Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 33
32 LAUCARDAGUR 28. MAÍ2005 Helgarblað DV DV Helgarblað LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 33 ALMENNAR UPPLÝSINGAR Tíðni Brjóstakrabbamein eralgengasta ill- kynja mein (konum og af þeim krabbameinum sem greinast I kon- um er brjóstakrabbamein um þriðj- ungur.Alltaðeinaf hverjum tólf (s- lenskum konum fá brjóstakrabba- mein einhverntfma á lífsleiðinni. Reikna má á þessu ári að allt að 200 konur greinist með sjúk- dóminn hér á landi og 40-50 látist af völdum hans. Orsakir Lítið er vitað um orsakir brjóstakrabbameins en matar- æði virðist hafa áhrif og þá sér- staklega fituneysla. Aldur kon- unnarvegur þó mest og þær hormónabreytingar sem fylgja aldrinum. Utanaðkomandi kyn- hormón hafa verið mikið rann- sökuð þó án skýrra niðurstaðna en þessi hormón finnast I flestum tegundum getnaðarvarna- tafla, hormónameöferðum og í mengun.Áfengi,tóbak og segulsvið hefur einnig verið tengt krabbanum en án vissrar vitneskju. Fjölskyldusaga er sterkur áhættuþáttur. Kona sem á fyrsta stigs ættingja er hefur greinst með brjóstakrabbamein er þrefalt Kklegri til að greinast en sú sem ekki hefur slíka ætt- arsögu hafi ættingjarnir greinst með sjúkdóminn fyrir tfða- hvörf. Hins vegar hafa um 75% kvenna með sjúkdóminn enga þekkta áhættuþætti. Einkenni Ber (brjósti er algengasta ein- kenni brjóstakrabbameins. Góð- kynja ástæðurfýrir beri (brjósti eru þó margfalt algengari en ill- kynja mein. Hins vegar ber ávallt að útiloka illkynja mein, þv( vitað er að auðveldara er að lækna brjóstakrabbamein sem ekki hefur gefist t(mi til að sá sér til annarra Ifffæra. Önnur óalgeng ein- kenni brjóstakrabbameins (1-2%) eru verkur,hrjúft yfirborð, útferð frá geirvörtu og roði. Sjálfskoðun og myndataka Mælt er með sjálfskoðun á 3.-5. degi eftir tíðir. Um fimmtungur brjóstakrabba- meina finnst við almenna læknisskoðun. Mælt er með brjóstamyndatöku annað hvert ár frá fertugu og árlega frá fimm- tugu. Þessi skimun hefur sannað gildi sitt og bjargað Iffi fjölda kvenna sem hafa verið einkennalausar við greiningu með staðbundinn sjúkdóm. Meðferð Meðferð byggist nær alltaf á skurðaðgerð en oftast er einnig beitt geislameðferð og stundum meðferð með krabba- meinslyfjum. Meðferðin er valin út frá staðsetningu og stærð æxlisins og þvl hvort hætta sé talin á meinvörpum. Þegar sjúkdómurinn greinist á byrjunarstigi er æxlið fjarlægt og s(ð- an gefin geislameðferð og árangur sKkrar meðferðar er mjög góður. Komið hefur í Ijós að góður árangur fæst með þvf að fjarlægja þann hluta brjóstsins þar sem krabbameinið er stað- sett ásamt eitlum úr handarkrika og gefa s(ðan geislameðferð á brjóstið. Þessir eitlar eru fjarlægðir vegna þess að meinvörp frá æxlinu verða oftast fýrst þar. Með þessu móti má varðveita stóran hluta brjóstsins. Ef meinvörp finnast (eitlum úr hand- arkrika er venjulega bætt við meðferð með krabbameinslyfj- um. Brjóstakrabbamein er alltaf hættulegur sjúkdómur en ef það greinist á byrjunarstigi er árangur meðferðar góður. Heimildinkrabbamein.is/visindavefur.hUs Verkefni sem ég setla að klára Berglind Bjarnadóttir greindist meö brjóstakrabbamein rétt eft- ir áramótin. Hún hafði verið nokkuð viss um að vera ekki í áhættuhópi og hafði trassað að mæta í skoðun og þreifa brjóstin sjálf. Berglind er ákveðin í að sigrast á veikindum sinum og þakkar íjölskyld- unni stuðninginn. „Erfiðast af öllu hefur