Guðný var 36 ára gömul þegar hún greindist. Óttinn situr enn í dótturinni „Ég varð alveg ofsalega hrædd fýrst en ákvað svo að ég skyldi sigr- ast á þessu og tók einn dag fyrir í einu. Fyrstu viðbrögðin vom reiði gegn lækninum sem sagði mér þetta og ég hugsaði sem svo að þeir mættu taka af mér bæði bijóstin og þess vegna handlegg- inn líka, bara til að losna við þetta en áður en ég vissi af var ég komin inn á spítala og í meðferð svo ég hafði ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir mér. Þetta var afar erflður tími og þá sérstaklega fyrir börnin mín sem þá vom 7,11 og 17 ára sem og eig- inmanninn. Ég held samt að 7 ára dóttir mín hafi átt erflðast enda þótti krabbamein á þessum tíma jafngilda dauðadómi og krakkarnir í skólanum sögðu henni að mamma hennar myndi deyja. Hún var alveg ofsalega hrædd um mig og ég held að þetta sitji enn þann dag í dag í henni,“ segir Guðný en bætir við að tímarnir séu breyttir í dag. Nú sé fólk upplýstara enda séu um 80% kvénna sem greinast með brjóstakrabbamein á lífl flmm árum eftir greiningu. „Brjóstakrabbamein er orðið ofsalega algengt og ég held að það aukist jafnt og þétt en fjöldi þeirra kvenna sem lifa af eykst líka. Svona „Mér fannst aíveg rosalega erfítt að ■ missú brjóstið og í fyrstu héft ég oð ég myndi aidrei geto forið i sund eða íátið einhvern sjá mig en smám soman breytt- ist jþetta og í dag pæli ég ekkert í þessu." fféttir reyna alltaf mikið á fjöl- skylduna og þetta er einstaklega erfitt fyrir makann. Mér fannst þetta stundum erfiðara fýrir alla í kringum mig en það getur enginn gengið í gegnum þetta fyrir mann.“ Guðný segir lyfjameðferðina hafa verið ákaflega erfiða en hún fór í meðferð einu sinni í viku í þrjár vikur og fékk svo frí í eina viku. „Þetta var strangt ferli og ég varð voðalega veik og var rétt að jafna mig þegar ég fór aftur í með- ferð. Ég fór samt að vinna þrjá daga í viku síðari helminginn af lyfjameðferðinni því ég varð að gera eitthvað fyrir sjálfa mig and- lega." Missti sama brjóstið tvisvar Eins og fyrr segir missti Guðný hægra brjóstið sem hún segir hafa verið ákaflega erfiða lífs- reynslu. „Mér fannst alveg rosa- lega erfitt að missa brjóstið og f fyrstu hélt ég að ég myndi aldrei geta farið í sund eða látið ein- hvern sjá mig en smám saman breyttist þetta og í dag er ég ekk- ert að pæla í þessu. Ég fór í brjóstauppbyggingu sem var jafiivel ennþá erfiðari pakki þar sem aðgerðin mis- heppnaðist. Partur af maganum var tekinn og úr honum mótað brjóst en líkaminn hafnaði því svo ég þurfti að fara aftur. Þá var tek- inn vöðvi aftan af bakinu og sú að- gerð tókst en þetta hafði tekið marga mánuði og segja má að ég hafi misst sama brjóstið tvisvar," segir Guðný og bætir við að nýja brjóstið sé alveg tilfinningalaust og aðeins útlitsins vegna. Mikilvægt að mæta í skoð- un Guðný býr í Vogunum og hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá Sam- hjálp kvenna auk þess sem hún hefur í samstarfi við aðra stofnað sjálfshjálparhóp á Suðurnesjum sem heitir Sunnan 5. „Þessi sam- tök eru fýrir fólk með allar tegund- ir af krabbameini og ég tel svona hópa skipta mjög miklu máli. Þeg- ar ég greindist kom til mín kona sem ræddi við mig og sýndi mér gervibrjóst og brjóstahaldara og mér fannst hún hjálpa mér heil- mikið. Við erum líka í forvamastarfi og minnum konur á að mæta í skoð- un því það er svo rosalega mikil- vægt. Konur úti á landi eru mun duglegri að láta skoða á sér brjóst- in en talan dettur niður í 60% hér á