mér reynst að vera kippt út úr daglegum verkefnum, eins og vinnunni og þeim mannlegu samskiptum sem henni fylgja," segir Berglind en hún býr í Hveragerði og er kenn- ari við grunnskólann í bænum. Grunlaus um krabbamein Berglind er rétt liðlega fertug, gift Sigurði Bön- dal sem einnig er kennari við sama skóla og eiga þau þrjú böm, dóttur sem komin er yfír tvítugt og tvíbura á ellefta ári. Hún segist hafa verið alveg grunlaus um brjóstakrabbamein og raunar hafi hún verið nokkuð viss um að hún væri ekki í áhættuhópi. „Það hefur alltaf verið talað um að konur sem ættu ungar böm og væm með böm sín lengi á brjósti væm ekki líklegar til að fá bijóstakrabba- mein ef það lægi ekki í ættinni. Bömin mín var ég með í heilt ár á bijósti. Ég var því nokkuð viss um að það kæmi ekki fyrir mig að fá krabbamein í brjóst og velti því sjaldan fyrir mér þeim mögu- leika. Hafði aldrei farið f krabbameinsskoðun á brjóstum og var ekki dugleg að þreifa á mér bijóstin," segir hún og bætir við að þegar hún hafi fengið hnúð næst bringubeini á hægrá bijósti hafi hún verið nokkuð viss um að það væri ekkert al- varlegt, allra síst krabbamein. Send í sýnatöku „Þetta var eins og bólguhnúður en ég var mjög slæm af vöðvabólgu. Var að ljúka námi í Kennara- háskólanum og vann hundrað prósent vinnu með, auk þess að halda heimili. Álagið var mikið um það leyti sem ég útskrifaðist rétt fyrir síðusm jól og ég kenndi því einnig um þreytu sem sótti á mig í byrjun vetrar," útskýrir Berglind. Til að vinna á vöðvabólgunni fór hún í sjúkranudd en hnúðurinn í bijóstinu minnkaði ekkert. Undir áramót eftir útskriftina var hún farin að hugleiða að láta athuga þennan hnúð en hafði ekki sérstakar áhyggjur. „Fljótíega eftir áramót þegar ekkert virtíst ætía að draga úr þreytunni fór ég til heimilislæknisins og ræddi við hann og sýndi honum um leið hnúðinn en ég fann aldrei neitt til í honum. Hann skoðaði mig og vildi strax senda mig í sýnatöku. Eftir helgina fór ég síðan í tékk í Skógarhlíðina þar sem bijóstin vom mynd- uð, tekið sýni og ég fór í sónar. Það var strax ljóst að þetta var eitthvað grunsamlegt en líka var nefht við mig að um bandvefshnút gæti verið að ræða," rifjar hún upp. Óttinn kominn fram Heim fór Berglind með þessar upplýsingar og játar að henni hafi nú verið aðeins bmgðið en samt verið bjartsýn. Hún átti síðan að koma aftur þegar niðurstöður lægju fyrir, nokkrum dögum síðar. „Ég átti að mæta á göngudeild í viðtal við lækni þar og við fórum saman, ég og maðurinn minn. Þegar þangað var komið hittum við fyrir skurð- lækni og krabbameinslækni og þeir sögðu mér strax hvers kyns væri. Það þyrfti að gera fleyg- skurð en meinið væri um að bil 1,6 sm að stærð og að öllum lrkindum myndi duga að fara í geisla en ég þyrfti tæpast að fara í lyfjameðferð." Aðgerðin var ákveðin viku síðar og þau hjón- in fóm heim. Berglind játar að þegar þarna var komið sögu hafi henni verið verulega bmgðið og hún orðin hrædd. Hún reyndi eigi að síður að vera bjartsýn á að allt gengi vel. Aðgerðin Berglind Bjarnadóttir „Fljótlega eftirára- mót, þegar ekkert virtist ætia að draga úr þreytunni, fór ég til heimilislæknisins og ræddi við hann og sýndi honum um leiö hnúðinn en ég fann aldrei neitt til í honum. Hann skoðaði mig og vildi strax senda mig i sýnatöku." DV-mynd Páll Bergmann — „Ja, eg var sjokkeruð þegar þetta rann blákalt upp fyrir mér. Maðurinn minn hefur hins vegar stutt mig í einu og öllu, fylgt mér og verið mér hreint einstakur. Það hefur létt óskaplega á mér og styrkt mig að hann skuli bregðast þannig við. gekk vel en í ljós kom að meinið var 2,2 sm og því heldur stærra en reiknað var með. Eitíarnir vom hreinir en ljóst að Berglind þurfti að gang- ast undir lyfjameðferð. Stuðningur fjölskyldu mikilvægur Hún fór heim og gréri meina sinna og undir- bjó sig fyrir lyfjameðferðina. „Já, ég var sjokkeruð þegar þetta rann blákalt upp fyrir mér. Maðurinn minn hefur hins vegar stutt mig í einu og öllu, fylgt mér og verið mér hreint ein- stakur. Það hefur létt óskaplega á mér og styrkt mig að hann skuli bregðast þannig við. Ef hann hefur ekki getað komið með mér í spítalaferð- irnar þá hefur elsta dóttir mín komið með en öll fjölskyldan hefur verið hreint stórkostleg og hún hefur skipt mig afar miklu umhyggjan sem þau sýna mér. Móðir mín og önnur systir mín em búsettar í bænum og þær koma daglega og jafiivel oft á dag til að kanna hvort ég þarfiúst einhvers eða hvem- ig ég hafi það. Elska þeirra allra hefur gert mér þetta bærilegt og fyllt mig krafti og bjartsýni," seg- ir Berglind og bætir við að það sé kannski þess vegna sem hún hafi ekki fundið hjá sér þörf til að leita til samtaka eins og Krafts eða félagsskaps kvenna sem fengið hafa sjúkdóminn. Saknar vinnunnar „Ég er í lyfjameöferðinni um þessar mundir en eftír því sem lengra líður reynist hún mér erfiðari. Þrátt fyrir það tek ég þessu sem hverju öðm verk- efiú sem þarf að ljúka og það fleytir mér áfram að vita að þessu mun ljúka. Stundum hugsa ég hvað þá taki við, eftirlitið og óttinn sem fylgir því að allt ■ sé ekki í lagi en ég reyni að hugsa ekki svona langt fram í tímann," segir hún og svarar þeirri spum- ingu hve oft hún fái inngjöfina að lyfjagjöfin taki 3-4 tíma á þriggja vikna frestí. Nú eigi hún aðeins eftir eina töm og hlakki afskaplega til að því verði lokið. Lyfin hafa farið illa í Berglindi eins og flesta aðra. Hún segir samt að í byrjun hafi aukaverkan- imar ekki verið svo slæmar en það ágerist. Verst sé þróttíeysið og flökurleikinn. Hún á einnig við ein- beitingarskort að stríða og geta hennar til að gera það sem hana langar á heimilinu er afar takmörk- uð. „Allra verst er eigi að síður að hafa ekkert fyrfi stafiú. Vinnuna mína, sem ég kann afar vel við, sé ég í hillingum og ég sakna bæði nemenda og vinnufélaga. Ég geng stundum upp í skóla og sest með þeim í frímínútum og drekk kaffi. Ég léttíst öll við það. Ég reyni líka að fara á kaffihús og hitta vini, í bæinn eða lít í hefinsókn. En ég þarf að hvíla mig og oft hef ég ekki kraft og orku til að fara neitt þegar flökurleikinn sækfi sem mest á. Reyndar hef ég margar tegundfi lyfja við honum og tek þau en þau duga ekki alltaf til," segfi hún. Rakaði af sér hárið Berglirid bendir á að það hafi líka reynst henni vel að fara í góðar gönguferðir en hún á .lítinn cocker spaniel-hund sem fylgir henni. Þess á milli reynir hún að lesa eða horfa á sjón- varp. „Tilhlökkunin að klára lyfjameðferðina léttír skapið þessa daga," segir hún og jánkar spurningunni um hármissi. „Það var erfiðara en ég áttí von á, ekki andlega heldur er það svo sárt," segfi hún. „Ég var með þykkt hár niður á herðar og þar sem mér hafði verið sagt að ég myndi missa það klipptí ég mig smátt og smátt stutt. Undfi það síð- asta var ég með drengjakoll en þegar ég fór að missa flygsur úr hárinu fylgdi því mikill sársauki. Það