Reykjavíkursvæðinu og við viljum gera allt til að ýta henni upp því þetta hefur svo mikið að segja." Met lífið betur eftir þessa reynslu Guðný segir brjóstakrabba- meinið hafa breytt öllu fyrir hana og hennar fjölskyldu. „Ég væri ábyggilega heilsuhraustari í dag ef ég hefði ekki veikst. Ég fékk líklega gigt eftir alla þessa lyfjameðferð og hef því ekkert getað unnið. Því gef- ur það mér mjög mikið að taka þátt í hjálparstarfinu. Ég held samt að ég meti lífið allt öðruvfsi eftir þessa reynslu og er þakklátari fyrir börnin mín og barnabörn. Eg var lengi vel hrædd eftir að ég hafði læknast og alltaf mjög kvíðin þegar ég fór í skoðun en það breyttist sem betur fer með árunum. Nú þegar svona langur tími er liðinn velti ég mér lítið upp úr hvort þetta komi aftur en ef það gerist þá tek ég á því þegar þar að kemur." indiana@dv.is BRJOSTIN „Ég fann hnút í brjóstinu en hugsaði ekki um hvort þetta væri krabbamein," segir Sigurbjörg Þorleifsdóttir sem greindist með brjóstakrabbamein árið 1990. Sig- urbjörg er eldhress í dag enda að verða 15 ár síðan hún greindist. Það var ekki fyrr hún var komin inn á leitarstöð og hafði fengið fréttfrnar að óttinn gerði vart við sig. „Ég held að ég hafi frosið til að byrja með en svo kom óttinn upp enda þótti krabbamein dauða- dómur á þessum tíma. Ég hugsaði með mér að nú myndi ég deyja og þegar ég fór að sofa á kvöldin sá ég mig fyrir mér liggjandi í lfkkist- unni. Ég á fimm böm og á þessum tíma vom þrjú af þeim heima og ég hugsaði mikið hvað yrði um bömin." Með hnúta í brjóstinu í dag Sigurbjörg segist ekki hafa reiðst yfir því að missa brjóstið eða hárið, reiðin hafi öll beinst að sjúkdómnum. Hún fór strax á krabbameinslyf og síðar í geisla- meðferð. Hún segist hafa orðið mjög veik af lyfjunum. „Manni leið ekki vel og geislunum fylgdi þreyta þegar á leið. Fimm ámm síðar sögðu lækn- amir að ég væri orðin frísk en síð- an hafa verið teknir nokkrir hnút- ar sem hafa þó allir verið góð- kynja. Ég finn ekki fyrir hræðslu þegar ég finn hnútana og leyfi mér aldrei að hugsa út í hvort um krabbamein sé að ræða. Ég fer bara og læt taka þá,“ segir Sigur- björg en í dag em þiír eða fjórir hnútar í hægra brjósti hennar sem hún fylgist vel með og mun láta taka ef þeir fara að stækka. Sátt við líkama sinn Sigurbjörg er búin að missa vinstra brjóstið líka en það var tekið fyrir fimm árum. Hún hefur ekki farið í uppbyggingu enda sátt við sig eins og hún er. „Vinstra brjóstið var minnkað í upphafi enda vom svo mikil þyngsli. Síðar fór að bera á einhverri slæmsku í því og því vildi ég láta fjarlægja það, ég vildi ekki taka neina sénsa. Ég hef ekki farið í brjóstauppbygg- ingu og ætla ekki að fara enda angrar þetta mig ekki. Ég skil þó alveg þær konur sem fara í upp- byggingu og sér í lagi ungar konur en ég er sátt við sjálfa mig og minn maður er það líka.“ Lífið er ekki sjálfgefið Sigurbjörg hafði farið reglulega í skoðun áður en hún greindist og hún var dugleg að þreifa brjóstin sjálf sem hún segir skipta öllu máli enda þekki enginn betur sinn eig- in líkama en maður sjálfur. Hún segir þessa lífsreynslu hafa reynt mikið á fjölskylduna og sér í lagi bömin. „Börnin mín höfðu miklar áhyggjur og fylgjast ennþá vel með mér. Þessi lífsreynsla breyttí mér og ég held að ég hefði ekki viljað missa af þessu. í dag lít ég öðmm augum á lífið og dauðann líka. Krabbameinið gerði mér í rauninni ekkert slæmt og nú veit ég að lífið er ekki sjálfgefið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.