var alveg óvænt en það talar aldrei neinn um það. Ég átti erfitt með að sofa því það var svo vont að liggja á höfðinu og ég var helaum. Þá fór ég og lét raka hver einasta hár og hvilíkur léttfi! Ég hefði ekki trúað hvað gott var að vera laus við allt hár- ið,“ segfi hún og dæsfi. Skiptir máli að líta vel út Hún ákvað að kaupa sér hárkollu en hefur ekki sett hana upp nema tvisvar. Oftast er hún með klúta eða bara eins og drottínn skapaði hana. Berglind segfi ennfiemur að enginn hafi minnst á að öll önnur hár á likamanum myndu hverfa smátt og smátt, þar á meðal augnhár og auga- brúnir. Þau sem lengst og hægast vaxi falli burtu í samræmi við það. „Ég er enn með augnhár en þau hafa þynnst mikið," útskýrfi hún og bætfi við að það geri hana litíausa í framan. Því sé enn mefii ástæða til að halda sér til og gera eitthvað fyrfi sjálfa sig. Við það haldi hún og reyni hvað hún geti að líta þokkalega út. „Líklega hef ég aldrei lagt eins mik- ið eða varið eins miklum tíma í útlitið en það er lífsnauðsynlegt að hugsa um það,“ segfi hún brosandi. Talar blátt áfram um sjúkdóminn Berglind játar þegar hún er spurð hvort virúr og kunningjar hafi brugðist feimnislega við veik- indum hennar. „Alls ekki þefi sem ég þekki best og teljast til vina. Þefi fylgjast með mér og tala eðlilega um gang sjúkdómsins. En því er ekki áð neita að ég verð þess vör að fólk sem ég þekki minna fer undan í flæmingi og á erfitt með að hitta mig. Ég skil það, fólk er óöruggt og veit ekki hvað það á að segja við mann. En mér þætti betra að menn væru bara afslappaðfi og töluðu um sjúk- dóminn eðlilega og blátt áfram. En það er kannski ekki hægt að gera þá kröfu því það bregðast ekki allfi eins við. I mínu tilfelli hefrir það reynst mér best að taka á veikindunum eins og þau koma fyr- fi, tala um það ef ég er slæm og vera ekki með neitt pukur," útskýrfi hún og kveður fast að orði. Fagmennskan kom á óvart Eftfi að lyfjameðferðinni lýkur fær Berglind hvíld til að byggja upp dálítinn þrótt en síðan taka geislamfi við. Hún telur það ekki eins erfitt ferli og hlakkar til þegar hún getur af alvöm farið að byggja upp þrótt og þrek. Konum í hennar stöðu er boðið upp á endurhæfingu á Borgarspítalanum og þar er tekið á því sem þær þarfiiast, eins og að byggja upp líkama og sál. Hún er full eftirvænting- ar og hlakkar mest af öllu til að finna þreytuna og máttieysið víkja fyrfi eðlilegri líðan á ný. Það kom á óvart hvað allt það heilbrigðis- starfsfólk sem hefur annast hana hefur unnið af mikilli fagmennsku en Berglind segir að vel hafi verið tekið á móti henni og um hana annast í öllu þessu ferli. „Ég átti ekki von á að heilbrigð- iskerfið væri svona gott, en hvert sem ég hef leitað hefur allt gengið eins og smurð vél og ótrúleg kunnátta, samhæfing og fagmennska einkennir alla þá sem komið hafa að mínum málum." Verkefni að vinna Vinnuna sér hún í hillingum en Berglind er einnig leikskólakennari að mennt og hefur starfað við það fag í fjölda ára. Hún afréð síðan að bæta við sig kennsluréttindum og var rétt að ljúka því námi þegar hún veiktist. Enn hefur því ekki reynt almennilega á kunnáttuna en takmark hennar er að geta hafið kennslu á ný um næstu áramót. „Ef allt gengur eftfi þá ættí mér að takast það. Þá er liðið ár án vinnu en ég er svo lánsöm að áunnin réttindi mín hafa ekki áhrif á launagreiðsl- ur. Það eru ekki allfi í svo góðri stöðu. Auk þess fæ ég bætur vegna tvíburanna en ég hef ekki þegið heimilishjálp. Þar hefur fólkið mitt komið að mál- um,“ segfi hún og leggur áherslu á að veikindin, þetta verkefni hennar, ætli hún að vinna eins vel og hún geti. Mikilvægt að hlusta á líkamann „Vissulega hefði ég ekki kosið þetta en eins og með öll önnur verkefni sem menn taka að sér þá hef ég lært af því. Það hefur kennt mér að hlusta á líkamann og þær viðvararúr sem hann sendfi frá sér. Ég get ekki varist því að hugsa sem svo að ef ég hefði tekið mark á þeim bjöllum sem hringdu og leitað fyrr til læknis, hefði meinið kannski ekki verið eins stórt. Þá hefði ég jafiivel ekki þurft að gangast undir lyfjameðferðina," segfi Berglind og játar að það þýði lítið að hugsa um það nú. Hún leggur eigi að síður áherslu á að farsælla sé að bera vfiðingu fyrfi þeim boðum sem líkaminn sendfi og hunsa þau ekki eins og hún gerði of lengi. „Það hefur skipt sköpum fyrir mig í þessum veikindum hvað maðurinn minn hefur verið mér einstakur. Hann lætur einskis ófreistað að gera mér þetta eins létt og hann getur og hvetin mig áffam. Hafi ég ekki vitað það fyrir hvaða ég á góða að þá veit ég það nú,“ segir Berglind sem lætur það ekki stöðva sig í miðri krabbameins- meðferð að undirbúa stúdentsveislu dóttur þeirra og bjóða vinum og ættingjum að hittast og gleðjast með þeim. „Það þarf meira en krabbamein til þess en það er engin ástæða til að breyta því sem maður þarf ekki að breyta," segir hún glaðlega, ákveðin í að vinna þessa or- ustu og halda sínu striki hvað sem tautar og raular. bergljot@dv.is Anna Pálfna Ibókinni segir hún frá þvíhvernig hún ákvað að hætta að líta á veikindi sin sem skelfilegt skrimsli og ístaöinn sjá það fyrir sér sem gamla leiðinlega frænku sem hún hataði alls ekki en vildi vera I sem minnstum samskiptum við. Anna Pálína Árnadóttir lést eftir hetju- lega baráttu við brjóstakrabbamein ÞÓTTIVÆNT UMKRABBA- MEINIÐ SITT Anna Páh'na Árnadóttir söng- kona lést á síðasta ári eftir ára- langa baráttu við brjóstakrabba- mein. Anna Pálína gaf út bókina Ótuktin þar sem hún fjallaði um krabbamein sitt sem Kröbbu frænku. f bókinni segir hún frá því hvernig hún ákvað að hætta að líta á veikindi sín sem skelfilegt skrímsli og í staðinn sjá það fyrfi sér sem gamla leiðinlega frænku sem hún hataði alls ekki en vildi vera í sem minnstum samskiptum við. Á ráðstefriu Norrænu krabba- meinssamtakanna sem haldin var á Akureyri hélt Anna Pálína fyrir- lestur þar sem hún sagði frá því mikilvæga skrefi þegar henni tókst að kveðja óttann. Áheyrendur ráðstefnunnar voru heldur betur hrærðir og stóðu upp í lok fyrir- lestursins og klöppuðu henni lof í lófa. í bókinni hennar kemur fram að Anna Pálína hafi sannarlega upplifað sínar myrku stundir og að hún hafi oft verið við að það bugast en einhvern veginn tókst henni alltaf að komast út úr myrkrinu og yfir í ljósið. Anna Pálína var 41 árs þegar hún lést en hún hafði háð hetju- lega baráttu við krabbameinið í fjögur ár. Hún hafði gefið út átta Anna Pálína var 4 7 árs þegar hún lést en hún hafði háð hetju- lega baráttu við krabbameinið í fjög- ur ár. Hún hafði gef- ið út átta hljómplöt- ur og var menntaður kennari og meðfram söngnum hafði hún einnig starfað sem útvarpsmaður. hljómplötur og var menntaður kennari og meðfram söngnum hafði hún einnig starfað sem út- varpsmaður. Hún lét eftir sig eig- inmann og þrjú böm. Framhaldá næstuopnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.